Faxi

Árgangur

Faxi - 01.11.1946, Blaðsíða 6

Faxi - 01.11.1946, Blaðsíða 6
6 F A X I Stjórn Kvennadeildarinnar, Keflavík. Sesselja Magnúsdóttir, Jónína Guðjónsdóttir, Kristín Guðmundsdóttir. sandarnir og svo hólarnir í Landbrotinu, svo líkir hver öðrum að hægðarleikur var að halda áfram þrotlausri göngu kringum 2—3 hóla þangað til menn hnigu örmagna niður, og í bezta tilfelli fundust þar ef til vill daginn eftir kaldir og þjakaðir, eða þá so’fnaðir síðasta blundinum. En nó eru þarna skipbrotsmannaskýli sem kvenna- deildirnar hér syðra hafa látið bvggja, og má segja að það sé góðu að mæta þar fyrir hra'kta sjófarendur, og engin ástæða að leita frá þeim til bæja á meðan illviðrin geisa. Nú þegar deildin okkar er 15 ára höfum við alls lagt fram kr. 50.000,00 til slysa- varnanna, beint til Slysavarnafélags Is- lands, til björgunarskútunnar, skýlisins og svo til sundlaugarinnar hér og til viðhalds björgunartækja hér á staðnum. Margir út- gerðarmenn hér fengu einnig peninga fyrir talstöðvum í báta sína hjá deildinni. En enginn skyldi ætla það, að verkefnin væru tæmd, eða áhugi okkar farinn að minnka. Nei, aldrei hefur áhugi okkar fyrir björgunarmálum verið meiri en nú og ótrauðar munum við berjast við hvers- konar erfiðleika tii þess að afla fjár til bjargar okkar hraustu og hjartfólgnu sjó- mönnum. Við þekkjum svo vel áhyggjur sjómannafjölskyldnanna þegar ofviðrin geisa og ástvinirnir eru að hrekjast á haf- inu, ef til vill vélarvana eða með bilað stýri. Skyldi nokkur okkar þá sjá eftir þeirri fyr- irhöfn og þeirri þreytu sem hún hefur á sig lagt til fjáröflunar fyrir björgunartækj- um eða björgunarskipi? Og þegar Slysa- varnafélag íslands tilkynnir svo, að bát- urinn sé fundinn, eða að mönnunum hafi verið bjargað, er þá ekki gott að vita til þess, að okkar litla árstillag var þá ofur- lítill skerfur lagður fram til þess að þetta þarfa og merkilega félag geti starfað? Auðvitað vitum við vel að mannshöndin er oft veik og vanmáttug í stríði sínu við höfuðskepnurnar. Sjórinn er alltaf að höggva skörð í okkar glæsilega sjómanna- hóp, en hversu stór yrðu þau skörð ekki, ef ekkert yrði að björgunarstörfum unnið? Hundruðum manna hefur verið bjargað hin síðustu ár fyrir atbeina Slysavarna- félagsins.------- Mig langar til að leiðrétta ofurlítinn mis- skilning sem ég hef orðið vör við hér hjá einstaka fólki. Það hafa ýmsir sagt við mig: „Þið'vinnið ekki nóg fyrir Keflavík, við kærum okkur ekkert um að láta aur- ana okkar fara út og suður, þið eigið að gera eitthvað hér!“ Sannarlega höfum við reynt að gera ýmislegt hér, en við erum þannig í sveit sett, að hér þarf engra rót- tækra framkvæmda við og þessu viljum við svo svara í eitt skifti fyrir öll þannig: Hvað myndum við segja ef sjómennirnir okkar lentu í skipbroti norður á Siglufirði eða austur á söndum og íbúar þessara sveita segðu: Við björgum ykkur ekki af því þið eruð ekki sveitungar okkar, við vinnum aðeins fyrir þetta hérað! Eg býst við að við mundum þá skilja vel, að björg- unarstarfsemi er ekki bundin við lands- hluta, þjóðerni eða sérstakt land, við reyn- um aðeins að bjarga lífi manna og þökk- um guði árangurinn er vel tekst. Hér á staðnum er nú björgunarsveit sem starfar undir stjórn Jóns G. Pálsson fyrrum skipstjóra. Nú á 15 ára afmælinu erum við kring um 150 í deildinni, þar af eru um 20 smástúlkur frá 1 árs og fram að fermingu. Þetta er álitlegur hópur, þó hann sannarlega mætti vera stærri í byggð- arlagi þar sem segja má að hver einasta kona njóti beinlínis eða óbeinlínis góðs af starfi sjómannanna. Eg hefi hingað til talað um deildina sem 15 ára, að vísu er hún nú nokkrum mánuðum eldri en það, en ástæður bönnuðu okkur að halda af- mælið á réttum degi. Við horfum vonglaðar fram og vonum að guð gefi okkur þrek til að starfa enn betur í framtíðinni en við höfum hingað til gert. J. G. * Skýli Kvennadeildarinnar í Keflavík austur á söndum. Myndin tekin í sumar, þegar stjórn deildarinnar var þar austur frá í boði Slysavamafélags Islands.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.