Faxi

Árgangur

Faxi - 01.07.1945, Blaðsíða 7

Faxi - 01.07.1945, Blaðsíða 7
F A X I 7 Bátar at Suðurncsjum, er ætla að slunda síldveiðar fyrir norður- landi í sumar eru flestir farnir, en þeir eru þessir: Gyllir, Keflavík. Báran, Grindavík. Keflvíkingur, Keflavík. Bjöminn, Keflavík. Hólmsberg, Keflavík. Hilmir, Keflavík. Bjarni Ólafsson, Keflavík. Guðný, Keflavík. Reykja- röst, Keflavík. Geir Goði, Keflavík. Ingólfur, Keflavík. Fróði, Njarðvík. Bragi, Njarðvík. Jón Finnsson, Gerðum. Víðir, Gerðum. Garð- ar, Gerðum. Guðmundur Þórðarson, Gerðum. Trausti, Gerðum. Hrönn, Sandgerði. Nokkrir bátanna eru með hringnætur. Veið- arfæri þetta er ekki mikið reynt hér á landi, en hefur hlotið góða dóma. Utgerð með slíkri nót er ódýrari og ekki eins mannfrek og gömlu næturnar. Þess má vænta að þær eigi eftir að riðja sér mjög til rúms hér á landi, einkum til notkunar á smærri bátum. Tveir þessara báta eru alveg nýhlaupnir af stokkunum — á leið í sína fyrstu veiðiför. Fróði er smíðaður í Dráttarbraut Innri- Njarðvikur, yfirsmiður Bjarni Einarsson. Fróði kvað vera mjög svipaður og m.b. Bragi að stærð og gerð enda gerður af sama manni. Egill Jónasson o. fl. er eigandi þeirra beggja. M.b. Reykjaröst er smíðaður i Skipasmíða- stöð Marselíusar Bernharðssonar, ísafirði. Báturinn mun vera 50—60 tonn að stærð og allur hinn vandaðasti. Eigendur hans eru Helgi S. Jónsson, Margeir Jónsson o. fl. J. Nú fyrir skönimu hóf Þorbjörn Einarsson, Keflavík, nám í flugi. Hann hefur nú lokið fyrsta námskeið- inu, en það er í svifflugi. J. Tveir Keflvíkingar eru nú komnir heim frá Ameríku, en þar hafa þeir dvalið eitt ár við framhaldsnám i verzlunarfræðum. Það eru þeir Arnbjörn Ólafsson, sem nú hefur tekið við sínu fyrra starfi á skrifstofu lögreglustjórans og Bjarni Albertsson, sem vinnur nú við byggingu hrað- frystihúss er faðir hans og fleiri eiga, en hann kynnti sér einnig nýjustu tækni í vinnslu fiskjar með hraðfrystingu í Ameríku. J. Sýslunefnd Gullbringusýslu hélt aðalfund sinn 26. júní s. 1. Meðal styrkja sem samþykkt var að veita úr sýslusjóði árið 1945, var samþykkt að veita til reksturs sund- laugarinnar í Keflavík kr. 3000,00, til starf- andi bókasafna í sýslunni kr. 500,00 til hvers, til Unglingaskóla í sýslunni kr. 500,00 til hvers, til sjúkrahúsbyggingarinnar í Keflavík kr. 50.000,00, enda taki læknishéraðið við bygg- ingunni áður en upphæðin er greidd. R. Alferð Gíslason lögreglustjóri í Keflavík, varð fertugur 7. júlí s. 1. Gjafir til sjúkrahússins. Nýlega hefur Guðmundur Kr. Guðmunds- son og kona hans gefið til sjúkrahúsbygging- arinnar kr. 2000,00 til minningar um feður sína. Einnig hefur Karl G. Magnússon og kona hans gefið til byggingarinnar kr. 500,00. Rauðkrossdeild Keflavikur hefur veitt þess- um gjöfum móttöku og beðið blaðið að færa gefendum þakkir fyrir. Hlutabréf Útgerðarfélags Keflavíkur h. f. eru nú afhent daglega á skrifstofu Sjúkra- samlags Keflavíkur. Þeir sem ennþá hafa ekki vitjað þeirra, ættu að gera það fyrir 15. þ. m. Jónína Guðjónsdóttir, form. Kvennadeildar Slysavarnafél. Keflav. varð fimmtug 11. júlí s. 1. Jóna, eins og flestir kalla hana, er Keflvikingur að góðum kunn, sakir margháttaðra menningar og mannúðar- starfa, einkum þó á sviði félagsmálanna. Um langt skeið fékkst hún hér við smá- barnakennslu, auk þess sem hún þá um leið var handavinnukennari við barnaskólana. Fórust henni þau störf prýðisvel úr hendi, enda muna þau hafa látið henni mjög vel. Hún hefir verið gæzlumaður barnastúkunnar hér um langt skeið, ásamt systir sinni Guð- laugu kennara. Hefir stúkan blessast og blómgast undir forsælli og kærleiksríkri stjórn þeirra systra. Jóna á sæti í barna- verndarnefnd Keflavíkur, sem hefir verið vandasamt starf nú að undanförnu. Auk þess, sem hér er drepið á, hefir Jóna hlúð að og aukið ýmislegt það sem horfir til heilla hér í Keflavík og þó alveg sérstaklega það, sem varðar málefni æskunnar. H. Einn af þeim, sem lék í Skugga-Sveini í vetur, og hlaut af mikla hylli — jafnvel vott af frægð — og það ekki að ástæðulausu, var að lesa lofsamleg ummæli A. G. um hátíða- sýninguna „Mjallhvíta móðir“. Þar las hann: „----Jón Þórarinsson náði svo góðum tökum á sínu hlutverki, að óhætt er að fullyrða, að betri leikur hefur ekki verið sýndur hér í Keflavík af innanbæjarmanni — og þótt lengra væri jafnað.----“ Þegar hér var komið lestr- inum varð honum að orði: Skyldi hann ekki telja mig innanbæjarmann ennþá, bannsettur, og er ég þó búinn að borga útsvarið. F AXI Blaðstjóm skipa: Hallgr. Th. Bjömsson, Jón Tómasson, Ragnar Guðleifsson. Blaðstjóm ber ábyrgð á blaðinu og annast ritstjóm þess. Afgreiðslumaður: Ragnar Guðleifsson. Verð blaðsins i lausasölu kr. 2,00. Faxi fæst í Bókabúð KRON, Reykja- vik, og verzlun Valdimars Long, Hafnarfirði. Alþýðuprentsmiðjan hi. Kaup verkamanna í Keflavík og Njarð- víkum frá 1.—31. júlí 1945. Almenn vinna. (Grunnkaup kr. 2,40.) Dagvinna ......... kr. 6,60 Eftirvinna ........... — 9,90 Nætur- og helgidagavinna.. — 13,20 Skipavinna. Útskipun á nýjum fiski. (Grunnkaup kr. 2,65.) Dagvinna ......... kr. 7,29 Eftirvinna ........... — 10,92 Nætur- og helgidagavinna . . — 14,58 Skipavinna o. fl. Upp- og útskipun á kolum, salti og sementi. Kolavinna og sementsinna, hleðsla þess í pakkhúsi og samfelld vinna við afhendingu þess. (Grunnkaup kr. 2,80.) Dagvinna .................. kr. 7,70 Eftirvinna ................. — 11,55 Nætur- og helgidagavinna .. — 15,40 Kauptrygging. Ef unnið er á vöktum í hraðfrystihúsum og niðursuðuverk- smiðjum. (Grunntrygging kr. 480,00.) Á mánuði ................ kr. 1320,00 Hlutartrygging. (Grunntrygging á mánuði kr. 325,00.) Á mánuði (maí) ........... kr. 890,25 (Vísitala í júní 274.) Frá 20. maí til 30. sept. skal dagvinnu lokið kl. 12 á hád. á laugardögum. Á þessu sama tímabili skal heimilt að hefja vinnu kl. 7.20 árd., og greiðist venjulegt dagvinnukaup fyrir þá vinnu. Oll vinna, sem innt er af hendi eftir hád. á laugardögum á fyrrgreindu tímabili, skal greidd með helgid.kaupi. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.