Faxi

Árgangur

Faxi - 01.07.1945, Blaðsíða 2

Faxi - 01.07.1945, Blaðsíða 2
2 F A X I Þórður Helgason Fáir munu trúa því, sem sjá Þórð Helgason og eiga tal við hann, að hann sé orðinn hálfáttræður, svo unglegur er hann bæði á sál og líkama. En samt er þetta nú svona. Hann varð 75 ára 17. júní s. 1., á sjálfum sigurhátíðisdegi þjóðarinnar, er hún minntist afreka, sem frelsishetjur hennar frá liðnum öld- um fengu áorkað með fórnfýsi og þrot- lausri baráttu fyrir frelsi hennar og sjálfstæði. Þá, sem þekkja andlega hæfi- leika Þórðar, skarpskyggni hans á þjóð- leg vandamál og síungan, fróðleiks- þyrstan og stálminnugan huga hans, furðar ekkert á þeirri skemmtilegu til- högun forsjónarinnar, að láta hann ein- mitt fæðast þennan þjóðlega merkisdag. Landsins huldu vættir og heilladísir vorsins eru sjálfsagt ráðgefandi um nið- urröðun slíkra atburða. Þórður ann líka frelsi lands og þjóðar. Það hefi ég eftir greinargóðum nábúa hans úr heimasveitinni, að þegar ungmenna- félagið þar í sveit var að festa rætur og átti örðugast uppdráttar, sökum skiln- ingsleysis og vanafestu gamla tímans, þá hafi það átt góðatn og öruggan talsmann þar sem Þórður var, enda hlýtur svo að hafa verið, því enn hefur hann mikinn og æsku þrunginn áhuga fyrir hverri nýtilegri hugsun og hverju drengilegu átaki sem miðar að því að efla hag lands og lýðs. Þórður Helgason er Rangvellingur að annaðhvort fyrir geymslu eða smíða- hús, eða eitthvað annað. Kostnaðarverð á hverja íbúð er áætlað af húsameistara ríkisins 85 þúsund krónur. Lög um verkamannabústaði eru frá 1935. Með þeim lögum er ákveðin stofn- un Byggingarsjóðs verkamanna. Sam- kvæmt þeim geta íbúar kauptúna og kaupstaða stofnað með sér byggingar- félög, ef viðkomandi hreppsnefndir og bæjarstjórnir telja þörf opinberrar að- stoðar til að bæta úr húsnæðisþörf manna. Byggingarsjóður lánar bygging- arfélögunum allt að 75% byggingar- kostnaðar. Skilyrði fyrir lánveitingum Sjötíu og fimm óra: ætt og uppruna. Árið 1900 giftist hann konu sinni, Gróu Erlendsdóttur, og hóf búskap í sömu sveit. Eignuðust þau hjónin 13 mannvænleg börn. Vorið 1904 fluttist Þórður búferlum út í Flóa, en þar bjó hann síðan í 31 ár, eða til þess tíma, er þau hjónin brugðu búi og fluttust til Keflavíkur til dóttur sinnar Guðbjargar, er þá var gift Ragn- ari Guðleifssyni. Hafa þau hjónin ávallt síðan dvalið í húsi þessa tengdasonar síns. Þórður Helgason er óskólagenginn maður. Á uppvaxtarárum hans þótti annað hentara við tímann að gera, en að eyða honum á skólabekk, enda var þá fátt um skóla í landinu og engir við hæfi efna-lítils alþýðufólks. En samt gekk Þórður í skóla. I skóla lífsins og reynslunnar svalaði hann sinni næmu menntaþrá. Athyglisgáfan og gott minni héldust í hendur við að tileinka hon- um það sem nýtilegt bar á góma í kring um hann og tómstundirnar, sem oftast voru af skornum skammti, voru að sama skapi vel notaðar við lestur góðra bóka, sem þá munu fyrst og fremst hafa verið Islendingasögurnar, Fornaldar- sögur Norðurlanda og Noregskonunga- sögur, en í þeim fræðum kann Þórður langa kafla utanbókar. Þá munu rím- urnar, þjóðsögurnar og tímaritin hafa átt hauk í horni, þar sem Þórður var. Auk bústarfa sinna og annarar erfið- úr sjóðnum eru meðal annars þau. að bæjarfélag eða ríki sjái viðkomandi byggingarfélagi fyrir lóðum undir byggingarnar, að teikningar séu sam- þykktar af stjórn Byggingarsjóðs, að húsin séu reist úr varanlegu efni, og í hvívetna vandað til þeirra. Þegar bygg- ingarfélag hefur lokið byggingu íbúð- anna, selur það þær félagsmönnnum, sem óska að fá þær keyptar, í þeirri röð, sem þeir gengu í félagið. Kaupandi greiðir þá 25% af kostnaðarverði húss- ins, en afganginn fær hann lánaðan til 42 ára, og eru afborganir og vextir af láninu til samans 4%. Þórður Helgason. isvinnu fékkst Þórður ávallt nokkuð við smíðar, einkum járnsmíðar, enda er hann verkhagur maður. Enn þá má heyra hamarinn syngja við steðjann í smiðju hins hálf áttræða öldungs og í þeim söng kennir engra ellimarka. Nú um nokkurt skeið hefur Þórður verið umsjónarmaðúr barnaskólans í Keflavík og hefir hann gegnt því starfi af mikilli skyldurækni og trúmennsku, þrátt fyrir mjög erfið starfsskilyrði. I Málfundafélaginu Faxi hefur hann ver- ið um nokkur ár og er nú formaður félagsins. Hann er góður ræðumaður og rökfastur í skoðun. Félagslyndur er Þórður svo að af ber, og má sem dæmi upp á það nefna, að enn hefur hann ekki vantað á einn einasta fund í félag- inu síðan hann gekk í það fyrir nálega 5 árum og hefur þó félagið á þeim tíma Byggingarmál kauptúna og kaup- staða eru einhver mestu vandamál, sem úrlausnar bíða í framtíð. Fólkinu fjölg- ar stöðugt við sjóinn, en um leið aukast húsnæðisvandræðin. Þegar dýrtíð er mikil eins og nú, er ill-kleift fyrir al- menning að ráðast í byggingarfram- kvæmdir eftir venjulegum leiðum, fá dýr lán í lánsstofnunum, og skuldbinda sig til að greiða þau á fáum árum. Lágir vextir og litlar afborganir, sem dreifast á mörg ár, virðist vera eina tryggingin fyrir því, að menn geti verið sæmilega öruggir með að geta haldið húsum sín- um, enda þótt tekjur rýrni, og fjárhags- legir örðugleikar vaxi frá því sem nú er.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.