Faxi

Árgangur

Faxi - 01.07.1945, Blaðsíða 4

Faxi - 01.07.1945, Blaðsíða 4
4 F A X I SEXTUG: Vikforía Guðmundsdóttir Viktoría Guðmundsdóttir er Árnes- ingur að uppruna, fædd í Þjórsárholti í Gnúpverjahreppi 3. júlí 1885. Voru for- eldrar hennar Helga Gísladóttir og Guð- raundur bóndi Guðmundsson. Haustið 1934 varð ég kennari á Vatnsleysuströnd. Þá sá ég Viktoríu Guðmundsdóttur fyrst. Eg tel það mikið lán fyrir mig' að hafa kynnst henni, sökum mannkosta hennar og vitsmuna. Engri konu hefi ég kynnst, sannmennt- aðri, skylduræknari, minnugri, fróðari og skjótari í svörum. Hún er skarpgá'f- uð kona, vinsæl og mikils virt. Hvar- vetna hefur hún komið fram sem sann- ur leiðtogi æskunnar, og það hygg ég, að allir er hlut eiga að máli, telji skóla- stjórasætið á Vatnsleysuströnd vel skip- að, meðan hún situr í því. Ræður, sem hún 'hefur flutt við skólasetningu og mörg önnur tækifæri, bera merki snilldar í máli og hugsun. Enda þótti hún, meðan hún stundaði nám í Flens- borg og Kennaraskólanum, skara fram úr öðrum á því sviði, sérstaklega í með- ferð móðurmálsins, en þar á hún yfir að ráða snilligáfu, sem fáum er gefin. Var hún um eitt skeið ritstjóri „Unga íslands“. — Skólastjóri á Vatnsleysu- strönd er hún búin að vera í tuttugu og fjögur ár. Auk kennarastarfsins hefur hún starfað mikið að bindindismálum meðal æskunnar, þó kennslustarfið hafi verið hennar aðal starf, frá því hún var innan við tvítugs aldur. — Oftar en einu sinni hefur Viktoría siglt til Svíþjóðar og kynnt sér uppeld- is- og skólamál hinnar gagnmenntuðu sænsku þjóðar. Hafa þær ferðir efa- laust stóraukið þekkingu hennar á margan hátt og orðið þeim skóla, sem hún starfar við, að ómetanlegu gagni. Viktoría Guðmundsdóttir er trúuð kona. Mun hún alltaf hafa lagt mikla áherzlu á það, að innræta nemendum sínum göfugan og heilbrigðan hugsun- arhátt og allt, sem þeim mætti til bless- unar verða í lífinu. Þess má geta hér, að sá afbragðs maður, séra Magnús heitinn Helgason, fyrrverandi skólastjóri við Kennara- skólann, bjó Viktoríu undir fermingu, og telur hún þann tíma, sem hún lærði hjá honum, einn hinn bezta hluta æsku sinnar. Viktoría er enn jafn hvatleg í fram- Viktoría Guðmundsdóttir. komu og ung í anda og þegar ég sá hana fyrst fyrir 11 árum — minnið jafn frá- bært, samfara skörpum skilningi og svarað getur hún fyrir sig fljótt og vel. Eg veit, að margir munu senda henni hugheilar árnaðaróskir á sextugsafmæl- inu 3. júlí og óska þess, að hún megi lifa og' starfa sem lengst, landi og lýð til heilla. Eg óska þess einnig, að íslenzka þjóðin megi eignast margar dætur, sem Viktoríu, því sú þjóð glatast ekki, sem á góðar konur. Vatnsleysuströnd, 27. júní 1945. Stefán Hallssson. 17. JLJNÍ 1945 Fyrsti afmælisdagur hins endurreista íslenzka lýðveldis rann upp. Um nóttina hafði ringt talsvert, svo jörðin var vot, og ennþá var þungt í lofti. En um kl. 8 mátti heita að stytt væri upp og úr því fór að smá létta til, þar til sól skein í heiði og hélzt bjart og stillt veður til kvölds. Um kl. 8 að morgni sáust fyrstu fán- arnir dregnir að hún hér í kauptúninu, smátt og smátt bættust fleiri við og um kl. 10 mátti svo heita, að fáninn blakti við 'hún á hverri stöng í kauptúninu. Hátíð dagsins hófst með guðsþjón- ustu í kirkjunni kl. 11 f. h. Séra Eiríkur Brynjólfsson prédikaði. Laust eftir kl. 1 tók fólk að safnast saman á svæði því, er ætlað er fyrir- huguðum skrúðgarði. Hafði svæðið verið afmarkað með fánastöngum og prýtt með merkjaflöggum. Blakti ís- lenzki fáninn á hverri stöng. Útihátíðahöldin hófust moð því að lögreglustjórinn, Alfreð Gíslason, setti hátíðina með snjallri ræðu, en á eftir söng kirkjukórinn, „Island ögrum skor- ið“: Kl. 2 var íslenzki fáninn dreginn að hún á „17. júní stönginni“, en það er fánastöng, sem reist hafði verið á skemmtisvæðinu í tilefni dagsins. Er hún gerð úr járnbentri steinsteypu og er um 13 metrar á hæð frá jörðu. Er fáninn hafði verið dreginn að hún, söng kirkjukórinn Þjóðsönginn. Séra Eiríkur Brynjólfsson vígði fánann með ræðu. Sungu nú kirkjukórinn og karlakór- inn Víkingur úr Garði, nokkur lög. Þá fór fram boðhlaup milli drengja úr austurbæ og vesturbæ, og unnu vest- urbæingar. Knattspyrna fór fram milli Keflvík- inga og 1. flokks úr Fram í Reykjavík og varð jafntefli, 1:1. I sundlauginni fór fram sundsýning. Kvenfélag Keflavíkur sá um veiting- ar dagsins. Seldi það veitingar í Al- þýðuhúsinu. Lék þar hljómsveit og Vík- ingar skemmtu með söng. í Alþýðuhúsinu var barnaskemmtun kl. 7,30, enkl. 9 voru skemmtanir í báð- um húsunum. I Ungmennafélagshús- inu fór fram hátíðasýning tileinkuð 17. júní, en í Alþýðuhúsinu var kvik- myndasýning. Dansað var í báðum húsunum til kl. 2. Fór hátíðin öll hið bezta fram. Allur ágóðinn af hátíðahöldunum rann til sjúkrahússbyggingarinnar, en hann nam um 11 þúsundum króna.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.