Íslendingur - Ísafold

Tölublað

Íslendingur - Ísafold - 23.05.1970, Blaðsíða 9

Íslendingur - Ísafold - 23.05.1970, Blaðsíða 9
Hugleiðingar um umferðamál: ÞJÁLFUIM OG ÖKUÆFINGAR Margir ökumenn aka lítið yf- ir veturinn og á vorin, meðan vegir eru slæmir. Þessir menn fara úr þjálfun og það er dálít- ið alvarlegt, því það er einmitt stöðug æfing ásamt kunnáttu, sem góður akstur byggist á. — Enginn er góður ökumaður, nema hann hafi þetta hvoru tveggja til að bera. En til þess að öðlast það, þarf hver maður að leggja nokkuð á sig. Hann þarf að afla sér þekkingar á um ferðarmálum, og má í því sam- bandi benda á ýmis góð rit þar að lútandi, svo sem sjálf um- ferðarlögin frá 26. maí 1968, bókina „Akstur og umferð“ frá Ökukcnnarafélagi íslands, rit og bæklinga, sem tryggingafélög in hafa gefið út og afhenda tryggingartökum án endurgjalds og með ánægju, og fleira mætti nefna til leiðbeininga og frðð- lciks. Einnig er rétt að benda mönnum á að spyrja sér re.ynd- ari ökumenn um þau atriði, sem viðkomandi langar til að fræð- ast um og ber þá oft á góma, því ýmsir þeir, sem stundað hafa akstur lengi, eru margfróð ir og miðla gjarnan af vizlcu sinni. Um æfingu í alcstri má benda á, að það er góð regla að fara á einhvern afvikinn stað og æfa þar vel ýmis atriði, sem ekkl teljast mikilvæg, en gefa þó hverjum þeim, sem iðkar þau, aukið vald yfir bílnum og það er einmitt það vald, sein allir Gubmundur Karl ■— Framhald af bls. 7. stjórnum og nefndum, og eng- inn var fúsari að hlýða á mál annarra og taka fullt tillit til þeirra, en væri hann til kvadd- ur, var hann jafnan reiðubúinn til að veita aðstoð og láta hend- ur standa fram úr ermum svo um munaði. Þáttur Guðmundar ICarls í Rótary var aðeins örlítið brot af starfi hans að margháttuðum félagsmálum, en hvort tveggja er, að þátttaka hans í Rótary er mér kunnust og svo veit ég, að samstarfsmenn hans í öðrum fé lögum munu minnast hans í sambandi við þau. Ég ræði ekki heldur aðalstarf hans, læknis- starfið, það munu væntanlega aðrir mér færari gera, en af því starfi var hann fyrir löngu þjóð kunnur maður. Að lokum vil ég persónulega, og ég veit ég má líka gera það fyrir hönd allra félaga minna í Rótaryklúbbnum, votta eigin- konu Guðmundar Karls Pét- ursson, dætrum þeirra, systkin- um hans, liáöldruðum föður og öllu venzlafólki dýpstu samúð, og bið góðan Guð að senda þeim styrk og huggun. Þegar skært Ijós slokknar skyndilega, verður myrkrið kol- svart fyrst í stað, en smám sam- an aðlagast sjónin myrkrinu, og ný ljós tendrast svo að aftur rofar til. ölafur Jönsson. góðir ökumenn hafa yfir bíl sín um. Hann verður að hlíða öku- manninum skilyrðislaust, ef vel á að fara. Æfingar þessar geta farið fram á ýmsan hátt, t. d. má æfa sig í að taka bílinn af stað í halla, bæði aftur á bak og áfram, setja smá steinvölur á æfingasvæðið með millibili, sem er örlítið meira en breidd bílsins og aka svo á milli þeirra án þess að snerta þær, aka aft- ur á bak nákvæmlega að ein- hverjum ákveðnum hlut og jafn vel æfa akstur aftur á bak eftir spegli. — Þá er góð æfing að skipta um hjól og setja keðjur á. Allt þetta eykur á góð sam- skipti manns og bíls. — En munið að gefast ekki upp, þótt elcki gangi allt vel í fyrstu, og hætta ekki fyrr en góðum ár- angri er náö. Enginn ökumaður, sem ekki hefur því rneiri þjálfun að baki, ætti að hika við að fá einhvern æfðan kunningja sinn með sér í ökuferð og biðja hann að setja út á aksturinn og gefa góð ráð. Þar kemur margt til greina, t. d. þurfa ökumenn að sitja rétt und ir stýri, halda rétt um stýrið, hafa sætið á réttunr stað og þægilegt, horfa rétt frarn á veg- inn en stara ekki, meta fjarlægð og hraða á réttan hátt o. fl. Séu þessi atriði ekki í lagi, þreytist ökumaðurinn óeðlilega fjjótt og gerir langan akstur að fyrirkvíð anlegu striti í stað leiks og á- nægju, auk þess sem það getur valdið líkamlegu tjóni. Hikið ekki við að æfa akstur vel á fá- förnum stað og í umferðinni með þjálfuðum manni. Það er engum til vansa. En að fara æf- ingar- og kunnáttulítill út í um- ferðina, er til minnkunar, auk þess að vera stórhættulegt, og verið þess alltaf minnug, að í umferðinni er engum að treysta nema sjálfum sér. X. fSLENDINGUR-ISAFOLD - LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1970. lyWVvwVWWWVWWVWWVWWWVWVWWVVVW Gunnar Þóröarson. Ljósmynd: Sig. Stcfánsson. SINCER er sporum framar saumavél framtiðarinnar Nýr heimur hefur einnig opnazt ySur me3 Singer 720 nýju gerSinni, sem tæknilega hæfir geimferSaöldinni. Sjálfvirk spólun. sfc Öruggur teygjusaumur. & Stórt val nýrra nvtjasauma. Innbyggður sjálfvirkur hnappagatasaumur. jfc Keðjuspor. Á Singer 720 fáið þér nýja hluti til að sauma hringsaum, 2ja nála sauma, földun með blindsaum og margt fleira. Sölu- og sýningarstaðir: Liverpool Laugav. 20. Gefjun Iðunn Austur stræti 10. Dráttarvélar Hafnarstræti 23. RafbúS SÍS Ármúla 3 og kaupfélög um land allt. immmmNmmmmmmmmii GOLF- FRETTIR Gunnar Þórðarson sigr- aði með yfirburðum Sl. laugardag og sunnudag, 16. og 17. maí, fór frani hjá Goll'klúbbi Ak- urcyrar keppni uni svonefndan Mick- ey’s Cup, sem er 36 holu keppni, leik in með 3A forgjafar. — Þátttaka var allgóð, og árangur mjög góður iniðað við árstíma. — Gunnar Þórðarson, 18 ára gamall kyifingur og ákaflega efnilegur, tók þegar í fyrsta hring forystu, og hélt hcnni örugglcga út alla keppnina. — Baráttan um 2. og 3. sæti var ákaf- lega hörð milli Björgvins Þorsteins- sonar og Þcngils Valdimarssonar, sem Eldri kvenskátar safna til viðbygg- ingar Valhallar báðir eru einnig kornungir, en svo fór að lokum, að Björgvin varð einu höggi betri. Röð 5 efstu manna var annars þessi: 1. Gunnar Þórðarson 133 2. Björgvin Þorsteinsson 140 3. Þengill Valdimarsson 141 4.-5. Þórarinn B. Jónsson 144 4.-5. Sævar Gunnarsson 144 Næsta keppni Golfklúbbs Akureyr ar verður háð nk. laugardag og sunnu dag, 23. og 24. maí, og er þá keppt um svonefndan Gullsmiðabikar. — Leiknar verða 36 holur með fullri forgjöf. — Keppnin hcfst á laugdag kl. 13.30. Vanskil EF KAUPENDUR FA EKKI BLAÐIÐ MEÐ SKILUM, ERU ÞEIR VINSAM- LEGAST BEÐNIR AÐ lAta AFGREIÐSLUNA VITA. SÍMINN ER 2-15-00. Ískiídinmr ísuiold Þriðjudaginn 12. maí komu nokkrir eldri kvenskátar saman á fund í Hvammi. Tilefni fund- arin var fjársöfnun, sem þegar er hafin meðal eldri kvenskáta til viðbyggingar Valhallar. — f upphafi fundarins upplýsti tJlla Þormar, að söfnunin næini nú 17.000.00 kr., hefði þó aðeins verið safnað á Akureyri. Fyrir- hugað er að safna einnig meðal brottfluttra kvenskáta og hefur í því skyni verið haft samband við Áslaugu Guðlaugsdóttur í Reykjavik, sem mun annast mót töku peningagjafa þar. Sú upphæð, sem safnast kann skal verða afmælisgjöf til kven- skátafélagsins Valkyrjan á 50 ára afmæli félagsins árið 1972. Gjöfin á einnig að vera minn- ingargjöf um Brynju Hlíðar, er var foringi kvenskáta í mörg ár og stóð fyrir byggingu Valhall- ar á sínum tíma. I ráði er að hafa „opið hús“ í Valhöll einhvern laugardag snemma í sumar, geta þá full- orðnir kvenskátar komið með börn sín með sér, en þetta mun nánar auglýst síðar. Á fundinum var sýnd kvik- mynd frá Landsmóti skáta á Hreðavatni árið 1966, sungnir skátasöngvar og skemmt sér hið bczta. ÁLAFOSS KYNNIR ULLARGÓLFTEPPI OG ULLARMERKIÐ Þctta cr inerki fyrir hrcina, nýja ull.Við framlciðum cingöngu gólftcppi úr ull. Meira að segja úr íslcnzkri ull. Oy fuiltrúar Thc Intcrnational Wool Sckrctariat hafa komiö til okkar í verksmiöjuna. Rannsakað ullina. Rannsakað tcppinog hcimilaö okkur að merkja gólfteppin Itinu alþjóðlega gæðamcrki, Ullarmcrkinu: Eftirlíkingar eru margar. Þær heita ýmsum, ílnum crlendum nöfnum, en hafa eitt íslcnzkt samhciti: gerviefni. Engin framlciðandi kallar þau ull. Ekki einu sinni ullarlíki. Það yrði aldrci þolað. Ull vcx ekki á efnarannsóknarstofum. Hún vcx Á sauðkindinni. Kaupið örugga gæðavöru. Kaupið Álafoss gólfteppi! ÁLAFOSS MNGHOLTSSTRÆTI2. REYKJAVÍK. SlM113404 umboðsmenn um allt lund

x

Íslendingur - Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.