Íslendingur - 07.10.1960, Side 4
4
ISLENDINGUR
K«nur út hvem
föstudag.
Útgefandi: Útgáfufélag íslendings.
Ritstjóri og abyrgðarmaður: Jakob Ó. Pétursson, Fjólugötu 1, sími 1375.
Skrifstofa og afgreiðsla í Hafnarstræti 81 (neðsta hæð), sími 1354. —
Opin kl. 10—12 og 13.30—17.30. Á laugardögum kl 10—12.
Prentsmiðja Bjöms Jónssonar h.f.
Þegar þýzkir
fyrir um
Þessa daga standa yfir í Reykja-
vík viðræður um 12 mílna fisk-
veiðilandhelgi okkar milli ís-
lenzkrar nefndar og brezkrar. I
íslenzku nefndinni eiga sæti fiski-
fræðingar og þjóðréttarfræðing-
ar, en ekki stjórnmálamenn. —
Kommúnistar hafa víða gengizt
fyrir mótmælasamþykktum við
því að við skulum fást til að ræða
málið við brezka aðila og telja
það allt að því sönnun þess, að
ríkisstjórnin hyggi á undanhald
fyrir ofbeldisaðgerðum Breta á
fiskimiðum okkar undanfarin tvö
ár. Aðrir telja það þó sjálfsagða
kurteisi, að ræða þetta mál við
Breta, þegar þeir óska eftir því.
í sambandi við þessar viðræð-
ur og framkomu Breta á fiskimið-
um okkar rifjast óhjákvæmilega
upp ýms eldri samskipti okk-
ar og þeirra. Þess er þá skemmst
að minnast, að er við færðum
fiskveiðimörk okkar út um eina
sjómílu, úr 3 í 4, árið 1952, urðu
Bretar ókvæða við og heimtuðu
löndunarbann á íslenzkan fisk í
brezkum höfnum, og stóð bann
þetta árum saman. Þótt þetta til-
tæki Breta bakaði okkur nokkra
erfiðleika í fyrstu, má segja, að
það hafi öðrum þræði orðið okk-
ur til góðs. Heimafyrir var farið
að vinna úr fiskinum og senda
hann meira og minna unninn á er-
lenda markaði. Skapaði það þeg-
ar aukna atvinnu í landinu og
hækkaðar gjaldeyristekjur. Leiddi
þetta af sér, að þá er löndunar-
bannið var síðar afnumið, vorum
við ekki eins háðir og áður sölu
ferskfiskjar í erlendum höfnum.
Brezkir útgerðarmenn sýndu
okkur fullan fjandskap á þeim ár-
um og létu handbendi sín halda
uppi áróðri gegn okkur í brezkum
blöðum. Einn þessara manna var
Fieldwood togaraskipstjóri í
Grimsby. Skrif hans voru að vísu
svo öfga- og hrokafull, að í flestu
skaut hann yfir markið. T. d. hélt
hann því fram, að sjómennskan
væri Islendingum lokuð bók, sem
aldrei hefði verið opnuð, eða: „It
would be fair comment to say that
to the Icelanders the art of sea-
manship is not only a closed book,
but one which has never been
opened.“
Ut af hinum dólgslegu skrifum
skyldu ganga
landanir
Fieldwood birtist hér í blaðinu 9.
sept. 1953 yfirlitsgrein um afhroð
það, er íslendingar guldu á styrj-
aldarárunum síðari í manntjóni
og skipstöpum, er þeir fluttu Bret-
um fisk gegnum tundurduflabelti
hernaðarþjóðanna ofurseldir
flugvélaárásum og kafbáta. Á
nokkrum mánuðum misstum við
þá 4 fiskiskip og um 50 lirausta
sjómenn, en jafnframt björguðu
íslenzku skipin hundruðum og
aftur hundruðum mannslífa af
sökkvandi skipum á þessum
hættulegu ferðum milli Islands og
Bretlands. Arásir hins grimsby-
anska Fieldwoods á íslendinga
fám árum síðar voru því svo takt-
lausar og óviðeigandi, að slíks
munu varla dæmi hjá siðmennt-
uðu fólki.
Að lokinni upptalningu blaðs-
ins, sem fyrr getur, á skiptöpum,
mannfórnum og mannbjörgunum,
segir svo:
„Upptalning þessi skal nú ekki
lengd frekar og öllum björgunar-
dæmum sleppt, þar sem um
minna en 10 manna hópa var að
ræða. Hér verður heldur engin
upptalning á öllum þeim fjölda
brezkra sjómanna, sem íslenzkar
björgunarsveitir og einstaklingar
hafa hrifið úr greipum dauðans í
veðraham hins íslenzka vetrar við
strendur landsins undanfarin ár
við hin erfiðustu skilyrði. En
þegar litið er á það, að íslenzkir
sjómenn báru gæfu til að bjarga
hundruðum brezkra sjómanna,
eftir að þýzkir kafbátar og flug-
vélar bjuggu þeim banaráð, þá er
eins og manni renni kalt vatn milli
skinns og hörunds við að renna
huganum að þeirri staðreynd, að
brezkir útgerðarmenn beittu sér
fyrir Jiví eflir stríðið, að Jrýzkir
togarar gengju fyrir íslenzkum
um löndun í brezkum höfnum, —
staðreynd, sem hin brezka klíka,
er nú gengst fyrir hefndarráðstöf-
unum gegn íslenzkum sjómönn-
um, fær ekki umflúið.“
Hér er um að ræða einn af
mörgum svörtum blettum í sögu
„verndara smáþjóðanna“, svo
sem Bretar hafa stundum verið
kallaðir, — eða kallað sig sjálfir.
Þessi mórall:
Látum þá sem fyrirkomu sjá-
mönnum okkar ganga um fiski-
Föstudagur 7. október 1960
Því ehki ii hveikjn
i.
íslendingar nútímans hafa gef-
ið þjóð sinni margar og merki-
legar gjafir til menningarlegra
hagsbóta fyrir land og lýð. Má
þar til nefna stúdentagarðana,
dvalarheimili aldraðra sjó-
manna, berkla- og vinnuhæli, svo
og öll félagsheimilin í sveitum
landsins og barnahælin. Ber allt
þetta vott um stórhug og fórnfýsi
fámennrar þjóðar, sem vill hlúa
sem bezt að börnum sínum. En
dýrðlegustu og veglegustu gjaf-
irnar, sem þjóðinni hafa verið
gefnar, heyra þó fortíðinni til.
Eru það gjafir þeirra heiðurs-
manna Illuga prests Bjarnasonar,
sem gaf föðurleifð sína, Hóla í
Hjaltadal, fyrir byskupssetur
Norðlendinga „fyrir guðs sakir
og nauðsyn heilagrar kirkju“ og
Gissurar byskups ísleifssonar,
sem gaf kirkju íslands föðurleifð
sína Skálholt í Byskupstungum,
og kvað svo á „að þar skyldi á-
vallt vera byskupssetur, meðan ís-
land byggðist og kristni ætti að
haldast í landinu." Þessar miklu
gjafir, Hólastaður og Skálholts-
staður, lýstu svo Ijósi guðs yfir
þjóðlíf vort í aldaraðir og mega
því með sanni kallast hinar tvær
miklu Ijósastikur á altari þjóðar-
innar, eða íslenzkrar kristni og
sögu.
Kirkjulíf vort og saga varð því
risminna, þegar erlend máttarvöld
slökktu allt í einu á þessum miklu
Ijósastikum þjóðarinnar og lögðu
hin aldagömlu byskupssetur vor
niður, án þess að spyrja þjóðina
ráða, enda hefði hún varla gefið
samþykki sitt til þess, hefði hún
þá mátt sín nokkuð. Breytir það
engu í þessu efni, þó byskupar
þeir, sem í Reykjavík hafa setið,
hafi allir verið mætir menn.
Hjarta þjóðarinnar og andi var
og er tengt hinum fornu helgi-
stöðum. Um þá er lært í öllum
skólum landsins og á heimilun-
um. Um tign kristinnar trúar
hvort sem hún birtist í hjarta-
gæzku og bænrækni, lærdómi og
vitsmunum, eða baráttuviljanum
mikla fyrir málefni guðs og sjálf-
stæði lands og þjóðar.
londanir fyrir þeim, er björguðu
okkar mönnum hundruðum sam-
an af sundurskotnum skipum, —
er svo langt fyrir neðan allt vel-
sœmi og ber vott um svo takmarka
lausan skort á sjálfsvirðingu, að
enda þótt skáldið segði, að orð
væru á Islandi til um allt sem er
hugsað á jörðu, þá munu flcstir
verða að gefast upp við að finna
slikri framkomu viðeigandi orð.
II.
Oft var talað um það áður, að
íslendingar sýndu liinum fornu
byskupssetrum sínum lítinn sóma,
með því að láta þau —■ og þá sér-
staklega Skálholt, grotna niður.
En þetta stafaði ekki af skilnings-
skorti á gildi þeirra, heldur af fá-
tækt þjóðarinnar. Nú, þegar efni
eru orðin meiri, er viðreisnin
hafin hið ytra. Hvað vill þá þjóð-
in að verði endurreist í Skálholti
og að Hólum? Hún vill endurreisa
þar sína fornu og helgu byskups-
stóla, því hún skilur, að með því
aukum vér á andlega tign þjóðar
vorrar, guðstrú hennar og heiður,
og mátt hennar til að lifa og starfa
í landi sínu, sem sjálfstæð nor-
ræn kristin menningarþjóð. Verk-
efni fyrir tvo byskupa er og verð-
ur ærið. Fáum vér að lifa í friði
í landi voru, er ekki ólíklega til
getið, að íbúar þess verði nær hálf
milljón eftir einn eða tvo manns-
aldra. Geta byskupar þá ekki að-
eins farið í venjulegar eftirlits-
ferðir, heldur og einnig hjálpað
prestum sínum við messugerðina
í hinum ýmsu sóknum. Myndu
söfnuðirnir áreiðanlega hlakka
til slíkra heimsókna Skálholts- og
Hólabyskups og kirkjusóknin
aukast. Þá mætti halda kirkju-
daga vor og haust á byskupssetr-
unum, þar sem valdir menn þjóð-
arinnar, lærðir sem leikir, og
frændþjóða vorra á Norðurlönd-
um, hefðu orðið um andleg mál
og velferðamál þjóðarinnar og
alls mannkyns yfirleitt. Slíkar
samkomur myndu verða sóttar,
því þar bergmálar saga og kristni
þjóðarinnar í hartnær þúsund ár.
Mér skilst, að hinar norrænu
frændþjóðir vorar hafi gefið sín-
ar miklu gjafir til endurreisnar
Skálholtsstað, af því þær skilja
þetta, og vilja gera anda Skál-
holts- og Hólastaðar að lifandi
og starfandi veruleika í þjóðlífi
voru á ný, því þeim anda eiga
þær einnig menningarlega séð
mikið að þakka. Hitt er svo ann-
að mál, að takmörkum hinna
fornu byskupsdæma mætti breyta,
til hagræðis við það sem hentug-
ast er nú á tímum. Mætti vel hugsa
sér að Hólabyskupsdæmi næði yf-
ir norður-, vestur- og austurland,
en Skálholtsbyskupsdæmi yfir
suðurland, Skaftafellssýslur og
Reykjavík, ásamt Kjalarness- og
Þórsnessþingi. Hins vegar er ekki
nema eðlilegt, að Reykjavík fái
sinn byskup, þegar tímar líða,
sökum fjölmennisins. Munu
Reykvíkingar þá áreiðanlega
hjálpa til að reisa honum vegleg-
(Framhald á 6. síðu.)