Íslendingur - Ísafold

Tölublað

Íslendingur - Ísafold - 23.05.1970, Blaðsíða 6

Íslendingur - Ísafold - 23.05.1970, Blaðsíða 6
6 ÍSLENDINGUR-ÍSAFOLD - LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1970. VÍSNABÁLKUR fltt.fi' KAÍÍ VIHítK! li Jí! ."iíihi u-ii.Vií.t Vtt 1 tnu\- it.i m.'H Ui U t i >. rtí ítikörtvísi a! Ltr'íitö ÍJjíJaiást ftön/tf, ftjnsmníis Kinístifsr fig nL fíitm.^ÍMiinKf.tS, i■íi w uS StAlíSlU tóiuhjltái AM — fH ilftið hlí«t li'J.Á jl’.l il! i.j.l «íj ii.Uttl «jíis 'í r<má» riíA.K-.íu W\ SiiV frwm-. kojiut tx mmh ftíiu \\f> ftukiíHi&íaj lilij.iímti tfi tjtm — : híígii B'löríi &jélít3jr Stíl »H 'Immk v<stm* vwlaíáðlhnk^liiÉM tU vefs»«fc» ly tít Ofanrituð frétt birtist í síðasta tbl. AM-ens, og varð þessi vísa til eftir lestur fréttarinnar: ÖVISSAN RÍKIR ENN. Otburðarmaðurinn illa að vonum sig bar, því ekki viss’ann til fulls, hvað hann var að boða, hvort „karton” eða klósettpappír það var, sem ltappinn Björn vildi aftan í ritstjórann troða. Ólt. höf. HEYRT A GÖTUNNI: Vel sé AM-ens ættarlauki, ef hann verður hér um kjurrt. Sumir Iesa „Svar frá Hauki,“ sumir bara „Heyrt og spurt.“ Þorskabítur. NÝ VIÐHORF 1 hnignun með þjóðum er heilaga þrenningin, hækka menn óðfluga stjórnmála- spenninginn. Sögð er í uppvexti samskóla- menningin, sálleysis frumstæða hópeldis- ltenningin. S. J. GRAFSKRIFT Hann var léttur heims á vog, heyrnarlaus og gleyminn, matgráðugur, montinn og mikið upp á heiminn. Þá eru nú farfuglarnir flestir komnir, þó ekki hafi ailir heyrt í spóanum. Um hann hefur minna verið kveðið en lóuna, þröstinn og maríuerluna, en Jóhann Magnússon á Mælifellsá hefur þó gert þeim prúða fugli verðugan óð: Blíð er ró í bóli því, byggt sem spóinn hefur, hvað eyglóin geislum í græna móinn vefur. Þú minn lræri lipur ljóð lézt í gær mig heyra, gaman væri, að með óð eitthvað færir meira. Blaðið leitar upplýsinga um höf- und eftirfarandi vísu, er kveðin var við kosningarnar 1942, er allmargir afbrotamenn höfðu verið sviptir kjörgengi og kosningarétti: Gott eiga dæmdir glæpamenn, glæp frá Ieystir vera slíkum: að þurfa að kjósa á Alþing enn einhvern stærri af sínum likum. Og verið svo duglegir, góðir les- endur,að senda okkur vísur og kviðlinga, nýja eða gamla. IMokkrir þættir úr málefnayfir- lýsingu Sjálfstæðismanna á Akureyri við bæjarstjórnarkosn- ingarnar 31. maí næstkomandi ATVIIMIMIJIVIAL Til þess að ná fyrrgreindu markmiði í vexti atvinnulífsins, sem veitt geti ungum og öldnum nægilega fjölþætta og örugga atvinnu, lýsa Sjálfstæðismenn yfir þeirri grundvallarstefnu sinni, að fyrst og fremst beri að virkja fjármagn, þekkingu og atorku einstaklinga og félagssamtaka til aukinna atvinnuum- svifa, en fjármagn bæjarfélagsins eigi hins vegar að hagnýta fyrst og fremst til þess að vinna að þeim fjölmörgu verkefnum, sem eru í verkahring þess og sífellt skortir fé til að framkvæma. Sjálfstæðismenn stefna að því, að í þessu skyni verði nútíma- aðgerðum beitt, svo sem gerð áætlana og að ný þekking og tækni verði hagnýtt við stjórnun atvinnufyrirtækja, þar sem öflug, fjárhagslega arðbær og vel rekin fyrirtæki eru horn- steinar meira atvinnuöryggis og bættra lífskjara almennings. í þessu sambandi minna Sjálfstæðismenn á ný Viðhórf, sem gerbreyta til batnaðar almennum skilyrðum til eflingar atvinnu- lífsins. Þar koma til hugmyndir og fjármagn Norðurlandsáætl- unar, sem þegar hefur verið hagnýtt til verulegrar atvinnuaukn- ingar hér á Akureyri, hinn öflugi Iðnþróunarsjóður, nýr Út- flutningslánasjóður iðnaðarins og tollfrjáls markaður 100 millj- ón manna í EFTA-löndunum. Algjört skilyrði þess, að þessi heilbrigða stefna í atvinnumál- um nái fram að ganga er á hinn bóginn, að rétt sé á málum haldið frá hálfu bæjaryfirvalda. Þau þurfa að hvetja til og auðvelda vaxandi atvinnuumsvif. Til þess þarf nolckurt fjár- magn, t. d. eflingu framkvæmdasjóðs bæjarins, en umfram allt þarf að koma til framsýn og traust forusta bæjarstjórnar um aðgerðir í atvinnumálum, sem hafa mikil keðjuáhrif út frá sér. Hér skal minnt á noklcur stórverkefni, sem slíka forystu bæj- arstjórnarinnar þarf til á næsta kjörtímabili og hafa mundu víðtælc vaxtaráhrif í öllu atvinnulífi bæjarins. • Bygging nýrra og hentugra togara til aukinnar hráefnis- öflunar fyrir fiskiðnaðinn og áframhaldandi þróun hans. • Útvegun nýsmíðaverkefna til Slippstöðvarinnar til langs tíma, sem geti orðið grundvöllur vaktaskipulags í fyrirtælc- inu, stóraukið heildartekjur bæjarbúa og nýtt betur fjár- festingu öflugustU skipasmíðastöðvar landsins. • Hagnýting nýrra vinnubragða til eflingar almenns iðnað- ar, svo sem byggingar staðlaðs iðnaðarhúsnæðis til út- leigu og endursölu til sjálfstæðra iðnrekenda. • Gerð framlcvæmdaáætlunar varðandi ferðamál, sem hvetti til skipulegra vinnubragða hótelrekenda o. fl. aðila í bættri ferðamannaþjónustu, sem auðsætt er, að hér á mikla fram- tíð fyrir sér. • Staðarval orkufrekrar stóriðju við Eyjafjörð, ef þess er nokkur kostur eftir nákvæmar rannsóknir. Engin einstök aðgerð hefði meiri örvunaráhrif á allt atvinnulíf Akureyr- ar vegna þeirra auknu tekna, sem slíkt fyrirtælci myndi skapa í byggðarlaginu. Bæjarstjórn þarf að hafa forystu um úrbætur í aðstöðu til aulcins vaxtar þjónustuatvinnugreina hér á Akureyri, svo sem með áframhaldandi byggingu vöruhafnar, flutningi ýmissa op- inberra þjónustustofnana til Akureyrar, samvinnu við nágranna byggðir um samgöngubætur til þess að auðvelda Norðlendingum samskipti þannig, að Norðurland allt verði viðskiptaleg og menningarleg heild. ORKIJIIiAL Grundvöllur atvinnumálastefnu Sjálfstæðismanna er stór- felld aukning orkuvinnslu. Þess vegna styðja þeir eindregið á- form um virkjun Laxár og að kannaðar séu jafnframt til hlítar þær leiðir til orkuöflunar vegna stóriðju, sem til greina koma og sú leið valin, sem hagkvæmust er. Haldið verði áfram nauðsynlegum borunum eftir heitu vatni og rannsóknum að Laugalandi í Hörgárdal og þannig hraðað sem mest áætlunum um hitaveitu fyrir Akureyri, svo hefja megi framkvæmdir hið fyrsta að fengnum jákvæðum niður- stöðum. HIJSIMÆÐISMÁL Sjálfstæðismenn fagna þeim stórauknu áformum um bygg- ingar íbúðarhúsnæðis, sem uppi eru hér á Akureyri nú í vor, þar sem auðsætt er, að aukin fólksfjölgun og atvinnuumsvif sem þeir stefna að, hefur í för með sér verulega aulcna þörf íbúðarhúsnæðis, einkum fyrir ungt fólk. Til þess að tryggja slíka þróun, stefna þeir að eflingu byggingarlánasjóðs bæjar- ins og áframhaldandi íbúðarbyggingum til útrýmingar heilsu- spillandi húsnæðis. Þeir vilja ennfremur, að bæjarstjórn hag- nýti allt fáanlegt fjármagn til íbúðabygginga og sjái um, að jafnan séu tilbúnar nægilega margar byggingalóðir. Það er ein- dregin slcoðun og stefna Sjálfstæðismanna, að allar bygginga- framkvæmdir á vegum bæjarins beri að bjóða út. SKÓLAMÁL í samræmi við meginmarkmið bæjarmálastefnu Sjálfstæðis- manna á Akureyri leggja þeir höfuðáherzlu á, að hinni upp- vaxandi kynslóð verði búin sem bezt uppeldis- og þroskaskil- yrði og sem fjölþættust menntunaraðstaða. í því sambandi benda þeir sérstaklega á eftirfarandi atriði: • Að nú þegar verði byggður skólinn í Glerárhverfi og hrað- að undirbúningi skólabyggingar í Lundshverfi. • Að allt skyldunám barna og unglinga fari fram innan eins og sama skóla. • Að veitt sé aðstaða til fullkomins tækniskólahalds á Ak- ureyri og stefnt að því að Tækniskóli íslands flytjist þangað. • Að bætt sé starfsaðstaða undirbúningsdeildar Vélskóla Is- lands. • Að stofnsettur verði verzlunarskóli á Akureyri.

x

Íslendingur - Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.