Faxi

Árgangur

Faxi - 01.07.1945, Blaðsíða 8

Faxi - 01.07.1945, Blaðsíða 8
8 F A X I ÞORSTEINN ÞÓRÐARSON skipstjóri á m.b. Faxa, var aflakóngur Sandgerðinga vetrar- vertíðina 1944. 17. júní kepptu 1. fl. úr Fram og 1. fl. úr Knattspyrnudeild U.M.F.K. Veður var hið ákjósanlegasta, en völlurinn svo háll, að varla var stætt á honum. Þetta kom sérstaklega illa niður á Frammar- ana, sem eru vanir að spila á malar- velli, sem verður sjaldan eða aldrei háll. Þrátt fyrir þetta, var leikurinn nokkuð góður og sýndu báðir aðilar mörg vel uppbyggð upphlaup, þó og sér- staklega Keflvíkingarnir. Áttu Kelfvík- ingarnir völ á marki og kusu að leika á efra markið. Hófu Frammarar strax sókn úr miðju, sem brátt var hrundið af hinni ágætu vörn Keflvíkinganna, sem er aðalkjarninn í liði þeirra. Gekk nú á ýmsu þar til Rósi, eftir prýðilega gott upphlaup, gaf bolltann inn fyrir bakverði, þar sem Bóbó tók við honum og skoraði mark með vinstrifótar skoti. Endaði fyrri hálfleikur því með 1:0, Keflvíkingum í hag. Þegar síðari hálf- leikur hófst, kom strax í ljós, að Kefl- víkingar höfðu mikla yfirburð. Lá bolt- inn yfirleitt á vallarhelmingi Frammar- anna. Þrátt fyrir það tókst Keflvíking- um ekki að setja mark og munaði þó oft mjóu, enda var spenningur áhorf- enda mikill. Gerðu Keflvíkingarnir GARÐAR GUÐMUNDSSON var aflakóngur Sapdgerðinga síðastliðna vetrarvertíð. Hann var skipstjóri á m.b. Víði, G. K. 510 og aflaði 1700 skpd. M.b. Víðir er 26 rúmlestir að stærð. Garðar Guðmundsson er 27 ára gamall og hefur verið formaður síðastliðin 3 ár. Hann er sonur Guðmundar Jónssonar útgerðar- manns frá Rafnkelsstöðum i Garði, eiganda m.b. Viðis. mörg góð og hættuleg upphlaup, en þau báru ekki árangur og var það mikið hálkunni að kenna. Þegar upp í mark er komið, þurfa menn að vera afar- snöggir og viðbragðsfljótir, ef þeir eiga að ná skoti á markið. En ef einhver ætl- aði að vera viðbragðsfljótur, endaði það þannig, að hann lá flatur á jörðinni. Þegar nokkuð var liðið á seinni hálf- leik, hófu Frammarar upphlaup á vinstri kanti. Hægri framvörður Kefl- víkinganna gerði þá árás á malminn, sem hljóp með bolltann upp, en hún bar ekki árangur. Hægri bakvörður varð þá að gera aðra árás á manninn, svo að ekki yrði vaðið með bolltann upp í mark. En við það opnaðist svæði fyrir framan mark, og þegar bolltinn var gefinn fyrir, skoraði einn úr fram- línu Fram mark. Færðist nú mikill hiti í leikinn. Hóf tríó Keflvíkinganna strax upphlaup, sem leit út fyrir að verða hættulegt, en var stöðvað á síðustu stundu. Endaði leikurinn þannig. Lið Keflvíkinganna er yfirleitt gott. Vörnin er hörð og enginn hægðarleikur að kom- ast í gegnum hana. Framverðir og bak- verðir dekkuðu vel. Framlínan er einn- ig sæmilega góð, þó vildi það brenna við að kantmenn gáfu boltann ekki nógu snemma fyrir markið, þar sem aðalatriðið er, að bolltinn sé gefinn rétt fyrir framan tríóið, þegar upphlaup stendur sem hæst, af því að þá hafa mótstöðumenn engan tíma til þess að dekka. Með Fram kepptu tveir meistara- flokksmenn og er annar talinn vera bezti maður í meistaraflokki Fram. CB A FRÁ HREPPSNEFND KEFLAVÍKUR Hreppsnefnd Keflavíkur hefur nýlega lokið við niðurjöfnun útsvara. Var að þessu sinni jafnað niður kr. 869.495,00 á 538 gjaldendur. Árið 1944 var jafnað niður kr. 774.800,00 Hér fara á eftir hæstu útsvörin 5 þús. og yfir: Albert Bjarnason, útg.m..... 6850,00 Bræðslufélag Keflavíkur .... 20000,00 Björninn h.f.................... 7000,00 Dráttarbraut Keflavíkur h.f. 28740,00 Eggert h.f...................... 7000,00 Eyjólfur Ó. Áöberg, kaupm. 6180,00 Geir goði h.f................... 5500,00 Guðfinnur s.f................... 7595,00 Guðm. Kr. Guðmundss. sk.stj. 9930,00 Hólsberg h.f.................... 5000,00 Hraðfrystihús Keflavíkur h.f. 20395,00 Hraðfrystihús Keflavíkur h.f. 15380,00 ísfélag Keflavíkur.............. 7160,00 Jóhann Guðnason, kaupm. . . 9500,00 Jökullh.f....................... 8000,00 KRON, Keflavík.................. 9500,00 Keflavík h.f................... 23035,00 Keflvíkingur h.f................ 7000,00 Nýja bíó s.f................... 11930,00 Ólafur S. Lárusson, útg.m. . . 6340,00 Ólafur Magnússon s.f............ 6955,00 Sigurbjörn Eyjólfsson, útg.m. 8835,00 Sverrir Júlíusson, forstjóri . . 7125,00 Þorsteinn Þorsteinsson, verzl. 7150,00 Ólafur E. Einarsson h.f........ 32700,00 Tekjur og gjöld Keflavíkurhrepps árið 1945 eru áætluð þannig: Tekjur: Hreppsvegagjald ............... 2.000,00 Húsaleigur ................... 10.000,00 Skemmtanaskattur.............. 18.000,00 Fasteignaskattur.............. 25.000,00 Útsvör ...................... 869.495,00 Samtals kr. 924.495,00 Framh. á bls. 9. From — U.M.F.K. 1:1

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.