Íslendingur


Íslendingur - 11.11.1976, Síða 2

Íslendingur - 11.11.1976, Síða 2
Þessi mynd er tekin af Þórsliðinu í körfubolta á æfingu fyrir skömmu. Stefán Hallgrímsson. þjálfari liðsins lengst til vinstri á myndinni. Íslandsmólið í körfubolfta: Þórsarar sigruðu íslandsmótið í körfubolta, 2. deild karla, hófst um sl. helgi. Þórsarar taka þátt í mótinu eins og undanfarin ár og hafa þeir æft vel að undanförnu undir stjórn Stefáns Hallgrímssonar, sem áður lék með KR, en hann er fluttur norður og kennir við Gagnfræðaskólann. Þorsteinn mun einnig leika með Iiðinu og kemur til með að styrkja það mikið. Þórsarar léku sína fyrstu leiki um sl. helgi fyrir sunnan og unnu.þá báða. Fyrst Grind- víkinga sl. laugardag og síðan UMF. Snæfell á sunnudaginn. Næstu leikir þeirra verða við fsfirðinga 26. og 27. nóvember hér í íþróttaskemmunni, en liðin leika þá báða Ieiki sína í mót- inu í Skemmunni, þar sem ísfirðingar hafa ekki löglegan völl á ísafirði. Næstu leikir Þórsliðsins í mótinu verða síðan ekki fyrr en í febrúar. Er þetta furðuleg niðurröðun á leikjum lijá Móta- nefnd KKÍ. Á laugardaginn léku Þórs- arar við Grindvíkinga og fór leikurinn fram í íþróttahúsinu í Njarðvík. Grindvíkingar voru annað efsta liðið í 2. deild íslandsmótsins í fyrra, en þá léku þeir aukleik við Breiðablik um sætið í 1. deild og töpuðu þeim leik. Þórsarar byrjuðu leikinn af miklum krafti og skoruðu 10 Kvennadeild Styrktarfélags vangefinna á Norðurlandi heldur sína árlegu skemmtun sunnudaginn 14. nóvember kl. 20.30 í Sjálfstæðishúsinu. Til skemmtunar: Ávarp: Séra Bolli Gústafsson. Söngur: Sigurður Demens Fransson. Upplestur: Einar Kristjánsson. Dans: Nemendur úr dansskóla Heiðars Ástvalds- sonar. stig ó fyrstu 5 mínútunum á meðan Grindvíkingar skoruðu 2 stig. Það voru Þröstur, Axel og Eiríkur, sem þar voru að verki. Þórsarar héldu síðan 10 stiga forystu framan af leikn- um, en er líða fór á hálfleik- inn fóru Grindvíkingar að saxa á forskotið og í hálfleik var aðeins 3ja stiga munur Þór í vil. Þórsarar héldu þó forust- unni í síðari hálfleik, komust mest í 10 stig yfir, en minnst- ur varð munurinn um miðjan hálfleikinn, 4 stig. Eiríkur og Axel tryggðu síðan Þór sigur- inn með góðum körfum á síð- ustu mínútunum og lokatöl- urnar urðu 79-70 Þór í vil. Stigin fyrir Þór skoruðu: Eiríkur Sigurðsson 25, Axel Harðarson 22, Þröstur Guð- jónsson og Ólafur Gunnarsson skoruðu 12 stig og Stefán Hall grímsson og Hjörtur Einars- son skoruðu 4 stig hvor. Á sunnudaginn léku Þórsar ar síðan við UMF. Snæfell frá Stykkishólmi og fór leikurinn fram á Akranesi, en þar er heimavöllur Hólmaranna, þar sem þeir hafa ekki löglegan keppnisvöll í Stykkishólmi. Snæfell féll úr fyrstu deild í fyrra og má því telja þá lík- lega í toppbaráttunni í 2. deild í ár. Leikurinn var jafn framan af og um miðjan hálfleikinn var jafnt, 14-14. Þá náði Snæ- fell forystu, mest 4 stigum, en Eiríkur og Hjörtur Einarsson náðu að jafna og koma Þór yfir og staðan í hálfleik var 30-28 Þór í vil. í byrjun síðari hálfleiks tóku Þórsararnir góðan sprett og komust í 10 stig yfir er um 10 mín. voru af hálfleiknum. Síðan fór að 'halla undan fæti og höfðu Snæfellingar náð að minnka muninn í 3 stig áður en leiknum lauk með naum- um sigri Þórs, 63-60. Happdrætti. Kynnir verður Ingimar Eydal. Miðasala hefst kl. 19. Axel Harðarson var lang stigahæstur Þórsaranna. Hann skoraði 22 stig, Stefán skor- aði 17, Eiríkur 13, Hjörtur Ein arsson 9 og Þröstur Guðjóns- son 2. Óvænt úrslit i islandsmótinu 2. deild i handbolta Þórsarar sigrudu KR-inga 27-21 Þórsarar sýndu stórgóðan leilr á Iaugardaginn er þeir sigruðu KR-inga í Laugar- dalshhöllinni. Leikurinn var spcnnandi og sýndu Þórsarar allar sínar bestu hliðar. Þeim tókst allt og mörg gullfalleg upphlaup sáust og stórsigur Þórsara var staðreynd, 27-21, eftir að þeir höfðu haft yfir, 15- 10, í hálfleik. fslendingur sagði í umsögn um leik Þórs og Leiknis á dögun- um, að Þórsliðið gæti meira en það sýndi þá. Þau orð sönnuðust í þessum leik. Strax á fyrstu mínútum leiksins náðu Þórsarar góðu forskoti og eftir 10 mín. var staðan 9-3 Þór í vil. Mun- aði þar mest um frábæran leik Elíasar, sem skoraði falleg mörk og átti frábær- ar línusendingar, sem gáfu mörk. KR-ingar tóku Elías úr umferð, en þá komst Þorbjörn í mikinn ham og skoraði hann næstu 4 mörk. KR-ingar skiptu aftur um varnaraðferð og tóku bæði Þorbjörn og Elías úr um- ferð, en maður kemur í manns stað og nú tók Sig- tryggur við að skora og staðan í hálfleik var 15-10 Þór í vil. Fyrri hlula síðari hálf- leiks héldu KR-ingar sama hætti, að taka þá Elías og Þorbjörn úr umferð, en það dugði skammt. Óskar átti góðan leik og skoraði 3 mörk og Sigtryggur var einnig iðinn við að skora. Gerðu KR-ingar þá loka- tilraunina til að jafna met- in og breyttu enn um varn- araðferð og spiluðu flata vörn. Við það juku Þórsar- ar enn forskotið og voru komnir 8 mörk yfir, en KR-ingar skoruðu síðan 2 síðustu mörkin. Þórsarar eiga allir hrós skilið fyrir þennan leik. Engan veikan blett var að finna, markverðirnir áttu báðir góðan leik, vörnin vann vel og barðist af mikl um krafti og sóknin var leikin af miklum hraða. Kom nú í ljós hvaða stefnu Elías hefur tekið í þjálfun liðsins og virðist hraðinn nú vera eit't stefkasta vopn Þórsliðsins, öfugt við fyrri ár. Þorbjörn hefur aldrei ver ið betri en núna og er hann að verða ein besta skyttan í 2. deild. Einnig áttu Elías og Sigtryggur stórgóðan leik ásamt Óskari, sem aldrei hefur verið betri en í þessum leik. Mörk Þórs: Sigtryggur 8 (2 v), Þorbjörn 6, Elías 5, Óskar, Einar og Árni 3 mörk hver. Mörk KR: Hilmar og Si- mon skoruðu 6 mörk hvor, en aðrir mun minna. H. M. R. KA tapaði fyrir Ármanni KA tapaði þýðingarmiklum leik gegn Ármanni í Laug- ardalshöllinni á laugardag- inn. Leiknum lauk 24-22 Ármanni í vil eftir að þeir höfðu haft yfir, 12-8, í hálf leik. KA-menn byrjuðu leik- inn mjög vel og komust í 2-0, með góðum mörkum Ármanns Sverrissonar úr hornunurn. En Ármenning- ar jöfnuðu og eftir 10 mín. leik var staðan jöfn, 3-3. Síðan skiptust liðin á um að skora, en er staðan var 6-6 kom mjög slæmur leik kafli hjá KA og Ármenn- ingar sigu fram úr og höfðu skorað 12 mörk gegn 8 mörkum KA í hálfleik. Liðin skiptust á um að s’kora í upphafi síðari hálf- leiks, en um miðjan síðari hálfleik kom mjög góður leikkafli hjá KA og er um 10 mín. voru eftir af leikn- um voru þeir búnir að minnka muninn í 1 mark, 18-17. Áttu Hörður Hilm- arsson og Sigurður Sigurðs son þar mestan hlut að máli, með mjög góðum leik. Síðan skiptust liðin á um að skora og er um 3 mín. voru eftir af leiknum var staðan 22-20. Skorar Hall- dór þá gott mark fyrir KA og spennan í hámarki. Þá skorar Björn Jóhannesson fyrir Ármann og er um 1 mín. var eftir skorar Þor- leifur fyrir KA og staðan 23-22. Ármenningar eru með boltann og leiktíminn að renna út. KA-menn léku maður á mann, í þeirri von að ná boltanum og jafna, en við það slapp laus og skor- aði besti maður Ármenn- inga, Pétur Ingólfsson, og tryggði þar með Ármanni sigurinn, 24-22. Ekki er hægt að segja að leikurinn hafi ‘verið vel leik inn, sérstaklega af hálfu KA. Áttu þeir sæmilega leikkafla, en þess á milli datt allt niður hjá þeim og er vitað að þeir geta leikið betur en þeir gerðu þarna. Það er spurning hvort þeir hefðu ekki mátt nota Jó- hann Einarsson meira í síð ari hálfleik, en hann er mjög laginn við að skora úr hornunum, en þar reyndu KA-menn lítið sem ekkert að skora í síðari hálf leik. Bestu menn liðsins voru Hörður Hilmarsson og Sigurður Sigurðsson og Ár mann Sverrisson átti góða spretti. Lið Ármanns er skipað Framhald á bls. 6. 2 — ÍSLENDINGUR

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.