Faxi

Árgangur

Faxi - 01.07.1945, Blaðsíða 9

Faxi - 01.07.1945, Blaðsíða 9
F A X I 9 Hefur hreppsnefndin leyft það? Margt óánægðra manna hefur átt tal við mig varðandi ágengni búpenings hér í Keflavík. Fljótt álitið virðist það nokkuð kátlegt, að hér, þar sem allir eiga allt sitt undir þeim gula úr hafinu, skuli kindur og hestar verða til að angra almenning. En frá því snemma í vor hefur maður séð lambær fara um göturnar í hópum. Það er gaman að horfa á leik lamb- anna um græna og gróna velli og hl'íðar, en þeirrar gleði nýtur maður ekki af að horfa á lemstruð lömb eða lærbrotn- ar rollur hökta hjálparvana á hrjúfum götunum, leitandi að afdrepi og grastó. Komizt þær inn í túnblett, matjurta- garð eða blómabeð gera þær ómetan- legt tjón. Þær hljóta svo fúkyrði og grjótkast — ekki að verðleikum heldur af skiljanlegum ástæðum. — Einn mað- ur hafði t. d. þrjú kvöld í röð komið fyrir blómaplöntum í garði sínum, en ekkert séð eftir af þeim að morgni. Efnilegar trjáplöntur voru nagaðar og bitnar hjá öðrum. Einn átti tvö gulrófubeð í fyrra sum- ar. Rófurnar döfnuðu vel og þegar leið á sumarið, gerðist eigandinn all ræðinn út af þessum sæta ávexti, enda varð hann oft til bragðbætis á borðum hans. En svo skeði ólánið. Einn morguninn þegar hann kom á fætur, sá hann aðeins í gula strúbana — bara blá halarnir eftir. Þetta er alvarlegra mál en svo, að að verði hlegið. Tjónið getur orðið ómet- anlegt, auk brostinna vona um bústaða- prýði af blómum og laufguðum grein- um. En sökina ber ekki sauðkindin, held- ur sá er hana á — kann að vera léleg- um girðingum um að kenna stundum — en í öllu falli eiga ekki kindur að vera á almannafæri inni í þorpunum. Og sama er að segja með hestana. Þeir eiga ekki skemmtilega æfi hér. Meiri hluta æfinnar eru innveggir sorp- tunnunnar þeirra sjóndeildarhringur. Vitað er um hesta, sem gleipt hafa ó- þverra í tunnunum og hlotið af bráðan bana. Einnig er stór hætta á, að stóðið grandi börnunum, er það 'þeisiir tryllt um göturnar undan bílum. í lögreglusamþykkt fyrir Gullbringu- sýslu, sem gefin er út af dómsmálaráðu- neytinu 14. júlí 1943, segir meðal ann- ars svo í 25. gr. . . . Enginn má, án sam- þykkis hreppsnefndanna, hafa sauðfé heima í löndum hreppanna eða innan kauptúnanna á tímabilinu frá 20. maí til 20. september ár hvert, nema í fjár- heldri girðingu, eða svo öruggri gæzlu, að ágangur á land annarra geti ekki af hlotizt. Enginn má láta hross ganga laus í landi hreppanna, nema í gripheldri girð- ingu sé. Sama gildir um nautpening . . . Og svo hljóðar 26. gr.: Ef búpeningur skríður eða stekkur fullgildar girðingar, skal sá er fyrir tjóni verður aðvara eiganda eða um- ráðamann slíks ágangspenings um að gæta hans. Ef ágangspeningur gengur þanng til skemmda á girt land oftar en tvisvar, þrátt fyrir aðvaranir til um- ráðamanns peningsins, má selja pening- inn á opinberu uppboði, og greiðist af uppboðsandvirðinu allur kostnaður og bætur fyrir tjón, sem af ágangi hefur hlotizt, samkvæmt reikningi landráð- anda, en verði ágreiningur um hann, skulu úttektarmenn meta tjónið. Gildar skulu fégirðingar teljast, sem eru styrkhæfar samkv. reglum Búnað- arfélags Islands að öllum frágangi. Ef ágreiningur rís um það, hvort girðing’ sé fullgild, skulu úttektarmenn hrepps- ins meta, hvort hún sé það. Allan kostn- að við handsömun og varðveizlu sauð- fénaðar eða annars búpenings greiðir eigandi þess. Þessar tilvitnanir til reglugerðarinn- ar set ég hér til að gera eigendum bú- penings ljóst, að þeir eiga töluvert á hættu með því að hafa fénað sinn hér á götunum, ekki síður en þeir sem eiga fallega garða. En samkv. 25. gr. hlýtur hreppsnefnd- in að hafa leyft að búpeningur gangi umhirðulaus um götur Keflavíkur, eða þá að lög þessi eru ekki nægjanlega kunnug almenningi og þeirra ekki gætt sem skyldi. Eg veit að það muni vera erfitt fyrir Keflvíska búpenings eigendur að gæta fjár síns, þar sem þeir hafa ónógar girðingar og ekki mun léttari varzlan hjá utansveitarmönnum, er eiga hross sín í öskutunnunum. Þess vegna þurfa bændurnir að hafa samtök um að koma fé sínu á fjöll. Sé ekki um það að ræða, þá er tilveruréttur bústofnsins enginn og lóun hjarðarinnar óumflýjanleg. En þetta er mál sem marga skiptir á einn eða annan hátt og verður að fást sæmileg lausn svo fljótt sem unnt er. J. FRÁ HREPPSNEFND KEFLAVÍKUR Framh. af bls. 8. ' Gjöld: Fátækraframfæri ............ 60.000,00 Elli- og örorkubætur...... 34.000,00 Menntamál .................. 45.000,00 Sveitarstjórn .............. 40.000,00 Sýslusjóðsgjald ............ 11.000,00 Hreppsvegirnir ............. 50.000,00 Holræsi- og vatnsveita .... 85.000,00 Bréfaútburður.................. 600,00 Gatnalýsing . . . •.......... 1.000,00 Viðhald fasteigna........... 20.000,00 Löggæzla ................... 50.000,00 Sundlaugin .................. 8.400,00 Sorp- og salernahreinsun . . 45.000,00 Lestrarfélag Kelfavíkurhr. 1.000,00 Heilbrigðismál.............. 10.000,00 íþróttavöllur................ 5.000,00 Barnaskólinn .............. 100.000,00 Sjúkrahúsið ................ 30.000,00 Byggingarfélag verkamanna 10.000,00 Brunamál ................... 10.000,00 Vatnsbólin .................. 2.000,00 Afb. og vextir af skuldum .. 75.000,00 Hafnarbætur ............... 100.000,00 Sjúkrasamlag Keflavíkurhr. 32.000,00 Úthl. úr skemmtanaskattssj. 5.000,00 Ýms gjöld................... 94.495,00 Samtals kr. 924.495,00 Suðurnesjamenn! Muniið að Faxi er balð ykkar allra. Útbreiðið hann og sendið honum greinar um him margháttuðu á- hugamál ykkar.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.