Faxi

Árgangur

Faxi - 01.07.1945, Blaðsíða 5

Faxi - 01.07.1945, Blaðsíða 5
F A X I 5 Fró siómannadeginum í Keflavík 1945 Eins og að undanförnu var sjómannadagur- inn haldinn hátíðlegur í Keflavík 3. júní s.l. Hátíðin hófst með guðsþjónustu í Keflavíkur kirkju kl. 11 f. h. Prédikaði þar sér Eiríkur Brynjólfsson. Kl. 1,30 safnaðist fólk saman við Ungmenna- félagshúsið og var þar flutt ávarp dagsins, en Lúðrasveitin Svanur lék: „íslands Hrafnistu- menn“. Var nú gengið í skrúðgöngu inn að höfn. Þar var sýnd björgun og kappróður. Frá höfninni var svo gengið að fyrirhug- uðu skemmtisvæði Keflvíkinga. Þar minntist séra Eiríkur Brynjólfsson drukknaðra sjó- manna. Á íþróttavellinum fór fram knattspyrna milli Keflvíkinga og Sandgerðinga, einnig fór þar fram reiptog milli skipverja á m.b. Kilmir og m.b. Geir. Sundkeppni og sundsýning fór fram í sund- lauginni. Um kvöldið voru skemmtanir í báðum hús- unum. I Ungmennafélagshúsinu flutti Karvel Ogmundsson ræðu og voru þar sýndir leik- þættir, en í Alþýðuhúsinu var kvikmynda- sýning. Að lokum var dansað fram eftir nóttu. fíátíðin var hin ánægjulegasta og var þátt- takan góð, þó hefði þátttaka sjómanna mátt vera meiri og hefðu þeir mátt setja meiri svip á hátíðahöld dagsins. Skipbrotsmaðurinn kominn að landi í hinum vatnshelda og þægilega björgunarbúningi. Sigurður Jónsson, sigu.rvegarinn í stakka- sundinu.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.