Faxi - 01.07.1945, Side 3
F A X I
3
Eftir sex óro dvöl
Sjaldan eða aldrei hefur skipskomu
til landsins verið beðið með almennari
eftirvæntingu og meiri fögnuði en
Esju, þegar hún kom 9. þ.m. úr Norður-
landaför sinni. Og ástæðan var sú, að
hún hafði að færa okkur hátt á þriðja
hundrað Islendinga, sem við höfðum
ekki séð öll styrjaldarárin og ekki haft
nema óljósar fregnir um að væru enn
á lífi eða hvernig liði.
Þó mest hafi borið á móttöku Esju
í Reykjavík, þar sem hún lagði að
landi, fylgdist fólkið úti á landsbyggð-
inni ekki síður með heimkomu útlag-
anna og fagnaði þeim óskipt. Þeim er
fagnað af alþjóð sem Islendingum, en
einnig sem heimamönnu'm einstakra
héraða.
Einn af þeim Islendingum sem komu
með Esju var Jón A. Skúlason, verk-
fræðingur frá Keflavík.
Ég náði tali af Jóni á heimili
frænda hans Arna G. Þóroddssonar í
Reykjavík, áður en hann komst alla
leið heim, og bað hann að segja því
eitthvað af dvöl hans og útlegð erlendis.
Fer samtalið hér á eftir:
„Hvað er langt síðan, að þú fórst
héðan til Danmerkur?“
„Frá því, að ég fór héðan síðast til
Kaupmannahafnar eru nú liðin tæp 6
ár. Þar dvaldi ég þar til í jan. s. 1. og
lauk þar námi í síma- og útvarpsverk-
fræði í jan. 1943. Frá Kaupmannahöfn
fór ég til Stokkhólms og var þar í 4
mánuði, eða þar til ég fór heim nú með
Esju.
haldið yfir 100 fundi. Einnig mun hann
hafa sótt allar skemmtanir, sem félagið
hefur haldið. Þetta og margt fleira er
talandi tákn um óbilað sálarþrek hans
og andlegt fjör, sem er mjög óvenjulegt
hjá mönnum á hans aldri. Enda teljum
við félagar hans í Faxa það gæfu fyrir
félagið og mikinn heiður að fá notið
félagsskapar hans og mannkosta.
Um heilsufar Þórðar er það að segja,
að hann kveðst ekki hafa legið veikur
síðan árið 1882, en þá lá hann í misling-
um. Má það teljast vel sloppið.
í tilefni af 75 ára afmælinu hélt Faxa-
á Norðurlöndum
I Stokkhólmi vann ég sem sérfræð-
ingur í „elektro-akustik“ við Kongl.
Tekn. Högskolan".
„Hvað viltu segja okkur um veru
þína og líðan þennan tíma?“
„Það tekur nú ef til vill tíma að segja
frá því, en í stuttu máli get ég sagt, að
mér leið yfirleitt mjög sæmilega eftir
atvikum“.
„Þú ert að vísu hraustlegur, en þó
má sjá það á úthti þínu, að þú hefur ekki
lifað í allsnægtum — eins og við hér
heima“, segi ég við Jón.
„Já satt er það“, svarar hann. „Fæði
og sérstaklega fatnaður var heldur af
skornum skammti í Danmörku, sérstak-
lega síðustu árin“.
„Hvað viltu segja mér um sambúðina
við Þjóðverjana?“
„Fyrstu stríðsárin bar heldur lítið á
Þjóðverjum í Kaupmannahöfn, en
seinna meir, er þeir gerðust fjölmenn-
ari og ágengnari, gætti maður þess að
verða lítið á vegi þeirra og með tilliti
til þess, bjó ég fyrir utan borgina síð-
asta árið, sem ég dvaldi þar í landi. En
eins og kunnugt er, höfðu Þjóðverjar
aðalbækistöðvar sínar inni í sjálfri
borginni. En eins og gefur að skilja,
komst maður ekki hjá því, að verða
fyrir barðinu á þeim. Sem eitt dæmi
get ég nefnt ferðalag í sporvagni seint
um kvöld, er S.S.-maður kom inn í
vagninn og þótti ég ekki sína sér til-
hlýðilega virðingu. Sló hann mig niður,
en ég slapp við illan leik út úr vagnin-
um og komst hjá frekari áleitni af hans
félagið Þórði kaffisamsæti, en félags-
menn færðu honum ritverk Einars H.
Kvaran að gjöf sem virðingar- og þakk-
lætisvott,. I samsætinu voru margar
ræður fluttar til heiðurs hinu hálfátt-
ræða afmælisbarni, sem um leið er
aldursforseti félagsins.
Eg enda svo þessi orð mín með inni-
legu þakklæti til Þórðar fyrir góða
kynningu og ánægjulegt samstarf, og
ég óska honum, og fjölskyldu hans
glaðra lífdaga.
Stephan G. segir á einum stað:
Jón A. Skúlason.
hendi, en hann hafði eflaust í hyggju
að nota vopn gegn mér, eftir þvi sem
ég sá af framferði hans er hann leitaði
að mér úti á götunni. Oðru sinni var
gerð hjá mér húsrannsókn. En áður
hafði ég komið undan leyniblöðum,
sem ég hafði í vörzlum mínum, og
dreyfði út til kunningjanna. Ég flutti
svo úr húsinu og kom þar ekki aftur“.
„Hvernig tóku Danir sam'bandsslit-
unum?“
„Þeir Danir, sem ég talaði við, tóku
þeim vel, þeir skildu vel afstöðu Islend-
inga og litu á sambandsslitin sem loka
takmark, sem skapaðist 1918, þó þeir
hinsvegar, eins og margir Islendingar
einnig, hefðu óskað, að slitin hefðu farið
fram undir öðrum kringumstæðum".
„En hvað segirðu mér af Dönsku
þjóðinni?"
„Ég segi allt hið bezta af Dönum. Ég
dáist að dönsku þjóðinni fyrir hennar
glaðværa léttlyndi, sem Þjóðverjar gátu
Frh. á bls. 6.
Láttu hug þinn aldrei eldast, eða
hjartað.
Vinur aftansólar sértu.
Sonur morgunroðans vertu.
Mér finnst Þórður Helgason hafi öðr-
um fremur tileinkað sér þessi gullfal-
legu heilræði skáldsins og að honum
hafi merkilega vel tekizt að lifa líf-
inu samkvæmt boðskap þeirra, — og
ég óska honum til hamingju með áirang-
urinn.
Hallgr. Th. Björnsson.