Íslendingur - 07.10.1960, Side 2
2
ÍSLENDINGUR
Föstudagur 7. október 1960
Vinobsjahreyfingin
meiro en nafnið tómt
Skemmtileg för knattspyrnu-
liöss IBA til Aorðnrlanda.
Eins og áður hefir verið sagt
frá hér í blaðinu, fóru I. deildar
knattspyrnumenn ÍBA til Noregs
og Danmerkur fyrir skömmu,
heimsóttu þar vinabæina Álasund
í Noregi og Randers í Danmörku,
háðu knattspyrnuleiki við heima-
lið á báðum stöðum, unnu fyrri
leikinn (í Álasundi) með 5:1, en
gerðu jafntefli í Randers á Jót-
landi, 1:1.
Fararstj óri Akureyringanna var
Hörður Svanbergsson prentari,
og hefir blaðið átt tal við hann
eftir heimkomuna. í hópnum voru
20 manns. Auk fararstjórans voru
tveir menn úr Knattspyrnuráði
Akureyrar, þeir Halldór B. Jóns-
son og Rafn Hjaltalín, og 17 ung-
ir knattspyrnumenn. Aðalliðið
skipuðu: Einar Helgason mark-
vörður, Siguróli Sigurðsson og
Birgir Hermannsson bakverðir,
Jón Stefánsson miðvörður, og
aðrir framverðir Bjarni Bjarna-
son og Magnús Jónatansson.
Framlínuna skipuðu (talið frá
hægri): Páll Jónsson, Skúli Ág-
ústsson, Steingrímur Björnsson,
Jakob Jakobsson og Haukur Jak-
obsson. Aðrir í förinni voru: Jón
Friðriksson varamarkvörður, Sig-
urður Víglundsson, Guðni Jóns-
son, Björn Olsen, Hilmar Gísla-
son og Kristján Grant.
Höfðinglegar
viðtökur.
— Við fórum utan 17. septem-
ber, segir Hörður, — og var þetta
hugsað sem kynnis- og keppnis-
för í senn. Viðtökur voru með af-
brigðum góðar á báðum stöðun-
um. Ég hafði ekki sérstaklega há-
ar hugmyndir um vinabæjahreyf-
inguna fyrir, en eftir þessa ferð
er ég sannfærður um, að hún er
meira en nafnið tómt.
— Og hvað getur þú sagt okk-
ur um viðtökurnar frekar?
— Þær voru í einu orði sagt
höfðinglegar. Á báðum stöðunum
sátum við veizlur bæjarstjórna. í
Álasundi mætti bæjarstjórinn, for-
seti bæjarstjórnar, bæjarráð og
íslenzki konsúllinn, blaðamenn og
margt fleira fólk, og í Randers
voru bæjarráðsmenn mættir í hóf-
inu, þar á meðal lögreglustjóri
bæjarins, er sæti á í ráðinu.
Tíminn
of fakmarkaður.
— Það mátti segja, heldur
Hörður áfram, — að fólkið rifist
um að greiða götu okkar og sýna
okkur sem flest, en tíminn entist
ekki til að sinna öllum boðum eða
hagnýta sér góðvildina og gest-
risni allra, sem vildu sýna okkur
vinarhug.
— Hvernig farkost höfðuð þið
á leiðunum?
— Við flugum báðar leiðir
með Flugfélagi íslands. Frá Ála-
sundi fórum við með bíl til Án-
dalsnes en þaðan með járnbraut-
arlest suður til Oslóar, er við
héldum áleiðis til Danmerkur.
Heilsufar piltanna var ágætt, og
bar yfirleitt engan skugga á ferð-
ina.
Ágæt samvinna.
— Hvað vilt þú svo segja um
kappleikina?
— Frammistaðan var mjög
góð hjá báðum aðilum, og sýndi
Akureyrarliðið í þessari ferð það
bezta, er það hefir sýnt í sumar.
Samhugur liðsins var svo sem bezt
verður á kosið, enda árangurinn
eftir því. Ekki hefði verið óeðli-
legt, þótt við hefðum tapað leikn-
um í Randers, þar sem Jótar
standa mjög framarlega í danskri
knattspyrnu.
Nýja kynsSóðin
fordómalaus.
Blöðin í Álasundi og Randers
skrifuðu um þessa íslenzku heim-
sókn og kappleikina, og voru öll
þau skrif vinsamleg. Blaðið Ran-
ders Amtsavis birtir t. d. stutt við-
tal við fararstj órann Hörð og hef-
ir þetta eftir honum:
„Norræn hugsjón er mjög sterk
á Akureyri, einkum meðal æsk-
unnar. Gamlir fordómar eru úr
sögunni. Hin nýja kynslóð þekkir
ekkert til þeirra. Síður en svo.
Æskulýður íslands óskar að
hnýta vináttubönd milli lands síns
og annarra norrænna landa fast-
ar en áður. Okkur langar til að
heimsækja danska íþróttafélaga
og stéttarbræður — sjá, hvernig
þeir lifa, — og verða vinir þeirra.
Það er meðfram þéss vegna, að
hver einstaklingur í þessum hópi
hefir lagt fram sparifé sitt til að
geta farið þessa för.“
Markvörðurinn Einar Helgason ver
hörkuskot. Þessi mynd vakti mikla at-
hygli í Álasundi. Þar var hún kölluð
íþróttamynd ársins.
TínlistarsMlar iMlein mirgir
Mætti búa þeim befri skilyrði, ef þeir væru færri
Tíðindamenn bæjarblaðanna
áttu í fyrradag tal við skólastjóra
Tónlistarskóla Akureyrar, Jakob
Tryggvason, og hinn nýja fiðlu-
kennara skólans, Sigurð Stein-
grímsson. Sigurður er 28 ára
gamall stúdent, er byrjaði um 15
ára aldur að læra fiðluleik.
-— Fyrsti kennari minn var
Björn Ólafsson, segir Sigurður,
en árið 1954 fór ég til Vínarborg-
ar og lærði 4 næstu ár hjá þekkt-
um fiðlukennara, Ernst Morawec.
Skipti þá um og hóf nám hjá Alice
Pasbk'us og var þar 3 ár. Lærði ég
mjög mikið af henni. Hún er sér-
stæður kennari, er náð hefir
furðulegum árangri. Eftir þriggja
ára nám hjá henni fór hún til
Ameríku, og tók ég þá að stunda
nám hjá öðrum.
-— Og nú ertu hættur að
nema?
— Ekki segi ég það. Ég ætlaði
að vera úti við frekara nám í vet-
ur, en tilboð Tónlistarfélags Ak-
ureyrar freistaði mín, og því er
ég hinirað kominn.
Bréjinn úí\ onmð
Vigfús Vigfússon Eiðsvallagötu
8, sem verið hefir félagi í Sjó-
mannafélagi Akureyrar árum
saman, fann ekki nafn sitt á kjör-
skrá Sjómannafélagsins í haust.
Skrifaði hann þá formanni félags-
ins eftirfarandi bréf, sem ekkert
svar hefir borizt við:
Hr. Tryggvi Helgason,
form. Sjómannafélags Akureyrar.
Eg undirritaður hefi skoðað kjörskrá
fyrir félaga í Sjómannafélagi Akureyr-
ar, en fann þar ekki nafn mitt. Við
nánari athugun virðist sem ég hafi ver-
ið strikaður út af félagaskrá. Mun það
vera einsdæmi um mann, sem á að telj-
ast heiðursfélagi, að hann sé þannig
þurrkaður út af félagsskrá, án þess að
standa í sök við félag sitt.
Það er nú krafa mín til þín sem for-
manns félagsins, að þú látir þegar í
stað færa nafn mitt á kjörskrá þess.
Að öðrum kosti skora ég á þig, að þú
gerir mér tafarlaust skriflega grein
fyrir því að ég njóti ekki lengur rétt-
inda sem fullgildur félagi í Sjómanna-
félagi Akureyrar.
Virðingarfyllst.
Akureyri 3. október 1960.
Vigfús Vigfússon.
MÁLVERKASÝN 5 NG
— Eru ekki góð skilyrði til
tónlistarnáms hér heima?
— O-jú. Nógu eru skólarnir
margir, víst tólf eða þrettán á
landinu. Ég held það færi betur á,
að þeir væru færri, en þá betur að
þeim búið en nú er. Ég held að
2—3 skólar á landinu væri hæfi-
legt.
Svo er rabbað saman um tón-
listaráhuga fólksins, og tekur
skólastjórinn fram, að ískyggilega
fáir unglingar hafi áhuga fyrir , Guðmundur Einarsson frá Mið-
fiðluleik. — Og hér í bæ er óhugs-1 dal heldur málverkasýningu í
andi að koma upp strokhljóm-( Landsbankasalnum um helgina.—
sveit, ef unga fólkið fæst ekki til, Verður hún opnuð kl. 4 í dag og
að sinna námi í fiðluleik, segir! verður opin til mánudagskvölds.
hann.
Og svo spyrjum við, hvort dýr-
leiki hljóðfæranna geti ráðið ein-
hverju um, hve fáir leita eftir
fiðlunámi. Því svara þeir báðir
neitandi. Sæmilega fiðlu má fá
fyrir um 2 þús. krónur, en fiðlur
til að læra á, má fá innan við þús-
und krónur. Slík hljóðfæri geta
ekki kallast dýr.
Og svo var þessu rabbi lokið.
Þar verða til sýnis um 50 olíu-
málverk og vatnslitamyndir og 10
raderingar.
En enn vill blaðið vekja athygli á
því einstaka tækifæri fyrir ungl-
inga, er læra vildu á fiðlu, sem nú
er fengið með ráðningu hins nýja
fiðlukennara við Tónlistarskóla
Akureyrar.