Íslendingur - 07.10.1960, Blaðsíða 6
6
ÍSLENDINGUR
Föstudagur 7. október 1960
Þvi ekki oi kveikjo
Framh. af 5 síðu
an byskupsgarð, svo að tign hans
sómi sér vel við hlið hinna gömlu
helgisetra.
III.
Sumir tala um, að það yrði of
dýrt fyrir oss að hafa tvo bysk-
upa. Því til má svara, að hafi for-
feður vorir getað kostað tvo, þá
aettum vér, sem nú lifum, ekki síð-
ur að geta gert það. Þá heyrist
talað um, að enginn byskup
myndi fást til þess að sitja i Skál-
holti og að Hólum. Það væri of
mikið út úr. Þeim, sem þannig
kynnu að hugsa, má benda á það,
að engum íslenzkum manni er
hægt að sýna meiri heiður, en
þann að sitja og starfa í byskups-
embætti á hinum helgu stöðum,
og þarf það ekki frekari skýringa
við, fyrir þá sem eru af anda
Skálholts og Hóla. Hitt er svo ekki
nema sjálfsagt, eins og komið hef-
ir fram, að Skálholts- og Hóla-
hyskupi séu búin búsetuskilyrði í
Reykjavík og Akureyri, þann
tíma vetrarins, sem örðugast er
um samgöngur, ef þess þætti þörf.
Prestastétt landsins hefir, því
miður, verið nokkuð ósammála
um endurreisn hinna fornu bysk-
upsstóla. Er það því mjög gleði-
legt, að nú virðast prestar vera að
koma sér saman í því mikla máli,
eins og samþykkt þeirra að Vind-
áshlíð í Kjós, nú fyrir skemmstu,
ber með sér. — Að lokum von-
um vér svo öll Islands börn, sem
unnum sögu og kristni þjóðar
vorrar, að vort gamla og æru-
verðuga Alþingi, sem bar gæfu fil
að endurreisa vort íslenzka lýð-
veldi, beri einnig gæfu til að end-
urreisa helgidómana miklu, bysk-
upsstólana í Skálholti og að Hól-
um, svo að þeir geti lýst guðs lj ósi
yfir þjóð vora — hið nýja Island
— eins og þeir lýstu því í hart-
nær þúsund ár yfir hið gamla.
Æska íslands mun gleðjast við
að læra þann tigna kafla, sem með
TEK AÐ MÉR KENNSLU
í öllum gagnfræða-bóknáms-
greinum.
Björn 0. Björnsson,
Sími 2589.
STÚLKA ÓSKAST
nú eða síðar í haust um óá-
kveðinn tíma. — Upplýsing-
ar í Skjaldarvík.
Steján Jónsson sími 1382.
Frímerhiasafnnrar
Stofnfundur frímerkjafélags
verður haldinn í Rotary-sal
KEA mánudaginn 10. okt.
kl. 8.30 e.h.
Væntanlegir meðlimir geta
skráð sig í Bókaverzlun Jón-
asar Jóhannssonar.
U ndirbúningsnejndin.
ÞYKKIR
BÓMULLARJAKKAR
hvítir, rauðir, bláir
og grænir.
Verð kr. 395 00
SAUMLAUSAR
CREPE-SOKKABUXUR
fyrir börn og fullorðna,
dökkbláar og svartar.
CREPE-SOKKAR
köflóttir, komnir aftur.
Verzlun DRÍFA
Sími 1521.
því verður skráður í sögu lands-
ins, og heiður íslands verða meiri
meðal norrænna þjóða.
Sigurður Guðjónsson
kennari í Reykjavík.
Jarðarför
Herdísar Finnbogadóttur
frá Fögrubrekku,
fer fram frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 12. október kl
2 eftir hádegi. — Blóm og kransar afbeðnir.
Gísli R. Magnússon,
börn, tengdabörn og barnabörn.
1
Fósturmóðir okkar,
ÁSDÍS G. RAFNAR, vígslubiskupsfrú
verður jarðsett frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 11. þ. m.
klukkan 2 eftir hádegi.
Hanna Rafnar, Jóhannes Olafsson,
Guðmundur Þórðarson.
Frá Bridgeíélagi Akurevrar
Tvímenningskeppni félagsins hefst þriðjudaginn 11. okt. í
Landsbankasalnum og hefst kl. 8 e. h. — Tilkynna þarf þátt-
töku fyrir sunnudagskvöld til stjórnarinnar.
STJÓRNIN.
frd Happdrttttí Hdskðlans
Viðskiptamenn eru góðfúslega beðnir að athuga að endur-
nýjun fyrir 10. flokk lýkur á HÁDEGI Á MORGUN, LAUG-
ARDAG. Opið til kl. 10 í kvöld, föstudag.
Eftir að draga út vinninga á þessu ári fyrir tæplega SJÖ
MILLJÓNIR KRÓNA.
Umboðsmaður.
STARFSFLOKKAKEPPNI í KNATTSPYRNU
Firmakeppni í knattspyrnu á Akureyri hefst laugardaginn 8. október
kl. 4 e.h. — Þátttökutilkynningar skulu sendar fyrir kl. 7 á föstudag
til Rafns Iljaltalín, sem gefur allar nánari upplýsingar. — Þátttöku-
gjald er kr. 300.00. K. R. A.
TOFRATGIKNABINN