Faxi

Árgangur

Faxi - 01.11.1946, Blaðsíða 9

Faxi - 01.11.1946, Blaðsíða 9
F A X I. 9 Þessi andlit eru okJ{ur Kcflvíkingum vel /(iinnug, enda hefur Snjólaug unnið hér dálítið og ennfremur sést á lei/(sviði. En Tómas, sem er frá Járngerðarstöðum t Grindavil(, á nú heima hér í Keflavíl(. A liðnu sumri var tel(in /(vi/(mynd af Rey/(javí/( vorra daga, þar sem þau /(oma mjög við sögu og eru látin sýna œs\u höfuðborgarinnar. Málfundafélagið Faxi A aðalfundi Faxa, 1946 gaf formaður félagsins, Jón Tómasson, svo hljóðandi skýrslu. Kæru Faxafélagar, vcrið velkomnir til vetrarstarfsins. Þegar við lítum yfir síðasta áfanga félags- ins, þ. e. a. s. síðastliðið starfsár þá er aug- Ijóst að Faxi hefur haldið eftir sama striki og að undanförnu. Ein nýbreytni var tekin upp í byrjun starfstímans, þ. e. að frum- mælandi hvers fundar skyldi velja sér 2 gagnrýnendur, er gera áttu athugasemdir við hegðun og flutning frummælenda. Með þessu vannst það að menn gerðu sér frekar far um að koma myndarlega fram við flutning máls síns og gerðu sér grein fyrir þeim reginmun sem er á því þegar mál er flutt af skörungsskap í orði og æði, eða þegar ræðumaður flytur óáheyrilega og gætir ekki athafna sinna við ræðustólinn. Regla þessi var haldin að mestu, og tel ég að hún hafi heldur hjálpað okkur í við- leitni okkar til aukinnar getu í flutningi íslenzks máls í ræð, svo sem lög okkar mæla fyrir. Sökum tyllidaga voru 2 aukafundir haldnir, þ. e. á fertugs afmælum þeirra Ragnars Guðleifssonar og Steindórs Pét- urssonar, en þá voru félagarnir saman- komnir á heimilum þeirra við veitingar og létt hjal — drukkin full og drög lögð að fögrum framtíðar verkefnum, s. s. nokk- r ársskýrsla urskonar gróðrarstöð sem íhugað er að taka fyrir og rækta í framtíðinni. Þá var farin ein sameiginleg Leikhúsferð. Þau málefni sem rædd voru af Faxa- mönnum á þessu starfsári voru þessi: 1. Starfsemi Faxa. Valtýr Guðjónsson. 2. Hvað van'hagar okkur helzt um hér i Keflavík? Steindór Pétursson. 3. Hvernig á að kenna? Ingimundur Jónsson. 4. Er rétt að leigja hernaðarbækistöðv- ar á Islandi ? Danival Danivalsson. 5. Nýsköpun. Björn Pétursson. 6. Afengissalan. Þórður Helgason. 7. Börnin. Jón Þórarinsson. 8. Kosningar og hin nýkjörna hrepps- nefnd. Hallgr. Th. Björnsson. 9. Verkalýðsmál. Guðni Magnússon. 10. Dýrtíðarmálin. Margeir Jónsson. 11. Afdri'faríkasta atriðið. Jón Tómas- son. 12. Herverndarmálið. Ragnar Guðleifs- son. 13. Stjórnarskrármálið. Valtýr Guðjóns- son. Einn Upplestrarfundur haldinn og svo aðal'fundurinn, afmælisfundur og 1 göngu- för. Af þessu verður séð að alls hefir verið komið saman 20 sinnum. Nokkur fundar- föll urðu sökum veikinda og anna, en eins og kunnugt er eru Faxafélagarnir mjög störfum hlaðnir. Til gamans má geta þess að Þórð mun ekki hafa vantað á neinn reglulegan fund siðan hann kom í félagið og á síðasta starfsári hélt hann 26 ræður auk fjölda ræðna á aukafundum. Danival vantaði tvisvar og hélt einnig 26 ræður. Jón Tómasson vantaði aldrei og hélt 24 ræður. Valtýr vantaði þrisyar og hélt 16 ræður. Margeir vantaði sjösinnum og hélt 16 ræður. Ragnar vantaði þrisvar og hélt 20 ræður. Guðna vantaði þrisvar og hélt 21 ræðu. Steindór vantaði aldrei og hélt 22 ræður. Björn vantaði sexsinnum og hélt 16 ræður. Ingimund vantaði fjórum sinnum og hélt 16 ræður. Hallgrím vantaði þrisvar og hélt 17 ræður. Jón Þórarinsson vantaði fimm sinnum og hélt 17 ræður. Alls eru þetta 237 ræður fluttar á reglu- legum fundum félagsins, auk ótal tækifæris ræðna. Blaðaútgáfan hefur verið stór liður í starfi félagsins eins og að undanförnu, en þar sem formaður blaðstjórnar mun gefa skýrslu um blaðið fer ég ekki lengra út í það mál. Þrjár skemmtanir voru haldnar á veg- um félagsins, einkum til fjáröflunar. Þær urðu félaginu til sóma eins og jafnan áð- ur, enda er svo komið að fólk sem tekur þátt í Faxa skemmtunum vill mjög gjarn- an koma þar aftur. Loks má geta þess að félagið hefur lagt til mann í sundlaugarráð að ósk hrepps- nefndarinnar. Þjófnaðarmál. Samkvæmt skýrslu, sem sýslumaður Gull- bringusýslu, Guðm. í. Guðmundsson, hefur nú nýlega gefið út, þá hefir komizt upp um allvíðtækan þjófnað á flugvallarsvæðinu hérna í heiðinni fyrir ofan Keflavík. Húsleit var gerð hjá allmörgum mönnum hér á Suðurnesjum og fannst setuliðsgóss á samtals 31 bæ í 4 hreppum. Var sums staðar um greinilegan þjófnað að ræða og það á allverulegum verðmætum. Rannsókn máls þessa er ekki enn lokið, en fullvíst mun þó vera að úrslitin munu ekki verða okkur Suðurnesjamönnum til sóma, og þau munu varpa skugga á hetjusögu sævík- inganna á Suðurnesjum, jafnt þeirra, sem saklausir eru, og hinna seku. Vegna rúmleysis í blaðinu verður ekki rætt frekar um þetta að sinni. T.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.