Íslendingur - Ísafold

Útgáva

Íslendingur - Ísafold - 23.05.1970, Síða 7

Íslendingur - Ísafold - 23.05.1970, Síða 7
ISLENDINGUR-ÍSAFOLD - LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1970. 7 Guðmundur Karl Pétursson, yfirlæknir — Minning Guðmundur Karl Pétursson kom hingað til Akureyrar sem yfirlæknir að spítalanum í nóv- ember 1936. Til þess tíma hafði héraðslæknir hér jafnframt ver- ið spítalalæknir, svo að Guð- mundur Karl var fyrsti læknir, sem ráðinn var sérstaklega til þess starfs. Hann hafði mjög góðan undirbúning til þess, — hafði tekið langhæsta lækna- próf, sem tekið hafði verið við Háskóla íslands, og síðan verið fjögur ár á handlæknisdeild'um hérlendis og erlendis að skyldu- vinnu lokinni. — Þessu starfi gegndi hann síðan til æviloka, eða í fullan þriðjung aldar. Og svo vill til, að sá tími skiptist nokkurn veginn jafnt á milli gamla spítalans og þess nýja. Guðmundur Karl var flest- um þeim kostum búinn, sem góðan lækni geta prýtt. Hann hafði skarpar gáfur, góða þekk- ingu á starfi sínu og eldlegan áhuga á því. Hann bar mjög mikla virðingu fyrir því og kost aði aldrei höndum til neins, sem snerti það, hversu mikil smá- atriði sem öðrum gat sýnzt að um væri að ræða. Hann var hamh’eypa til vinnu, bæði um átök og vinnuþol. En auk þess lagði hann í starfið lífsfjör sitt og þá persónutöfra, sem hann var gæddur umfram flesta aðra menn. Vinnuaðstaðan á gamla sjúkrahúsinu var erfið og bæði húsnæði og tækjabúnaði var á- bótavant í mörgu. Þó veit ég af eigin ^eynd, að þar var skilað starf; sem stóðst fyllilega sam- anburð við annað á sama tíma. Undírstaða þess árangurs var þrotl-’ns og vönduð vinna, enda gerði "firlæknirinn mildar kröf ur tii ^tarfsfólksins, en þó mest- ar til sín sjálfs. Þó að ekki tæk- ist þar allt eins og til var ætl- azt, há verður það aldrei metið né í tölum talið, hvert gagn sjúkliupum var að þeirri vinnu. Og fávísum læknanema, sem var undir handarjaðri Guð- munrlar Karls að uppgötva það starf sem hann hafði álpazt til að re"na að læra, hæfir aðeins að nn*a orð meistara Þórbergs: „Þar var mér hver dagur sem dýrðleg jól.“ Við tilkomu nýja sjúkrahúss- ins breyttist margt. Þar voru meiri og betri húsakynni, deilda skipting. meira starfslið og bætt vinnuskilyrði. En afstaðan til starfsms og sjúklinganna breytt ist ekki. Hinn sami andi sveif enn vfir vötnunum. Vinnudagur Guðmundar Karls einkum á meðan hann vann á gamla spítalanum við erfið skilvrði oq litla aðstoð, var þannm að hann vann svo lengi og á t>eim tíma sólarhrings, sem nauðsvn krafði. Revlulegir hvíldartímar, — svefn- og martartímar, — voru látnir víkja fvrir vinnunni. Það hlvtm- að hafa verið breytandi oft o° tíðum að halda heimili þar sem óvíst var og breytilegt frá degi til dags, hvenær hús- bóndinn kæmi heim og gæti átt sameiginlega stund með fjöl- skyldunni eða framkvæmt þær áætlanir, sem fjölskyldan kunni að hafa gert. Um leið og frú Ingu Karlsdóttur og dætrum hennar er vottuð samúð, skal henni þakkað fyrir að hafa bú- ið manni sínum það heimili, sem gerði honum mögulegt að lifa og starfa fyrir okkur hin svo sem hann gerði. Fjöldi sjúklinga úr nágranna- héruðum Eyjafjarðar leitaði til Guðmundar Karls, lágu á sjúkrahúsi hjá honum eða fengu fyrirgreiðslu utan þess. Ég komst að því fyrir nokkrum árum við athugun í tveim hrepp um í Breiðumýrarhéraði, að ekki væri þar til fjölskylda, sem ekki hefði átt heimilismann eða náinn ættingja undir lælcnis- hendi hjá honum. Hann stríddi mér gjarnan með því að nota orðalagið „frændur þínir Þing- eyingar“ um alla, sem bjuggu austan Vaðlaheiðar, einkum ef hann var ekki alltof hrifinn af þeim. Ég reyndi jafnan að bera hönd fyrir höfuð mér og afneita því, að ég væri eins konar sam- nefnari fyrir Þingeyinga. Hitt veit ég, að í dag má ég vera full trúi þeirra og bera fram kveðju þeirra og margfalda þölck til Guðmundar Karls, fyrir alla þá huggun og hjálp, sem fjöldi þeirra hefur sótt til hans. Þó að vinnudagur Guðmund- ar Karls væri oft langur úr hófi fram, þá tók hann sér tíma til að sinna öðrum áhugamálum sínum, en þau voru mörg. Þar á meðal var Læknafélag Akur- eyrar, en hann var formaður bess í tvo áratugi og virkur fé- lagi til dauðadags. — Það var aldrei logn á fundum þar sem hann var. Áhugi hans og kraft- ur gæddi lífi hvert það mál, sem fyrir var tekið, og það jafnt hvort sem maður var honum sammála eða ekki. En aulc milc- illa starfa fyrir félag oklcar og stétt, eiga margir læknar honum persónulegar þakkir að gjalda fyrir aðstoð og uppörvun ístarfi, og ég er einn þeirra. Mig bar fyrst að garði hjá Guðmundi Karli af tilviljun fyrir 25 árum síðan sem aðstoðarmann að sumarlagi. Ég vann hjá honum þrjú sumur og hef síðustu tutt- ugu ár starfað í næsta nágrenni við hann og til einskis manns leitað oftar þegar ég hef verið í vanda staddur. Ég veit vel, að Guðmundi Karli var lítið um yf irlýsingar um, hve mikið menn ættu honum að þakka. Þó hlýt ég að bera fram djúpa þökk mína fvrir aldarfjórðungs hand leiðslu og vináttu nú þegar ég kveð hann að leiðarlokum. Þóroddur Jónasson. t Ég var á leið í bæinn á þriðju dagsmorgni í síðustu viku. — Fyrsti maðurinn, sem ég mætti, sagði mér dánarfregn Guðmund ar Karls Péturssonar. Kaldur súgur fór hjá. Það var eins og þögn legðist yfir þennan bjarta morgun, og vor- ið unga stóð sem á öndinni. Bíl- arnir liðu hjá eins og skuggar, hljóðlaust, að mér fannst. öll- um, sem ég mætti, var þessi dapurlega fregn efst í huga. Mikill alvörublær hvíldi yfir byggðinni þennan morgun. Auðfundið var, hver ítök þessi vinnufúsi maður átti í hjörtum bæjarbúa. Öllum er eiginlegt að harma missi mikilhæfs manns, og nú sakna allir Akureyringar Guð- mundar Karls. Hann var vinur okkar allra. Flestir þurft til hans að leita, og allir átt það sameiginlegt, að treysta honum öðrum fremur. Guðmundur var maður heitra tilfinninga. Maður heilinda og þors, sem gelck óskiptur að hverju starfi, og ætlaði sér aldr- ei af. Hann gat stundum verið all harður, ef þess þurfti með, en mestri hörku beitti hann sjálfan sig. Vinnudagur hans var jafnan lengri en flestra ann arra, og ætíð var hann reiðubú- inn að koma til hjálpar. Ekki held ég að hann hafi litið á klukku við störf sín nema til viðmiðunar, — að keppa við tímann og afkasta meiru, gera betur. Kannske var það einmitt vegna þessa eiginleika öðrum fremur, að hann naut svo full- komins trausts og einstaks trún- aðar allra, sem til hans leituðu. Þess vegna harma hann nú bæjarbúar og fjölmargir fleiri, um leið og þeir renna þessa dag ana til hans þakklátum huga fyrir heilladrjúg störf. Þalcka honum öryggi hans, dirfsku og áræði. Hugsun hans og skynjun var alla tíð óvenju ör, og fylgdi hon um bví jafnan hressandi gust- ur. Hann var gamansamur al- vörumaður, mikill læknir, og hans hlýja hönd gaf mörgum nýja von. Guðmundur Karl Pétursson var fæddur 8. september 1901. Stúdent varð hann árið 1925 og lauk embættisprófi 1931. — Hann stundaði framhaldsnám í Svíþjóð, sótti frekari þekkingu bæði til Ameríku og Evrópu- landa síðar á ævinni. Á þann hátt fylgdist hann með framförum þeirrar greinar, sem hann helgaði krafta sína. Gott var að vita hann endur- nýja sig við uppsprettur hinnar erfiðu og síbreytilegu listar, sem læknislistin er, en betra þó að vita hans öruggu, styrku og græðandi hönd ekki fjarri. Nú er höndin kyrr. Vinnulú- in læknishönd hefur lagt frá sér áhöldin. Hvöt spor afburða- manns eru hljóðnuð og röddin þögnuð. Hið skærasta ljós lýsi honum á tímalausum vegum kyrrðarinn ar. Hann fór frá okkur á vori, þessi mikli og skapheiti vormað ur, og við stöndum fátækari eftir. Samborgarár þakka honum mikið og ósíngjarnt dagsverk. Hann skal nú kært kvaddur og þökkuð löng vinátta, geisl- andi gleði á góðri stund, ómet- anleg hjálp, hlýja og kyrrð á erfiðum tímum. Djúp samúð er vottuð eigin- konu, dætrum og öðrum vanda- mönnum. Þ. t Hvers vegna hann? Sú spurn ing hvarflaði mér fyrst í hug, er mér barst fregnin um hið svip lega fráfall Guðmundar Karls Péturssonar. Að vísu gekk ég þess ekki dulinn, að hann var alvarlega sjúkur, en flestir munu hafa vonað að hann væri lcominn yfir það erfiðasta og að umskiptanna yrði ekki svo slcammt að bíða. Hvers vegna hann? Hann, sem virtist búa yfir ótæmandi lífsfjöri og eldlegum áhuga. Hann, sem átti svo mörg áhuga- mál og ávallt var þess albúinn að veita hverju góði máli lið. Erjginn gat sem hann hvatt og leitt samferðamenn sína til starfa. Hver getur fyllt það skarð, sem orðið er við brott- hvarf þessa mæta manns? Við getum spurt, en tíminn hefur sinn hátt á um svörin. í svipinn getum við lítið annað gert en saknað og minnst, og er ekki minningin dýrmæt? Þeg ar við minnumst ágæts drengs og prýðilegs félaga, er hann á vissan hátt ennþá mitt á meðal okkar, því fordæmi hans og á- hugi lifir og hvetur til dáða. Kynni mín og Guðmundar Karls urðu löng og all fjöl- breytt, en öll voru þau góð og indæl. Ekki verða þau rakin hér, en mér er óhætt að full- yrða, að í þeim samskiptum var ég nær ávallt þiggjandi, og vil ég nú flytja honum einlægar þakkir fyrir þau öll. Guðmundur Karl var þátttak andi í mörgum félögum og at- hafnasamur í þeim flestum. Til- gangur minn með þessum fáu og fátæklegu orðum átti fyrst og fremst að vera sá að minnast starfa hans í einu þessara fé- laga — Rótaryklúbb Akureyrar, en þar áttum við um langt skeið samleið. Guðmundur var einn af stofnenduin klúbbsins og forseti hans nær frá upphafi, og þar til klúbburinn hlaut sína löggildingu og starfsbréf, 1942, eða í fjögur ár. Hann hafði því allan veg og vanda af því að lcoma þeim félagsskap á fót og festa hann í sessi. Varla þarf að taka það fram, að Guðmundur Karl tólc alltaf með lífi og sál þátt í athöfnum klúbbsins, hvort heldur var um alvarlevar athafnir eða glað- værð og skemmtun að ræða. Hann mætti flestum betur á fundum klúbbsins og grunar mig, að hann hafi oft lagt nokk uð á sig til þess að missa ekki af mætingu. Hann tók líka öll- um betur þátt í kynnisförum klúbbsins, skemmtunum hans og samkomum umdæmisins, og ávallt var hann hvetjandi og örfandi til góðra athafna og þjónustusamlegra starfa. Það er staðreynd, að miklir áhugamenn geta orðið þreyt- andi, en það henti aldrei Guð- mund ICarl. Til þess var eldmóð ur hans of einlægur, málflutn- ingur hans of léttur og skemmti Iegur. Hann lét aldrei standa við hvatninguna eina, heldur var hann ávallt reiðubúinn til að táka forustuna og hefja starf ið. Hann var ávallt hinn sanni og einlægi Rótaryfélagi, óþreyt- andi, ósérhlífinn og samstarfs- mönnum sínum ákjósanleg fyr- irmynd. Þess vegna söknum við hans sárlega úr hópnum, um leið og við minnumst hans með einlægri virðingu, aðdáun og þökk. Nú má enginn ætla, af því sem hér hefur verið sagt, að Guðmundur Karl hafi verið ráð ríkur og afskiptasamur urn skör fram í þeim félagsskap, sem hann var þátttakandi í. Honum var það víðs fjarri að grípa fram fyrir hendur á löglegum Framh. á bls. 9.

x

Íslendingur - Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.