Faxi

Árgangur

Faxi - 01.11.1946, Síða 7

Faxi - 01.11.1946, Síða 7
F A X I 7 15 ára afmæli. 15 ára afmæli Kvennadeildar Slysavarna- félags Keflavíkur var hátíðlegt haldið 16. nóvember, í húsi Ungmennafélagsins. Að vísu eru 15 ár og nokkrir mánuðir síðan það var stofnað, en þar sem saga félagsins er ítar- lega rakin á öðrum stað í blaðinu fer ég ekki frekar út í það, en mér finnst ástæða til að rekja með örfáum orðum gang þessa hófs, sem mun vera eitt hið mesta sem sögur fara af hér um slóðir. Það átti að hefjast klukkan 9 stundvíslega, en að keflvíkskum hætti byrjaði það fullum hálftíma síðar, og er það mjög bagalegt, þar sem löng dagskrá liggur fyrir. Hér er aðeins þátttakendum um að kenna, því að kl. 9 voru ekld yfir 20 af þeim 200 mætt. Ostund- vísi er orðir. þjóðar vandamál, sem verður að taka til ítarlegrar íhugunar og róttækra róðstafana, og verða félagasamtök að ryðja þar brautina eins og víðar. Frú Jóna Einarsdóttir bauð félaga og gesti velkomna, lýsti tilhögun hófsins og stýrði síðan samkvæminu. Þá voru mættir meðal gesta Jón Berg- sveinsson erindreki og frú, Henry Hálfdánar- son skrifstofustjóri og frú, nokkrar frúr úr systra deildinni í Reykjavík o. fl. Frk. Jónína Guðjónsdóttir, formaður félags- ins rakti sögu félagsins frá byrjun. Þá söng flokkur kvenna undir stjórn og undirleik Friðriks Þorsteinssonar, organista. Frk. Inga Lára Lárusdóttir flutti kveðjur Slysavarna- deildar kvenna í Reykjavík. Sex skátastúlk- ur tóku síðan lagið, með gítar undirleik Guðnýjar Ragnarsdóttur. Séra Eiríkur Bryn- jólfsson var næsti ræðumaður. Ræddi hann einkum um álit sitt á takmörkunum valda- sviðs kvenna. Friðriksfreyjurnar tóku lagið á nýjan leik, en Henry Hálfdánarson fékk orðið að því loknu, og flutti kveðjur frá forseta Slysavarnafélagsins og Slysavarnafélaginu í heild, rakti síðan þátt Kvennadeildarinnar hér í björgunarmálum. Benti m. a. á, að deildin hefði sent Slysavarnafélaginu yfir 53 þús. króna í þeim tilgangi. Skátastúlkurnar sungu aftur nokkur lög. Þá tók Jón Berg- sveinsson til máls. Hann túlkaði einkum þau góðu áhrif, sem verkuðu á alla, er leiddu af líknar og hjólpar starfsemi kvennanna í þessum félögum. Því næst var orðið gefið laust og kvað Alfreð Gíslason, lögreglustjóri sér hljóðs og mælti hann einkum þakkar og hvatn- ingarorð á grundvelli þess öryggis sem nauð- synlegt er að sé, ef friður og ró á að ríkja í heiminum. Þá las formaður skeyti og kveðj- ur, sem borizt höfðu, þakkaði fyrir blóm, kveðjur, ræður og aðra vinsemd sýnda félag- inu. Samkór allra viðstaddra söng nokkur lög með undirleik Friðriks Þorsteinssonar. Gam- anleikurinn „Hættuleg tilraun" var leikinn af Margréti Arinbjarnardóttir, Elintínusi Júlíus- syni og Jóni Þórarinssyni, og nokkrir kvik- myndaþættir úr starfi Slysavarnafélagsins sýndir að lokum af Henry Hálfdánarsyni og Guðmundi Péturssyni. Þegar þessu öllu var lokið var klukkan orðin hálf þrjú. Kaffi og smurt brauð var rausnarlega fram borið allan tímann, og voru menn og konur vel við því búnir að hefja erfiðasta og síðasta þátt dagskrárinnar, dans- inn — en eftir honum mun einkum unga fólkið hafa beðið með nokkurri óþreyju og stóð svo dynjandi dans eftir tónfalli frá hljóm- sveit Keflvíkinganna undir stjórn Kristjáns Helgasonar til kl. 5 um morguninn. Það er vafalaust hægt að segja að allir hafi skemmt sér hið bezta í þessu 15 ára afmælis- hófi og það setti gleðilegan framfarablæ á samkvæmið að vín sást ekki á neinum manni. J. STRAND. Gufuskipið ROSITA strandaði innan á Há- kotstanga í Innri-Njarðvíkum aðfaranótt þess 21. nóv. s. 1. Skip þetta kom með sement til Keflavíkur, og var lokið við að afferma það kvöldinu áður og lagði það þá þegar úr höfn, en mun hafa ætlað að bíða birtingar áður en það tæki Reykjavíkurhöfn, en þangað var ferðinni heitið. Því mun svo hafa verið lagt út af Njarðvíkum. Allhvassa hrinu gerði svo um nóttina og mun þá Rosita hafa slitnað upp og rekið á land. Fólk í Innri-Njarðvíkum varð strandsins vart um kl. 7,30. Björgunarsveitinni í Keflavík var gert að- vart undir kl. 9, og brá hún fljótt við og kom á strandstaðinn eftir fáar mínútur með öll sín tæki, undir stjórn Jóns G. Pálssonar, fiskimatsmanns. Fljótlega náðist línusamband við skipið. Ekki leið á löngu þar til öllum björgunarlínum hafði verið komið fyrir og byrjað að draga skipshöfnina í land í björg- unarstól. En þar sem nokkuð langt var milli skips og lands drógust skipverjar í sjó á land- leiðinni, þó tókst allt vel. A skipinu voru 12 menn og ein kona, 7 þeirra fóru í land og voru flutt á bílum til Reykjavíkur en skipstjórinn var kyrr um borð við fimmta mann, enda var veður allgott FAXI Blaðstjórn skipa: Hallgr. Th. Björnsson, Jón Tómasson, Ragnar Guðleifsson. Blaðstjórn ber ábyrgð á blaðinu og annast ritstjórn þess. Gjaldkeri blaðsins: Guðni Magnússon. Afgreiðslumaður: Jón Þórarinsson. Auglýsingastjóri: Björn Pétursson. Verð blaðsins í lausasölu kr. 2,00. Faxi fæst í Bókabúð KRON, Reykja- vík, og verzlun Valdimars Long, Hafnarfirði. Alþýðuprentsmiðjan h.f. og brimlítið og dráttarbáturinn Magni kom- inn á vettvang til að gera tilraun til að ná skipinu út á flóðinu, sem og tókst enda þótt það væri þá orðið töluvert lekt. Magni dró skipið svo til Reykjavíkur þar sem það mun fá viðgerð. Rosita er frá Eistlandi, 60 ára, 500 smálestir að stærð og mun skipshöfnin að mestu leyti vera Eistlendingar. J. Guðmundur Guðmundsson hefur nú sagt af sér skólastjórastarfinu eftir 25 ár. Hann var af flestum mjög vel látinn, enda mun hann hafa leyst þetta erfiða starf vel af höndum. Þetta er nokkuð hár starfsaldur en þó mun hann ekki hafa sagt upp störfum fyrir elli sakir, því enn er hann ungur og býr yfir miklu starfsþreki. Hitt mun líklegra, að hann vilji gjarnan skifta um aðalatvinnu, að þessa tíma sið, enda hugðar- efni hans fleiri en barnafræðsla. Vafalaust eru margir nemendur hans sem þakka hon- um nú fyrir liðnu árin og óska honum til heilla á þessum krossgötum. Sá sem tekur við af honum heitir Hermann Eiríksson. Hann hefur verið hér kennari í nokkur ár, og einnig skólastjóri Iðnskólans. Hann hefur verið mjög vel látinn og er full ástæða til að ætla að hann verði það einnig í hinu nýja embætti. Það er ábyrgðarmikið starf sem hann hefur tekið sér fyrir hendur og fyrir hina upprennandi Keflavík er það mikið í húfi að þær vonir sem við hann eru tengdar rætist. En það á hann, að vísu, mikið undir kennaraliði sínu, sem er að miklu leyti vel þekkt og að góðu kunnugt. J. Umboð fyrir Samvinnufryggingar. Kaupfélagið- (útibúið Hafnargötu 62)

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.