Faxi

Árgangur

Faxi - 01.07.1945, Blaðsíða 6

Faxi - 01.07.1945, Blaðsíða 6
6 F A X I Barnalcikvöllui-inn. Hvað líður barnaleikvellinum, verður hann ekki starfræktur í sumar? Þar sem kauptúnið er í örum vexti, og börnunum þarafleiðandi alltaf að fjölga, þarf að finna framtíðar stað fyrir barnaleikvöll, sé hann ekki þegar fund- inn. Ef svo er þarf að gera hann vel úr garði nú þegar og venja börnin af götunni. Völlur- inn verður að vera þannig gerður, að börnin sækist eftir að dvelja þar. Afkoma kauptúnsins byggist á dugandi fólki, þessvegna hlúum að þeim, sem eiga að taka við. kona. Hjónabandssæla. Mig langar að minnast hér lítilsháttar á hina margumræddu hjónabandssælu, en að þessu sinni aðeins í kökuformi. Hj ónabandssæla: 170 gr. haframjöl 170 — hveiti 160 — smjörlíki 150 — sykur Börn að leik í Keflav. í mikla snjónum í vetur. 1 tsk. natron Salt á hnífsoddi. Avaxtamauk. Smjörið brætt, hinu blandað saman við og núið ,vel saman. Skipt í fjóra parta, tvö lög í hverja köku og ávaxtamauk á milli. Sett á vel smurt lagkökumót. r Iþróttanámskeið Axel Andrésson knattspyrnukennari hóf þriðja námskeið sitt hér í Keflavík 16. júní. Að þessu sinni voru nemend- urnir 177, þar af 60 stúlkur, er æfðu handbolta. Æfingar fóru fram í húsi U.M.F.K. og á knattspyrnuvellinum og voru yfirleitt sóttar af miklum áhuga, enda fór nám- skeiðið ágætlega fram. Arangur nám- skeiðanna er þegar farinn að bera ávöxt eins og sjá má af leiknum við Fram og 4. fl. leiknum við Hafnfirðinga, þar sem Kf. vann með 3:0. Kennslukerfi Axels er orðið land- frægt, og stjama hans hækkað meira en nokkurs annars íþróttamanns í þau 4 ár er hann hefur unnið við kennslu þess á vegum í. S. í. Það er unun að horfa á hverjum tökum hann hefur náð á börnunum; fengið þau til að starfa með líkama og sál, samstillt og prúð, með kappi en þó drengilega. Það væri mjög æskilegt að öll ungmenni Suður- nesja fengju að njóta kennslu hans, þó ekki væri nema tvær vikur á hverju vori. Námskeiði þessu lauk 7. júlí, með því að ynstu börnin sýndu innanhús æf- ingar. Sýningin hófst með því að dreng- ir 10—12 ára, gengu inn í salinn með fána í fararbroddi og heilsuðu áhorf- endum. Þá sagði Axel sögu knattspyrn- unnar hér á landi í fáum dráttum, og af- skiptum I. S. I. af útbreiðslu hennar á seinni árum. Einnig lýsti hann nokkuð kerfi sýnu og leikreglum. Því næst hófst hörð og spennandi keppni milli A og B liðs, sem lauk með sigri B. Þá komu stúlkurnar á sama hátt og heilsuðu. Keppni þeirra í handboltanum var einn- ig góð og spennandi, enda lauk henni með jafntefli. Og svo kom þriðji og síð- asti flokkurinn, en það voru drengir á aldrinum frá 5 til 9 ára. Leikur þeirra var svo fjþrugur og skemmtilegur að áhorfendur ætluðu alveg að „sprengja húsið“ af fagnaðarlátum. Leiknum lauk með sigri A liðsins, eftir mjög jafna keppni. Boltameðferð var ágæt hjá mörg- um, og ef börn þessi fá æfingu og til- sögn að þörfum, þá munu þau eiga eftir að bera hróður Keflavíkur um íþrótta- velli víðsvegar. Að lokum stillti A. A. börnunum upp í fylkingar og talaði síð- an til gestanna um gildi knattspyrnunn- ar. og íþróttanna yfirleitt. Meðal annars kvaðst hann sjá mun á háttprýði og kurteisi barna hér í Keflavík, frá því að hann kom hér fyrst. Helgi S. Jóns- son þakkaði A. A. fyrir hönd U.M.F.K. en Guðmundur Magnússon fyrir hönd foreldra. J. SEX ÁRA DVÖL Á NORÐU RLÖNDUM Frh. af bls. 3. aldrei kæft. Ég dáist að hvernig Danir beittu þessu ,,vopni“ við hernaðarstór- veldi, án þess að missa kjarkinn, enda er það ekki að ástæðulausu að Kaup- mannahöfn er kölluð „París Norður- landa“.“ „Ég veit að þú getur ekki lýst til- finningum þínum yfir því að vera kom- inn heim?“ „Já, það er satt. Ég get ekki lýst þeim áhrifum, se még varð fyrir, er við litum landið fyrsta sinni á leiðinni heim Fjöllin lauguð sól og sumri heilsuðu okkur eins og gamlir vinir. Landið heilsaði okkur brosandi, en þó voru áhrifin meiri, er við komum að landi og hinum hlýju móttökum fólksins gleymi ég aldrei“. „Hvað hyggst þú nú að taka fyrir?“ „Það er nú óráðið ennþá“, svarar Jón. „Ég hef nú fengið nokkur tilboð um störf, en ennþá hef ég ekki ákveðið hvað ég tek fyrir“. „Ég má víst ekki hafa þetta lengra að þessu sinni vegna þess að prent- smiðjan bíður eftir þessum línum, en ég vona að seinna gefizt tækifæri til þess, að þú segir okkur eitthvað nánar frá þessum atriðum, sem við nú höfum drepið á?“ segi ég við Jón að skilnaði, og tekur hann vel undir þá ósk mína.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.