Íslendingur - 09.08.1984, Qupperneq 2
2
Jsleudinaur
FIMMTUDAGUR 9. ÁGUST 1984
Bundið slitlag ó aust-
ur hluta Víkurskaiðs
Endurnýjun lyflœkn
ingadeildar FSA
Vegakafla þeim, sem fyrirtækið
Gunnar og Kjartan h.f. hefur
unnið að í sumar. á, samkvæmt
samningi, að vera lokiö fyrir
fyrsta nóvember. Allt bendir til
þess, að verkinu verði lokiö inn-
an viku. Mestur hluti vegarins,
sem nú hefur veriö lagður, er
stofnbraut, sem tengir svokallað-
an Leiruveg viö Kaupangssveit,
en aðeins óverulegur hluti verks-
ins telst til hins eiginlega L.eiru-
vegar. Liggur sá kafli frá fyrir-
huguðu ræsi viö austurströndina
og nær um 200 m til vesturs. Þar
fyrir vestan verður byggö ein
brú yfir Eyjafjaröará, og veröur
hún a.m.k. 120 m löng. Guö-
mundur Svarfarson, umdæmis-
verkfræðingur, sem lét þessar
upplýsingar í té, bætti því við, að
ekki væri enn ákveðið, hvort
smíði brúarinnaryrði boðin út.
Norövestur af noröurenda
Akureyrarflugvallar veröur reist
10 m löng brú til þess að tiyggja
aðstreymi saltvatns yfir þann
hluta Leiranna, sem liggja aust-
an Drottningarbrautarinnar.
Rannsóknir hafa leitt í Ijós að
þar er mest og fjölskrúgast dýra-
líf, sem er háð áhrifum sjávarins.
í áætlun Vegagerðar ríkisins
er vegurinn frá Drottningar-
braut um Leirurnar og Vaðla-
skóg allt aö Halllandi nefndur
einu nafni Leiruvegur. Sá kafli
er 2.5 km aö lengd, og er kostn-
aður við hann áætlaður 150
milljónir króna, þar með taldar
bætur til landeigenda og Skóg-
ræktarfélags Eyjafirðinga og
brúargerð öll. Hluti þessa vegar,
kaflinn um Vaðlaskóg og út að
Halllandi, verður boðinn út í
nóvember næstkomandi.
Raunar verður að telja það
rangnefni að kalla þennan veg í
heild Leiruveg. Leirurnar voru
áður eins konar þjóðbraut, og
var þá riðið á svokölluðum
„Vöðlum”. Margt bendir til þess,
að Vaölarnir séu eitt af elstu
örnefnum í firðinum, og hafí
Vaðlaheiði verið kennd við þá,
svo og Vaðlaþing hið forna. Það
er því ekki úr vegi að sá kafli
þjóðbrautarinnar, sem ligguryfír
Leirurnar hljóti nafnið „Vaðlar”.
Það er hvort eð er ónauðsynlegt
með öllu að hnýta orðunum
vegur, gata, stræti eða braut við
veganöfn. Er þessari hugmynd
hér með kurteislega komið á
framfæri við Eyfirðinga og aðra
hlutaðeigandi.
Nýlega var lokið gagngerri
endurnýjun á Iyflækningadeild
Fjórðungssjúkrahússins á Akur-
eyri. Á meóan á framkvæindum
stóð, var starfsemi deildarinnar
lögð niður að mestu, og fór sá
tími saman við sumarleyfi starfs-
fólksins. Sjúklingar voru ýmist
fluttir á aðrar deildir eða sendir
heim.
Hér er þó ekki um það að
ræða að starfsemi sjúkrahússins sé
skert til þess að fá ráðrúm til
endurnýjana. Sparnaðarráðstaf-
anir ríkisstjórnarinnar og skortur
á hjúkrunarfræðingum höfðu
þegar orðið til þess að verulegt
legupláss var ekki nýtt á sjúkra-
húsinu.
Það er vesturálma deildar-
innar, sem nú hefur verið endur-
nýjuð, og er sú álma fyrsti áfangi
að endurnýjun sjúkradeildanna.
Þessi hluti sjúkrahússins hefir
litlum breytingum tekið frá því
að það var tekið í notkun árið
1953, og því orðin þörf á úr-
bótum.
Endurnýjun er veruleg. Deild-
in hefur breyst í bjartara og
hlýlegra húsnæði. Gildir það
jafnt um sjúkrastofur sem um
vinnuherbergi starfsfólks.
Gluggar hafa verið endur-
nýjaðar og halda nú vatni og
vindum, sem forverar þeirra
ekki gerðu. Inn á allar sjúkra-
stofur hafa verið lagðir símar og
súrefnisleiðslur. Hurðir hafa
verið breikkaðar og er sú ráð-
stöfun aðallega gerð vegna
sjúkrarúma, sem nú tíðkast
breiðari en þegar húsið var
byggt. Þó eru sjúkrarúm deildar-
innar enn flest af eldri gerð, frá
því á sjötta áratugnum. Ragn-
heiður Árnadóttir, sem lýsti
þessum breytingum fyrir blaða-
manni íslendings, gat þess að
nauðsynlegt væri að festa kaup á
nýjum rúmum. Sjúkrarúm nú-
tímans eru að sjálfsögðu meiri
háttar tæki, sem létta störf og
auka vinnuhagræðingu starfs-
fólks stofnunarinnar stórlega,
auk þess sem þau eru mun
þægilegri fyrir sjúklingana. Eitt
slíkt rúm kostar um 70 þúsund
krónur og viðeigandi náttborð
um 15 þúsund krónur.
Að sögn Ragnheiðar Árna-
dóttur ríkir almenn ánægja með-
al starfsfólks með endur-
nýjunina. Þá ber og að geta þess
að kostnaðaráætlunin hljóðaði
upp á 3.1 milljón króna, en
kostnaður verður í raun um 2.8
milljónir og tímaáætlun hefur
staðist. Hönnuður verksins var
Bjarni Hjaltalín, og hafði hann
einnig með höndum eftirlit með
framkvæmdinni sem að hluta til
var boðin út og unnin af all-
mörgum aðilum.
Jafnframt því sem lyflækn-
ingadeildin var opnuð, var
handlækningadeild lokað, og
sjúklingum deildarinnar dreift á
aðrar deildir eða sendir heim. Fé
er hins vegar ekki til, til áfram-
haldandi endurnýjunar, og mun
því ekki aðhafst þar né í öðrum
hlutum eldri byggingarinnar það
sem eftir er þessa árs.
Eins og komið hefur fram í
íslendingi verður byrjað á inn-
réttingu geðdeildar á fyrstu hæö
tengiálmu nú í haust og verður
hún tekin í notkun á næsta ári
samkvæmt upplýsingum Matt-
híasar Bjarnasonar heilbrigðis-
ráðherra.
rio
Ræstinga-
fólk
óskast
Sjálfstæðisfólk Akureyri
Fulltrúaróð Sjálfstœðis-
félaganna á Akureyri
heldur fund meö Þorsteini Páls-
syni, formanni Sjálfstæöis-
flokksins, fimmtudaginn 9.
ágúst kl. 20.30 í fundarsal Sjálf-
stæðisfélaganna í Kaupangi viö
Mýrarveg.
Fulltrúar eru hvattir til aö mæta
vel og stundvíslega.
TIO
AKUREYRARBÆR
AUGLÝSIR
Skóladagheimilið
Brekkukot
Brekkugötu 8, tekur til starfa 1. sept. nk. Þar geta
börn á skólaaldri dvalið frá kl. 7.30-17.30. Þau
sækja þaðan skóla í heimahverfi sínu, einnig fá
þau máltíðir á heimilinu. Auk umönnunar á heim-
ilinu fer þar fram kennsla og aðstoð við heima-
nám.
Upplýsingar fást á Félagsmálastofnun Akureyrar,
Strandgötu 19b, sími 25880.
Umsóknir þurfa að berast til Félagsmálastofnunar
fyrir 25. ágúst nk.
Dagvistarfulltrúi.
Sumavferð
• #
í Norðurlandskjördœmi eystra 11.-12. ágúst
LAUGARDAGUR 11. ÁGUST
Fariö frá Akureyri kl. 10,15 til Árskógssands. Frá Árskógs-
sandi kl. 11,00 til Hríseyjar meó fenunni. Tjaldbúöir reistar.
Ef veöur leyfir veröur farin hringferð um eyjuna með
Hríseyjarferjunni.
Kl. 19,00:
Kvöidvaka viö varðeld. Sameíginleg griliveisla. Avarp, Þor-
steinn Pálsson, form. Sjálfstæöisflokksins. Sögnur og gítar-
leikur, Árni Johnsen alþingismaður. Forsöngvari Björn Jósef
Amviðarsori. Söngur og leikir fram eftir kvöldi.
SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST
úr hádegi er fyrírhuguð skoðunarferð um eyna undir
leiösögn Bjöms Ölasonar.
Brottför stundvíslega kl. 17.30 á sunnudag.
Þeir sem æskja fars frá Akureyri aö Árskógssandi láti vita
þegar pantað er. Kostnaður fargjald meö ferjunni fram ogtil
baka kr. 80, einnig einhver kostnaður vegna grillveislu.
Upplýsingar og þátttökupantanir
Akureyri: Ölína Jónsdóttir, s. 24211, Einar J. Hafberg, s.
22199, íslendingur, s. 21500. Ólafsfjörður Sigurður Björns-
son, s. 62170. Dalvík: Svanhildur Björgvinsdóttir, s. 61162,
Trausti Þorsteinsson, s. 61491. Húsavík: Þórhallur AðaF
steinsson, s. 41362, Jón Gestsson, s. 41334.
Fararsflórar Ólöf Jónsdóttir og Einar J. Hafberg.
Helgistund í Hríseyjarkirkju kl. 11,00, séra Kári Valsson. Upp Vinsamlegast tilkynnið þátttöku strax.