Íslendingur - 07.10.1960, Blaðsíða 1
DALVÍKURHÖFN
Dalvíkingar standa nú í þeim
stórræðum að byggja 330 m.
langan hafnargarð er sést til
hægri á meðfylgjandi mynd.
— Ljósm.: St. E. Sig.
Frá setningu
Nenntaskólans
Nemendum fer enn fjölgandi.
Menntaskólinn var settur klukkan 2 á þriðjudag. í upphafi var
skólasöngurinn sunginn, en síðan tók skólameistari til máls, skýrði
frá skólastarfinu, framkvæmdum á vegum skólans og nýbreytni og
ávarpaði síðan nemendur.
Breyfingar
ó kennaraliði.
Jónas Snœbjörnsson er nú horf-
inn frá skólanum, en hann hefir
kennt þar lengur en nokkur ann-
ar, eða 46 ár. Skarphéðinn Pálma-
son, sem var við framhaldsnám í
Bandaríkjunum, tekur við starfi
á ný. Friðrik Þorvaldsson fer í or-
lof til framhaldsnáms í Þýzka-
landi. Stundakennari ráðinn lil
að taka við kennslu hans að
nokkru, er Kristján Arnason pía-
nóleikara. Guðmundur Vigfússon
og Helgi Hallgrímsson, stunda-
kennari í fyrra vetur, hverfa frá
skólanum, en nýir stundakennarar
,eru ráðnir sr. Björn 0. Björnsson
og Halldór Blöndal stúdent. Odd-
ur Kristjánsson byggingameistari
tekur við smíðakennslu Jónasar
Snæbjörnssonar. Alls eru kenn-
arar 25, þar af 13 fastir.
Á 5. hundrað nemendur.
Nemendur skólans verða nú
fleiri en nokkru sinni áður, og
verða nú í fyrsta sinn yfir 4 hundr
uð, líklega 405. Hefir þó orðið að
neita óvenjumörgum vegna
þrengsla. Fer jafnvel .að verða at-
hugunarefni, hvort miðskóla-
deildin verður ekki hrátt að þoka.
í máladeild eru 121, en 103 í
stærðfræðideild. í þriðja bekk,
eða fyrsta bekk menntadeildar,
91. Aðrir eru í miðskóladeild, eða
um 90.
Þá er að geta þeirrar nýbreytni,
að 7 eða 8 nemendur frá Hvann-
, eyri njóta kennslu við mennta-
skólann í vetur. Auk náms síns á
Hvanneyri þurfa þeir að stunda
framhaldsnám í nokkrum grein-
•um einn vetur. Undanfarið hafa
Hvanneyringar sótt það nám að
Laugarvatni, en í vor hað Guð-
mundur Jónsson skólastjóri fyrir
þá hér. Vegna þrengsla geta þeir
ekki sótt tíma fyrr en eftir hádegi,
og hvorki reyndist unnt að veita
þeim fæði né húsnæði við skól-
ann.
í heimavist M. A. verða um 180
nemendur í vetur.
Byggingar og aðrar
framkvæmdir.
Lokið er við byggingu ibúðar
í nýju heimavistinni, og er fjöl-
skylda skólameistara þangað flutt.
Smekklegri raflýsingu hefir verið
komið upp á lóð skólans. Þá hafa
ýmsar umbætur verið gerðar á
heimavistinni, og setustofunni
miðar smám saman áfram, og hafa
margar góðar gjafir borizt lienni.
Kennarastofan verður stækkuð að
mun, enda fæst nú til þess hús-
rými, þar sem íbúðin var áður.
„Ekkert er fegurra en
heiðarlegur maður."
ItirfnmkNEÉir i hofnarmdlum
DMingo
Kauptúnið Dalvík við Eyja-
fjörð er í örum vexti, og munu í-
búar þar vera nálega 900 að tölu.
Helzti atvinnuvegur Dalvíkinga
er útgerð, og hafa þeir á fám ár-
um aflað nokkurra nýrra báta, þ.
á. m. togbáta. En hafnarskilyrði
hafa löngum verið erfið þar, og
var í sumar hafizt handa um stór-
felldar hafnarbætur, sem er bygg-
ing 330 metra langs hafnargarðs.
Að honum upp komnum skapast
gott skipalægi í Dalvíkurhöfn fyr-
ir öllum veðrum.
Vitamálastjórnin hefir léð Dal-
víkurhreppi stórvirkar vinnuvélar
til grjótnáms og flutnings, en
grjótið er sótt í svonefnt Brimnes-
gljúfur fyrir ofan kauptúnið. Eru
vinnubrögð þar nýtízkuleg og til-
þrifamikil. Talið er, að um 40
þús. teningsmetrar af grjóti fari í
hinn nýja hafnargarð, en um 60
metra bil verði milli gamla og
nýja garðsins við enda þeirra.
Kvíin verður um 40 þús. fermetr-
ar, og er kostnaður áætlaður 3—
3.5 millj. króna, en mundi hafa
orðið ærið hærri, ef hin stórvirku
tæki vitamálastjórnarinnar hefðu
ekki til komið.
Sveitarstjóri á Dalvík er Svarf-
dælingurinn Valdimar Óskarsson,
og hvílir hiti og þungi þessara
hafnarframkvæmda að sjálfsögðu
mjög á honum.
Hér er um mjög brýna nauð-
syn að ræða til öryggis báta- og
skipaútgerð Dalvíkinga um alla
framtíð.
Skólameistari ávarpaði nem-
endur og bauð þá velkomna hlýj-
um orðum. — Þó að ég kvíði því
stundum á haustin að taka við
þessum stóra lióp, fagna ég því \
raunar að eiga við ykkur skipti,!
svo mörg eruð þið góð og greind.
Og þegar þið komið, hverfa á-
hyggjurnar við hlýju handtaksins
og gleðiljóma augans. —
Hann brýndi rækilega fyrir
nemendum þá ábyrgð, sem á þeim
hvílir og verður því meiri sem
ofar kemur í skóla. En ábyrgðin
er móðir þroskans. Þeir, sem taka
á sig ábyrgðina og hogna ekki,
verða í skólanum vaxandi menn,
og það er markið.
Skólameistari ræddi los það og
staðfestuleysi, sem nú gætir tneð-
al æskufólks um allan heim. Ræt-
ur þess eru margar, og er það að
suinu leyti eðlileg fylgja tímans,
sem við lifum á. Hann minntist á
óheppilega mikil fj árráð sumra
nemenda, þó sá þáttur væri ekki
eins gildur nú og stundum áður.
Hann gagnrýndi harðlega
skemmtanaicbiaámn, sem risinn
er upp í landinu, flokka trúða og
fjárplógsmanna, sem um landið
fara og reyta aurana af æskulýðn-
um, og hann átaldi skemmtana-
ómenninguna, sem viða viðgengst
bæði í sveit og við sjó í glæstum
salarkynnum. — Ekkert er ömur-
(Framhald á 8. síðu.)
25-föld uppskera
Kartöfluspretta hér á Norður-
landi hefir verið með eindæmum
góð á þessu sumri, enda komu
næturfrost nú með seinna móti. I
Höfðahverfi er gert ráð fyrir 8
þús. tunna uppskeru en 8.5—9
þús. tunna á Svalbarðsströnd. —
Dæmi eru til, að uppskera sé 25-
föld.
Margir bændur í þessum byggð-
arlögum eru að koma sér upp
kartöflugeymslum í haust, en þeir
búast við, að KEA og Kaupfélag
Svalharðsstrandar geti tekið um
þriðjung uppskerunnar til
geymslu.