Íslendingur


Íslendingur - 07.05.1968, Síða 4

Íslendingur - 07.05.1968, Síða 4
tlSLENMNGUR Vikublaft, gefið úf á Akureyri. — Otgefandi: KJORDÆMISRAÐ SJALFSTÆÐISFLOKKS- ‘NS í NORÐURLANDSKJORDÆMI EYSTRA. - Ritstjórh HERBERT GUÐMUNDSSON (óbm.), sími 21354. — Aðketur: HAFNARSTRÆTl 107 (Útvegsbankahúsift), III. hæð, sími 11354 Opift kl. 10-12 og 13.30-17.30 virko daga, nema laugard. kl. 10-12. Prentun: Edda. VELJUM ÍSLENZKT, ÍSLENZKAN IÐNAÐ! 9 ISnkynning samtaka iðnaðarins er hafin. Sjólfstæðis- menn í Reykjavík hafa haldið umfangsmestu róðstefnu, sem haldin hefur verið um iðnaðinn. Almennur óhugi er að skapast d eflingu iðnaðarins. „Iðnaðardr" íslenzks iðnaðar er runnið upp. íslenzkur iðnaður, þessi ungi atvinnuvegur, hefur fyrir fóeinum órum slitið barnsskónum og verið ó gelgjuskeiði síðustu misserin. Hann er nú sem óðasf að marka sér bós d neytendamarkaðnum, þar sem hann getur keppt í gæð- um og verði við erlendan iðnað. „Iðnaðarór" íslenzks iðnaðar er því tímabært. En nú vill einnig svo til, að atvinnulífið d í óvenjulegum þrengingum og þar með efnahagslíf þjóðarinnar. Eina rétta svarið felst í aukinni hagsýni í framleiðslu og viðskiptum. Þar er það fyrst og fremst iðnaðurinn, sem kemur til skj.al- anna, vaxandi hagkvæm framleiðsla og stórvaxandi neyzla innlendrar framleiðslu. Loks blasir það við, að ó næstu óratugum bætast ó vinnumarkaðinn þúsundir manns umfram þd aukningu, sem orðið hefur. Þessum starfskröftum þarf að sjó farborða ó þann hdtt, að þeir verði lyftistöng í þjóðarbúskapnum. Það verður ekki gert d annan hdtt en með geysilega aukinni iðnaðaruppbyggingu. Þannig ber allt að sama brunni. Iðnaðurinn er sd mdttar- stólpi þjóðfélagsins, sem hvergi md bresta og verður að styrkjast með stöðugum, örum og traustum vexti. En öðrum undirstöðuatvinnuvegum skal þó ekki gleymt. Því fer víðs fjarri. Landbúnaður og sjdvarútvegur eru og verða eftir sem dður rótfesta þjóðarbúskaparins. Þessir at- vinnuvegir bæði standa fyrir sínu, þótt vöxtur þeirra bjóði ekki upp d vinnu fyrir verulega aukið vinnuafl, og leggja iðnaðinum til mikilvæg hrdefni. Það er því síður en svo hætta d, að þeir verði hornrekur, þótt viðurkennd sé sú staðreynd, að iðnaðurinn er vaxtarsproti atvinnulífsins. Veljum íslenzkt, íslenzkan iðnað. Þetta eru kjörorð „iðn- aðardrsins". Okkur ber að sannreyna gildi þessarar hvatn- ingar með því að haga innkaupum og neyzlu d þann veg, að íslenzkur iðnaður fdi fullan og hlutlægan samanburð við erlendan. Um leið þarf að efla sambandið milli fram- leiðenda og neytenda, þannig að stefnt sé rakleitt að settu marki með gagnkvæmum upplýsingum og samvinnu: Sí- fellt öflugri íslenzkum iðnaði. i ÞAR KOM AÐ ÞVÍ! • Höfuðkröfur verkalýðssamtakanna hér d landi þann 1. maí sl. voru atvinnuöryggi og sómasamleg lífskjör fyrir hóflega vinnu. I því sambandi þykir blaðinu tilhlýðilegt, að minna d að það taldi einmitt þessi atriði skipta mestu mdli, þegar verkfallið fræga stóð fyrir dyrum og, skall d með því stórtjóni, sem fylgdi. Þessi kröfugerð verkalýðssamtakanna bendir ótvírætt til þess, að það sé rétt, sem ýmsir hafa haldið fram, að í raun- inni hafi verið skilningur og vilji fyrir hendi til að semja dn verkfalla, en það hafi ekki tekizt, vegna pólitísks sundur- þykkis verkalýðsforingjanna og framapots. Alla vega var það ekki þessi stefna, sem réði gerðum þessara manna fyrir verkfallið og í því. Og naumast hafa þeir í rauninni kúvent frd því verkfallinu lauk, þótt það hafi vonandi orðið þéim og öðrum lærdómsríkt. Hvað um það. N1' ^ru kröfurnar eðlilegar og sann- gjarnar í fyllsta mdtr ; þd getur blaðið stutt þær heils- hugar og gerir það. Júltus Oddsson og Sigurveig Jónsdóttir sem Arthur Birling o gfrú. (Ljósm.st. Páls.) Guðmundur Gunnarsson, Sæmundur Guðvins- son og Guðlaug Hermannsdóttir sem Goole, Gerald Croft og Sheila Birling. LEIKFÉLAG AKUREYRAR: ,Óvænt heimsókn' Höfundur: John B. Priestley. Leikstjóri Gísli Halldórsson Á MÖRKUM raunveruleikans og ímyndunarinnar: Óvænt heim- sókn. Samtöl. Forherðing. Flenging. Afturhvarf. Forherð- ' ing. Meðaumkun. Afturhvarf. Forherðing. Skilningur. Kennslu stund í að hugsa ráð sitt, að komast til botns í sjálfum sér, að temja sér sæmilcga heil- steypt Iíf, að bæta sjálfan sig og veröldina, — eða, eða hvað? „Óvænt heimsókn“ 1912 eftir John Boynton Priestley frá Yorkshire í Englandi, þann fræga rithöfund. Þetta er verk- efnið, sem Leikfélag Akureyrar hefur fengið 1 hendur Gísla Halldórssyni og sjö leikurum sínum. Það var frumsýnt á fimmtudaginn var. Og þá var stigið annað stóra skrefið í röð á blótstalli Thalíu í leikhúsi Ak- ureyringa. Þetta var sanokölluð uppskeruhátíð. Það er vafalaust, að Leikfél- agið er á hraðri leið til nýsköp- unar í starfi sínu. Það hefur svo sem ekki verið rislágt, hreint ekki, en endurbygging er sjálf- sögð og nauðsynleg á nýjum tlmum og við breyttar og batn- andi aðstæjur. Þetta er verið að gera. Gísli Halldórsson leikstjóri kemur beint að efninu, eins og hans var von og vísa. Þama streymir fram þetta ólgufljót mannlffsins I verki Priestleys,^ með iðum, lygnum og boðaföll- um, niður gljúfur eða milli breiðra bakka, þeysist að hamra- brúnum, en á sín endalok í ei- lífu hafinu. Það eru engar bumbur, engir lúðrar og ekkert prjál. Aðeins lffið á einu augna- bliki í æfi einnar fjölskyldu. Tjáningin er aðalatriðið. Hún kemst til skila. Og sagan verður heilmikil saga. Það var viður- kennt að verðleikum f leikslok. — Ég rek hana ekki hér. Það er gert í leikhúsinu. Júlíus Oddsson leikur fram- kvæmdamanninn, verksmiðju- eigandann og fv. borgarstjórann Arthur Birling, sem er að von- ast eftir langþráðum titli. Konu hans, frú Birling, leikur Sigur- veig Jónsdóttir. Bæði leggja þau mikið gott af mörkum, en þó alveg sérstaklega Sigurveig, sem er nákvæmlega sönn. Ólafur Axelsson og Guðllug Hermannsdóttir Ieika Eric og Sheilu, börn Birling-hjónanna, bæði framúrskarandi. Sæmundur Guðvinsson leikur Gerald Croft, son annars fram- kvæmdamanns og unnusta Sheilu, og gerir þvf hin beztu skil. Guðmundur Gunnarsson leik- ur Goole, „leynivopnið“ I leikn- um, af gamalkunnn öryggi, nema hvað einstaka sinnum skortir örlftið á annars afdrátt&rlausan sannfæringarkraftinn. Það er nánast spurning um úthald 1 svo þungum straumi, sem hann stendur f. Loks leikur Laufey Einars- dóttir Ednu þjónustustúlku, sem a.m.k. hefúr þokkann. Hún fær ekki tækifæri til að sýna annað. Það er jafnvægi milli leikar- anna og leikstjóranum hefur tekizt að laða fram stígandi, svo að unun er að sjá og heyra. Sem sé — þetta er stórgóð sýning á merku og mergjuðu leikriti. herb. Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri afhentar rausnarlegar gjafir NÝLEGA bárust Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri rausn- arlegaf gjafir, eins og oft endra nær. í þetta sinn voru gjafirnar sérstakt sjúkrarúm fyrir hjart- vcikisjúkiinga og 20 þúsund kr. f peningum. Það var Lionsklúbburinn Huginn á Akureyri, sem gaf rúmið, en það keypti klúbbur- inn fyrir ágóða af kerta- og spilasölu f vetur. Rúmið er sér- staklega útbúið vegna hjart- veikissjúklinga og fylgir þvf til- heyrandi borð. Það var keypt frá Svfþjóð. Þegar rúmið var af- hent, gat form. Hugins þess, að það væri von klúbbfélaganna, að hér væri um að ræða veruleg- an stuðning við starf lækna og hjúkrunarliðs sjúkrahússins og að sjálfsögðu einnig til að bæta aðbúð hjartvcikisjúklinga. — Form. sagði, að þetta framlag klúbbsins byggðist á undirtekt- um bæjarbúa, sem hefðu verið hinar beztu og sýndi það hug almennings til sjúkrahússins. Loks sagði form., að klúbbfélag- ar vildu einnig með gjöf þessari minnast iátiijs klúbbfélaga, Guð- mundar Tómasspnar fram- kvæmdastjóra. — Form. sjúkra- hússtjórnar, Eyþór Tómasson, og yfirlæknarnir Guðm. Karl Pétursson og Ólafur Sigurðsson þökkuðu Hugins-félögum fram- tak þeirra og vinsemd. Þá barst Fjórðungssjúkrahús- inu peningagjöf á sumardaginn fyrsta, 20 þús. kr., frá þeim hjónunum frú Hrefnu Guð- mundsdóttur og Bernharði Stef- ánssyni fyrrv. alþm., Akureyri. Fénu á að verja til rannsókna eða á annan hátt til eflingar lækningum. Af hálfu sjúkra- hússins hefur Ólafur Sigurðs- son yfirlæknir þakkað þessa höfðinglegu gjöf og þann vinar- hug, sem henni fylgir. ÍSLENDiNGUR 4

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.