Faxi

Árgangur

Faxi - 01.11.1946, Síða 8

Faxi - 01.11.1946, Síða 8
8 F A X I Síldarsöltun var allmikil í verstöðvum skagans í haust, einkum í Keflavík, en einnig í Grindavík og Sandgerði. Saltendur voru margir og við- búnaður allmikill, en þó var ekki hægt að koma öllu sem á land kom í tunnur eða ís, því að suma daga var aflinn mjög mikill, og þá varð að grípa til þess óyndisúrræðis að skila sjónum aftur því sem umfram aflaðist. Það er afar leiðinlegt þegar þannig verður að fara. En síldin er kenjótt og briggðlynd. Enda varð síldveiðin í ár á öllu landinu full endaslepp. Hin svokallaða Faxaflóasíld veidd- ist að þessu sinni langmest langt suðvestur af Eldey, og mun það hafa hamlað veiðinni hvað þetta var langsótt og einnig hvað vera afar ónæðissamt þarna úti í reginhafi og veldur þar Reykjanesröstin mestu um. Agætt verð var á síldinni og sökum þeirrar miklu vinnu sem síldveiðin skapar, þá er jafnan lif og fjör þar sem „sú gylta“ lætur sjá sig. J. Flugvöllurinn hér í heiðinni hefur nú verið afhentur ís- lenzkum yfirvöldum af yfirmanni ameríska setuliðsins. Flugvallarmálið svonefnda hefur vakið gífurlega harðar deilur í herbúðum stjórnmálamanna og olli það friðslitum hjá stjórnarflokkunum, í bili að minnsta kosti. Hingað til hafa Suðurnesjamenn lagt lítið til málanna á opinberum vettvangi um þetta mál. Yfirleitt munu þeir vera samþykkir þessari lausn málsins. Komið hafa fram ýmsar hug- myndir að nafngift á flugvöllinn og lítur svo út sem sumir Reykvíkingar vilji ógjarnan leyfa Keflavík þann heiður að fá nafn sitt tengt við þetta mikla mannvirki. En hvað sem því líður þá hefur nú Keflavík þegar hlotið all- mikla frægð af vellinum. Nafn hennar hefur flogið um allan heim bæði í útvarpi og blöð- um. Og þó að vallarmálið hafi valdið veru- legum hugaræsingi hér á landi þá er vissa fyrir því að stórþjóðirnar, sem ekki trúa 100% á friðinn, hafa einnig fengið hjartslátt af áhuga þegar hið háa Alþingi greiddi at- kvæði um afdrif þessa máls. J. Barnaskólabyggingu í Grindavík miðar vel áfram. Vonast Grindvíkingar til að geta tekið, að minnsta kosti nokkurn hluta hans, í notkun nú á þessum vetri. Eins og áður hefur verið sagt frá hér í blaðinu mun þetta verða allra mesta myndar hús. Öðru máli gegnir um byggingu barnaskóla hér í Kefla- vík. Hreppsnefndin hefur þegar ákveðið að hefjast handa strax og unnt er, og var búizt við að það gæti orðið á liðnu sumri, en skóla- nefndinni tókst ekki að fá húsið teiknað. Teikningin mun þó vera væntanleg bráðlega, svo að hægt verði að byrja fljótlega, enda ein- hugur um að láta barnafræðsluna fara fram við betri skilyrði en að undanförnu. J. Marsvín. Það kemur sjaldan fyrir að hvalir hlaupi á land hér á Islandi. Þó kemur þetta stund- um fyrir og þykir jafnan mikill viðburður enda þótt ekki verði þjóðarfögnuður eins og mun verða í Færeyjum við slík tækifæri. Grindin er mjög mikil búbót þar í landi. Suð- urnesin virðast ekki fara varhluta af þess- um sjávardýrum. Það eru ekki nema nokkur ár síðan stór torfa af marsvínum hljóp á land í Njarðvíkinni og 3. og 4. júlí í sumar kom hvalatorfa á land í Leirunni. Það voru alls 66 marsvín. 64 þeirra komu í flæðarmál Bakkakots og sitt hvort í fjöru Litlhólms og Stórhólms. Hvalirnir voru skornir og komið í mat eftir megni. Kjötið var selt í Keflavík og víðar fyrir 3,00 kr. pr. kg. Ekki mun þó hafa orðið góð nýting af hvalreka þessum. Er sennilegt að verkunaraðferð eða öðrum ó- kunnugleik hafi verið um að kenna. J. Varðan. Nýlega hófst útgáfa á blaði með þessu nafni. Skátafélagið Heiðabúar er útgefandi þess og fjallar það um skátamálefni fyrst og fremst. Það er fjölritað og samið af skátunum sjálf- um. Stærð þess eru fjórar síður í nokkuð stóru broti. Aferð og frágangur er góður og þess má vænta að marga fýsi að sjá Vörð- una og þá einkum aðstandendur þeirra barna og unglinga, sem eru útgefendur hennar. Faxi óskar blaðinu góðs gengis og langra lífdaga. J. Herverndin og ástandið. í Ameríku breyta þeir mold í mjólk og ull. Hjá mörlandanum finnast engir slíkir. Ur verstu tegund bergsins þeir vinna skíra gull og verða líka óskaplega rikir. Þó íslendingar þykist á öllu kunna skil er engum fært að skilja hvað þeir meina því ánægjuna kæfa þeir úlfúðar í hyl og ekta gulli breyta þeir í steina. Og stjórnarvöldin sáu hver voði á ferðum var en vildu hyggið fólk og digra sjóði þau sömdu því við valdamenn vesturálfunnar að veita hingað amerísku blóði. Og hermenn voru sendir að hitta íslenzk fljóð, sem hugarburð og skraf ei þoldu lengur, og trúðu helzt á verkin til vaxtar sinni þjóð. En víða skorti þegnlund eins og gengur. Og Islands stjórn skal þakka en ekki vekja pex þó ástaheit og tryggðabjörgin klofni. Því nú er öllu borgið og næsta kynslóð vex af nógu traustum amerískum stofni. S. Jóhannesson. Ofíusamlag Keflavíkur tilkynnir! Framvegis verður olía keyrð út í hús alla virka daga frá kl. 9 f. h. til 5 e. h. og skal hún greiðast við móttöku. Að gefnu tilefni skal það tekið fram, að þýðingarlaust er að gera pöntun á olíu hjá afgreiðslumanni samlagsins, sem ætlast er til, að komið sé með eftir kl. 5 e. h., þar sem starfsmaðurinn er algerlega óháður samlaginu utan síns vinnutíma. Símanúmer Olíusamlags Keflavíkur eru 127 og 77. Einnig má panta olíu í síma 87. Málning og veggfóður. Kaupfélagið.

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.