Íslendingur - Ísafold

Útgáva

Íslendingur - Ísafold - 23.05.1970, Síða 12

Íslendingur - Ísafold - 23.05.1970, Síða 12
IMýja forystu i bæjarmálum Akureyrar x-D ■■■■■ I aHHm islendmwt -ísnfold Lagardagur 23. maí 1970. Misræmi í málflutningi 1 þeim sveitarsljórnarkosning- um, sem nú fara í hönd, er al- gjört misræmi í málflutningi Framsóknarmanna í höfuðborg- inni og á Akureyri. I höfuðborg- inni er línan sú, að auðvitað séu borgarstjórnarkosningar líka öðr- um þræði landmálapóiitískar. — Þetta er í samræmi við boðskap Ólafs formanns um, að þessar sveitarstjórnarkosningar geti veitt Framsóknarmönnum „Iykil að stjórnarráðinu.“ í Reykjavík hafa Framsóknarmenn því allt á horn- um sér um stefnu rikisstjórnar- innar. Hún á að hafa leitt allan ófarnað yfir þjóðina á öllum svið- um, en engu ráðið um það, sem betur hefur horft. Hins vegar minnast þeir sem allra minnst á borgarmálefni Reykjavíkur. Þann- ig heyja Framsóknarmenn kosn- ingabaráttuna sunnan heiða. Hér á Akureyri er þessu alveg öfugt farið. Þar á að kjósa um svonefnda forystu Framsóknar í bæjarmálum, einkanlega þó um þá furðulegu kenningu, að þeim einum hafi tekizt að útrýma at- vinnuleysi á Akureyri. Heldur er þar lítið minnst á landsmálapóli- tík og auðvitað alls ekki, að at- vinnuleysi hafi verið útrýmt á öðr um stöðum í landinu en á Akur- eyri, þótt þetta sé á allra vitorði. Eins og kunnugt er, hefur sem betur feri tekizt að ráða niður- lögum atvinnuleysis um allt land. Mikilsverðasta ástæðan er sú, að fylgt hefur verið skynsamlegri stjórnarstefnu og samvinna verið milli launþega og ríkisvalds um þá stefnu að nokkru leyti. Þeir, sem fylgjast með stjórnmálum, vita þó jafnframt, að Framsóknar- mönnum hefur verið lítið um þá samvinnu gefið, svo ekki sé dýpra tekið árinni. Þegar þessi misjafni málflutn- ingur Framsóknar syðra og nyrðra er felldur saman. kemur út held- ur spaugileg já, já — nei, nei- mynd af hentistcfnu þeirra. Sú Hkisstjórn, sem Framsóknarmenn hamast fyrst og fremst gegn í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík, hefur einmitt átt ríkast an þátt í því að skapa tækifæri til þess, sem þeir hæla sér af að hat'a afrekað á Akureyri, þ. e. a. s. að útrýma atvinnuleysinu, cins og annarsstaðar í landinu. Aftur á móti hafa svo Framsóknarmenn á Akureyri viðurkennt — með því að eigna sér alla forystu í bæjar- málum Akureyrar, og að um það eigi að kjósa norður á Akureyri, — að sveitarstjórnarkosningarnar snúast fyrst og fremst um málefni hvers staðar en ekki Iandsmál. — Þannig hafa þeir afsannað þá kenningu, sem þeir hafa í Reykja- vík. Með málflutningi sínum syðra og nyrðra í þessum sveitarstjórn- arkosningum hefur Framsóknar- fnönnum því enn tekizt að setja nýtt met í hentistefnu. Nú eru þeir í algjörri innbyrðis andstöðu um megininntak sveitarstjórnar- kosninganna í Reykjavík og á Akureyri. SJALFSTÆÐISHUSIÐ — Föstudagskvöld: Restaurant. — Laugardagskvöld: Skemmtikvöld. — Sunnudagskvöld: Restaurant. SJÁLFSTÆÐISHÚSIÐ, AKUREYRI. - SÍMI 12970. HÓPFERÐABÍLAR Höfum 14, 17, 22, 32, 38, 40 og 52 manna hópferðabíla, — einnig fjallabíla, 14 — 36 manna, til leiguferða. FERÐASKRIFSTOFA AKUREYRAR. SÍMI 1-14-75. I I I I I I I I I I I Útrýmdi Stefdn Reykjalín atvinnuleysi á öllu landinu? Furðulegustu hlutir geta gerzt. Nú kemur aldrci út dagsett blað af Degi, að ekki sé þrástagazt á því, að í rauninni eigi bara að kjósa í bæjarstjórn í samræmi við þá miklu staðreynd staðreynd- anna, að Framsóknarmönnum hafi tekizt að eyða atvinnuleysi á Akureyri! Önnur „smárnál," sem varða stjórn Akureyrar og mcira var minnst á í síðustu kosning- um, eins og FRAMKVÆMDAÁ- ÆTLUN SIGURÐAR ÓLA eða NÝTT AÐALSKIPULAG AKUR- EYRAR, koma nú allt f einu ekki kosningum við, enda hafa þessi mál sofið værum svefni undir stjórn Framsóknar í fjögur ár. Hvað útrýmdi þá atvinnuleys- inu á þeim stöðum, sem Fram- sóknarmenn stjórna ekki? Með þessari einföldu spurningu liefði ritstjóra Dags verið í Iófa lagið að auka útsýnina frá ristjórnar- skrifstofunni og leitt sjálfan sig og lesendur blaðsins í allan sann- leika um þetta mál, ef hann vill á annað borð nokkuð hafa hann um hönd. Allir vita, að atvinnu- leysi hefur, sem betur fer, verið útrýmt á öllu landinu. Þar er Ak- ureyri cngin undantekning. Ástæð an fyrir þessu er fyrst og fremst skynsamleg stjórnarstefna, sam- vinna atvinnurehenda og laun- þega og hagstæð ytri skilyrði fyrir þjóðarbúskapinn í heild. Meira fé hcfur auk þess verið útvegað til atvinnuuppbyggingar en nokkru sinni fyrr, sérstaklega á Norður- landi. Þetta kýs Dagur að horfa á með blindu auga, eins og Nelson forðum, til þess að geta búið til þá furðukenningu, sem öll kosn- ingabaráttan á að snúast um, — hvorki mcira né minna. Sem sagt, að Framsðknarmcnn hafi unnið það sérstaka afrek að útrýma at- vinnuleysi á einum stað á landinu, þ. e. a._ s. hér á Akureyri, í trássi við vond og illviljuð stjórnvöld! Þessi kenning ritstjóra Dags virðist svo sannheilög í huga hans að skrif hans urðu með úrillsku- legasta móti, þegar Isl.-ísafold Ieyfði sér að sýna fram á, hvað hefði í raun og veru þurrkað út atvinnuleysið á Akureyri. Bent var á, að hér hefðu komið til lán- veitingar Norðurlandsáætlunar og Atvinnuinálanefndar ríkisins, en hvorki meira né minna en tæp- lega 112 millj. ltróna hafa verið lánaðar frá þessum aðilum TIL ALLRA UMTALSVERDRA FRAM KVÆDA í BÆNUM á þessu og síðasta ári. Dagur var þó ekki aldeilis af baki dottinn. Hann svarar: Stefán Reykjalín er for- maður Atvinnumálanefndar Akur eyrar. Þurfa menn svo freltar vitna við? Þetta er rétt hjá Degi. Stefán er formaður þessarar nefndar, en þessi ágæta nefnd, sem í cru menn úr öllum flokk- um, hafði engin bein afskipti af þcssum Iánsútvegunum. Það starf hafði á hendi Atvinnumálanefnd Norðurlands. Formaður þeirrar nefndar er Lárus Jónsson. Stjórn Atvinnujöfnunarsjóðs hefur á liendi úthlutun lána vegna Norð- urlandsáætlunar. Þar er formaður Magnús Jónsson, fjármálaráð- hcrra. Formaður Atvinnumála- ncfndar ríkisins er forsætisráð- herra. Það ætti Dagur að muna, því hann sá sérstaka ástæðu til þess að atyrða hann fyrir þá fyr- irgreiðslu að lána Slippstöðinni 8 milljónir króna, og cinnig ætti Dagur að muna það fyrir þá sök, að Framsóknarmenn deildu á Bjarna Bcncdiktsson á þingi fyrir það, að þessi nefnd hefði lánað of mikið í Norðurlandskjördæm- in, en of lítið til Reykjavíkur! Efist Framsóknarmenn samt sem áður um, að ofangreindir Sjálfstæðismenn hafi haft meiri áhrif á fjárútvegun til fram- kvæmda á Akureyri en Steffin Reykjalín, þá skal spurt að lok- um: Hvað bjargaði þeim aum- ingja mönnum í þeim byggðum landsins, sem eiga cngan Stefán Rcykjalín? 'Hvað útrýmdi atvinnu leysi á landinu utan sjónarhrings Dagsritstjórans? Þess er vænzt, að skýr svör fáist við þeim spurn- ingum í Degi. Eitt af inörgum skotum Akurcyringa, en < 1' >; , v*??*?*' (Ljósmynd: HT.). ÍBK vann meistarakeppnina Nemenda- tónleikar Hinir árlegu nemendatónleikar Tón listarskólans á Akureyri verða nk. laugardag, sunnudag og mánudag, þ. e. 23., 24. og 25. maí. Á laugardag- inn verða tónleikarnir í Lóni kl. 17. Þar koma fram yngri nemendur skól ans og leika á píanó og fiðlur. Á sunnudaginn verða tónlcikarnir í Borgarbíói og hefjast kl. 15. Þar koma fram eldri nemendur skólans og leika á píanó. Tónleikarnir á mónudaginn verða einnig í Borgar- bíói og hefjast kl. 21. Þar koma fram nemendur Sigurðar D. Franzsonar og syngja einsöng, tvísöng og kórsöng. Aðgangur að öllum tónleikunum er ókeypis og allir velkomnir meðan hús rúm leyfir. KA-hlaupíð hið annað í röðinni, fer fram nk. laugardag og hefst á lþróttavellinum kl. 2 e.h. — Rétt til þátttöku hafa drengir og stúlkur, fædd á árunum 1956 — 1960, bæði ár meðtalin. — Skráning fer fram fyrir keppni. — Keppendur eru beðnir að mæta hálf- tíma fyrir keppni. — Frjálsíþrótta- deild KA. I’að urðu Akureyringum sár vonbrigði að sjá knattspyrnu- menn sína tapa fyrir Keflvíking um, er liðin léku sinn þriðja leik í meistarakeppni KSÍ hér á Akureyri, laugardaginn fyrir hvítasunnu. Akureyringar voru mun betri aðilinn að flestra dómi, en þeim tókst ekki að skora nema eitt löglegt mark, á móti tveim mörkum Keflvík- inga. Á annan í hvítasunnu fór svo fjórði og síðasti leikurinn fram í Keflavik. Þar sigruðu Keflvíkingar, 2:0, og höfðu þar með unnið kcppnina. Vonandi tekst Akureyringum betur upp í 1. deildar keppninni, sem nú er að hefjast. x-D Fólkið kýs ábyrgan meirihluta x-D

x

Íslendingur - Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.