Faxi

Árgangur

Faxi - 01.11.1946, Blaðsíða 4

Faxi - 01.11.1946, Blaðsíða 4
4 F A X I Landshöfn BLaöið „Faxi“ hefur beðið mig um grein- arkorn um gang landshafnarmálsins, og er ég fús til að verða við þeirri beiðni. Eins og kunnugt er, afgreiddi Alþingi á síðast liðnum vetri lög um landshöfn í Keflavík og Njarðvíkum. Er samkvæmt þeim lögum ætlazt til, að ríkið byggi full- komna höfn á þessum stöðum á næstu ár- um, og skyldu framkvæmdir hefjast á s. 1. sumri. Stjórn þessarar hafnar eiga að hafa á hendi 5 menn. Voru 3 kosnir af Alþingi, 1 af hreppsnefndum Kefalvíkur og Njarð- víkur, en 1 skipaður af þeim ráðherra, er fer með hafnarmál, og er hann formaður stjórnarinnar og um leið hafnarstjóri. Mennirnir eru þessir: Kosnir af Alþingi: Einar G. Sigurðsson, Keflavík, Ingólfur Jónsson, Reykjavík og undirritaður. Kos- inn af hreppsnefndunum, Karvel Og- mundsson, Njarðvík. Hafnarstjóri er Þór- hallur Vilhjálmsson Keflavík. Allir þessir menn eru þegar farnir að starfa í landshafnarstjórn. Var fyrsti fund- ur haldinn í byrjun júlí s. 1. Var fyrst snúið sér að því að rannsaka, hve stórt land höfnin þyrfti að tryggja sér undir framkvæmdirnar. Alit stjórn- arinnar var, að fá þyrfti höfninni til um- ráða alla strandlengju frá Bás í Keflavík að bryggju í Innri-Njarðvík, og á land upp, að þjóðvegi. Landið var mælt, og farið til landeigenda, og þeir beðnir að láta það af hendi. Meðan landshafnarmálið var í undir- búningi, höfðu landeigendur í Ytri-Njarð- vík boðizt til að láta allverulegan part af þessu landi í té, ef úr framkvæmdum yrði. Haldinn var sameiginlegur fundur lands- hafnarstjórnar og landeigenda eða um- boðsmanna þeirra, þar sem Emil Jónsson ráðherra var einnig mættur. Var þar rætt um kaup á téðu landi. A þeim fundi lýsti ráðherra því yfir, að hann ætlaðist til að landeigendur stæðu við fyrri loforð sín um land það er þeir buðu, og að verðið á því landi yrði lagt til grundvallar verði á öðru því landi, er höfnin þyrfti að kaupa. Landeigendur virtust ekki taka þessu illa, og óskuðu eftir tilboði frá hafnarstjórn. Eftir stuttan tíma fengu landeigendur tilboðið, og var það nokkru hærra, heldur en ráðherra hafði gert ráð fyrir eftir því sem fyrir lá frá landeigendum áður. En þá skeður það einkennilega, að lengi vel svara landeigendur ekki tilboðinu, og loks þegar hafnarstjórn berst svar þeirra, gera þeir gagntilboð, sem var meira en helm- ingi hærra en þeim var boðið. Voru bæði hafnarstjórn og ráðherra sammála um, að engin leið væri að ganga að því. Ráðherra skrifaði þá hreppsnefndum Keflavíkur og Njarðvíkur, og bað þær að skerast í málið. Boðuðu þær sameigin- legan fund með landeigendum, til að reyna að ná samkomulagi við þá um sölu á landinu fyrir það verð, er hafnarstjórn hafði boðið þeim. A þeim fundi gátu land- eigendur ekki svarað málaleitan hrepps- nefndanna, og báðu um frest í tvo daga, en þá skyldu þeir gera tilboð, og skyldi það verða endanlegt tilboð frá þeirra hendi. Þessi fundur mun hafa verið haldinn um miðjan september. Er nú beðið eftir skýrslu hreppsnefnd- anna um málið. Það er öllum ljóst, sem í alvöru hugsa um framtíð þessara byggðarlaga, Kefla- víkur og Njarðvíkur, og raunar allra Suð- urnesja, að höfuðskilyrði fyrir lífvænlegri afkomu hér, er fullkomin höfn eins og sú, sem byggja á samkvæmt landshafnarlög- unum. Nú þegar lög um þessar hafnar- framkvæmdir eru loksins komin í gildi, verða allir aðilar að gera sér ljóst, að það fer illa á að aðhafast nokkuð það í þessu máli, sem orðið gæti til að tefja það, eða jafnvel koma því fyrir kattarnef. Allur dráttur á framkvæmdum getur orðið hættulegur, og gjörbreytt viðhorfi vald- hafanna til þess, auk þess, sem allir ættu að vera sammála um, að hér vantar höfn strax. Eg vil minnast eins landeiganda hér, sem hefur skilið þýðingu þess, sem hér er á- formað að framkvæma. Hann leggur fyrst- ur á vaðið, og býður ræktað land til hafn- arinnar fyrir mjög aðgengilegt verð, en lætur það fylgj a með, að ef einhver sýni þann þegnskap að láta land af hendi fyrir höfnina gegn lægra verði en hann býður, sé hann reiðubúinn til að lækka tilboð sitt. Þessi maður er Finnbogi Guðmundsson í Tjarnarkoti. Það er augljóst mál, að lang-eðlilegast er að ríki eða bæjarfélag kaupi allt land, sem tilheyrir byggðarlögum eins og Keflavík og Njarðvík, til þess að koma í veg’fyrir taumlaust lóðabrask og gífurlegt verð á lóðum sem einstaklingar ráði yfir, þegar það opinbera er búið, með framkvæmdum sínum, að gera þær eftirsóttar. Það má benda á lóðarverð í Reykjavík á góðum stöðum, þar sem hver fermetri getur kom- izt upp í 900,00 krónur eða jafnvel þar yfir. Þetta þurfum við að koma í veg fyrir í tíma, svo að einstaklingar og fyrirtæki geti án okurkjara komið mannvirkjum sínum fyrir, þar sem þau eru heppilegast sett. Ef framkvæmd verður bygging lands- hafnar í Keflavík og Njarðvík, rís hér mikil byggð innan fárra ára. Lóðirnar við höfn- ina verða því eftirsóttari, sem lengra líður. Þar þarf hið opinbera því að hafa full umráð. Þar þarf fyrst og fremst að skipuieggja lóðir undir aðgerðarhús og verbúðir, áður en það er orðið of seint, vegna annarra bygginga. Eg vil að lokum láta þá skoðun mína í ljós, að mjög óheppiiegt er, að land hinn- ar væntanlegu landshafnar er í tveim hreppum. Tel ég að í náinni framtíð beri að stefna að því, að Keflavíkurhreppur og Njarðvíkurhreppur sameinist í eitt byggðarlag og fái bæjarréttindi. En út í það skal ekki farið lengra að sinni. Danival Danivalsson. Ný bindindishreyfing Sunnudaginn 3. nóvember var haldinn útbreiðslufundur um bindindismál í U. M. F. K. húsinu í Keflavík, á vegum Stór- stúkunnar. Fluttu þar stuttar ræður þeir sr. Björn Magnússon dósent og Ingimar Jóhannsson kennari, frú Þóra Borg Ein- arsson las upp, og sýndar voru kvikmynd- ir ,er sýndu afleiðingar af ölvun við akst- ur. Gissur Pálsson rafvirkjameistari stýrði fundinum og hafði undirbúið hann. Að þessum fundi loknum var stofnuð ný stúka er 'hlaut nafnið „Vík“ nr. 262. Stofn- aði Gissur stúkuna í umboði Stórtemplars, sr. Kristins Stefánssonar, sem ekki gat komið sökum lasleika. Hafði Gissur lagt í það mikla vinnu að undirbúa þessa stúku- stofnun, talað við marga menn hér, og mörgum hafði verið skrifað um málið frá Stórstúkunni. I stúkuna gengu 33 félagar,

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.