Íslendingur - Ísafold

Tölublað

Íslendingur - Ísafold - 23.05.1970, Blaðsíða 5

Íslendingur - Ísafold - 23.05.1970, Blaðsíða 5
ÍSLENDINGUR-ÍSAFOLD - LAUGARDAGUR 23. MAl 1970. 5 FRÆGT FÓLK WWWMBiMl—WWJIBMWWirgfMWUH.il I GEORGE HAMILTON Kvikmyndaleikarinn George Hamiiton varð á sínum tíma frægur fyrir vináttu sína við Lyndu, dðttur Johnson, þá- verandi forseta Bandaríkj- anna. Sú vinátta varð þó skarrunvinn, Lynda giftist öðr um, en George sat eftir með frægðarljómann, sem kom sér vel fvrir ungan og framgjarn- an kvikmyndaleikara. Síðan hefur hann sézt mik- ið í samkvæmislífi Hollywood borgar og gengur mjög í augu kvenþjóðarinnar. Hann hefur enn ekki fengið veigamikil hiutverk tii að spreyta sig á, og sumir segja, að hann leiki hlutverk spjátrungsins bezt,— Hér er hann í fyigd ljóshærðr- ar fegurðardísar. MONICA VITTI GETUR VALIÐ UM HLUTVERK Monica Vitti er án efa í fremstu röð ítalskra leilc- kvenna í dag. Hún fær tiiboð frá beztu leikstjórum heims, um að ieika í myndum þeirra. Nú hefur Monica ákveðið að leika aðeins í einni kvikmynd árlcga og veidur það leikstjór- um. sem um hana keppa, hin- um mestu áhyggjum. Monica getur valið úr hlutverkum og hún hefur ráð á að bíða eftir þeim, sem henni geðjast að, því hún er álitin mjög auðug. Það var Antonioni, sá um- talaði leikstjóri, sem gerði Monicu Vitti að leikkonu. Þau bjuggu saman í mörg ár og gerðu nokkrar ágætar ítalskar kvikmyndir. Þegar þau slitu samvistum, hættu þau einnig að vinna saman að kvikmynda gerð. Nýlega hefur Monica lát ið hafa eftir sér, að hún sé fús til að vinna aftur með Antoni- oni. Og hann mun varla þurfa að hugsa sig um tvisvar. SundnámskeiB fyrir 6 ára börn og eldri hefst í Sundlaug Akureyrar 1 .júní nk. Innritun í síma 1-22-60. SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN A AKUREYRI HALDA almennara Öska eftir LÍTILLI ÍBÚÐ, - 1 — 2 herbergi, með aðgang að eldhúsi. — Uppl. á Hótel KEA í herbergi 36. íbúð óskast 3 til 4 herbergja íbúð ósk- ast TIL LEIGU í 3-4 mán uði. — Uppl. í síma 11569 eða 12024. SHIRLEY BROSIR ENN Shirley Temple brosir enn sínu blíðasta brosi, sem óneit- anlega líkist því, sem hún sendi kvikmyndahúsgestum fyrir 25 — 30 árum. Shirley lék ekki lengi í kvik myndum. Hún giftist ung kvik myndaleikaranum John Agar, skildi við hann og giftist nú- verandi eiginmanni sínum, — Charles Black. — Þau eignuð- ust nokkur börn og þegar þau voru komin á legg, sneri Shir- ley sér að stjórnmálum og hugðist ná þar frama. Hún náði engum sérstökum árangri á stjórnmálasviðinu, þó varð hún einn af sendifulltrúum Bandarikjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, en það þykir mikil virðingarstaða. RINGÖ KVEÐUR SVEITINA Ef einhver á nokkrar millj- ónir í handraðanum, og ef sá sami hcfur áhuga á að kaupa böfðingjasetur í Englandi, þá hefur bítillinn Ringó Starr það til sölu. Hann keypti Brook- fields í Surrey fyrir ári síðan af Peter Sellers. — Nú hefur hann komizt að raun um, að það liggur of langt frá Lond- on til að hann geti haft þar fast aðsetur. Á Brookfields er vealegt íbúðarhús frá 16. öld, sem hefur verið endurbætt og fært í nvtízkuhorf. Þar eru meðal annars mörg stór svefn herbergi, einkasundlaug, kvik myndasýningasalur og bifreiða geymsla fyrir 5 bifreiðar. Þar er lika nokkurt starfslið, sem einnig getur fylgt með í kaup- unum. Síðast, en ekki sízt, þá er umhverfið mjög fagurt, og er bæði skógur og veiðivatn í landareigninni. Nú vill Ringó helzt starfa áfram við kvikmyndaleik, en þá þarf hann að búa inn i mið borginni. Þess vegna verður hann að kveðja sveitasetrið sitt og selja það hæstbjóðanda. ---------------------— - N Ý SENDING Enskir kjólar Sídbuxur — rauðar, bláar, hvítar og köflóttar. TÍZKUVERZLUNIN Ilafnarstræti 92, Akureyri. Sími 11095. kjósendafund UM MÁLEFNI BÆJARINS NK. ÞRIÐJUDAG KL. 8.30 E.H. 1 SJÁLFSTÆÐISHÚSINU. (Nánar auglýst siðar). SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN Á AKUREYRI. Diskaþurrku- dregill LAKALÉREFT DÚKADAMASK ÞAÐ MARG BORGAR SIG að grerast fastur áskrifandL Ársáskrift kostar aðcins 300 krónur. Fyrir þær fáið þér um 90 tölublöð, fréttir og fróðleik í máli og myndum. Áskriftarsiminn er 21500. — . íslendingur-lsafold.“ Heildsala — Smásala. Dúkaverk- ^miðjan hf. við Glerárbrú, Akureyri. Sínii 11508. ísUpidiitgut -ísuiold

x

Íslendingur - Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.