Faxi

Árgangur

Faxi - 01.11.1946, Blaðsíða 5

Faxi - 01.11.1946, Blaðsíða 5
F A X 1 5 Kvennadeild Slysavarnafélags Islands ■ Keflavík Kvennadeild Slysavarnafélags Islands í Keflavík var stofnuð 29. mars 1931 af herra Jóni Bergsveinssyni, hinum góð- kunna frömuði í björgunarmálum hér á landi og af konum sem með honum komu úr Reykjavík. Stofnendur voru 16 konur fuilorðnar og 1 telpa. Fyrstu stjórn félags- ins skipuðu þær frú Guðný Asberg for- maður, frú Guðný Vigfúsdóttir gjaldkeri og frú Júlíana Jónsdóttir ritari. Stofnun þessa félagsskapar var afar vel tekið af konum hér, ekki sízt vegna þess hve öllum var í fersku minni hið hörmu- lega slys er hér vildi til 6. apríl 1930, er fjórir ungir og efnilegir menn drukknuðu sem sagt upp í landsteinum, fyrir augum fjölda manna, en engin tök voru að bjarga þeim, því engin björgunartæki voru til. — Fyrsta árið sem deildin starfaði voru haldnir 4 fundir. Ýmislegt var gjört til fjáröflunar, ýmist haldnar skemmtanir, eða útbúnir lóðarstubbar sem formennirnir sem áður höfðu verið í st. Leiðarstjörnu, sem starfaði hér áður, en nú hefir ekki starfað í 2 ár, og 15 nýir félagar, alls 48. A framhaldsstofnfundi sem haldinn var 11. nóvember bættust við 3 nýir félagar, og var þá gengið til fulls frá stofnun stúk- unnar. Vitað er um nokkra fleiri, sem hafa hug á að ganga í stúkuna, en hafa ekki getað komið á stofnfundina. A meðal nýliðanna eru margir ágætir menn og kon- ur, svo að búast má við góðu og fjörugu starfi. Æðstitemplar stúkunnar er Björn Hall- grímsson, en umboðsmaður Margeir Jóns- son. Það virðist svo, sem bindindishreyfingin eigi nú nokkru meiri skilningi að mæta en stundum áður, enda mun nú mörgum vera farið að blöskra ástandið í áfengis- málunum og augu manna vera að opn- ast fyrir nauðsyn þess að eitthvað sé gert til að draga úr ofdrykkjunni. Því til sönn- unar má benda á að nú hafa ýms félög og félagssamtök hafið umræður um áfengis- mál og gert ályktanir um þau, — félög, sem 15 éra réru svo með til skiftist. Það væri freist- andi að segja frá því hér, hve mikið þessar fáu konur gerðu þá strax til þess að safna fé, en rúmið er takmarkað og ég verð að stikla á því stærsta. Á næsta aðalfundi deildarinnar, 10. apríl 1932, er svo skýrt frá því, að fyrsta línu- byssan sé komin hingað í þorpið. Síðan hafa björgunartæki verið til hér á staðn- um, og hefur deildin látið byggja skúr yfir þau, sem er nú í rauninni farinn að verða heldur lítill. Næstu árin var svo unnið sleitulaust. Sérstaklega höfðum við í huga að leggja okkar skerf til björgunarskútunnar sem átti að smíða til eftirlits báta á Faxaflóa. Og loks rættist svo þessi mikli draumur okkar, að björgunarskútan kom og við lögðum til hennar eftir getu. En eins og öllum er kunnugt, reyndist hún á annan veg en vonir stóðu til, en um það skal ekki rætt hér. Nú í vertíðarbyrjun í vetur er ekki hafa áður látið þau mál til sín taka. Er það vel, og ber að fagna hverri við- leitni í þessa átt hvaðan sem hún kemur, enda snertir mál þetta allar stéttir og alla þegna þjóðfélagsins, og getur enginn látið það afskiftalaust. Ættu starfandi félög hér í Keflavík að taka áfengismálið til um- ræðu á fundum sínum, ef verða mætti til að opna augu almennings fyrir nauðsyn þess, að eitthvað sé aðhafst til úrbóta, og til að skapa almenningsálit, sem sé and- vígt drykkjuskap og drykkjusiðum. Foreldrar, sem óskið þess að börn ykkar verði bindindissinnuð, — og hverjir eru þeir foreldrar, sem óska þess ekki? — þið ættuð að ganga í stúkuna, og gefa þeim þar með fordæmi. Það er auðveldara að segja: „Komdu í stúku“ en „farðu í stúku“. Auk þess eflið þið með því stúkuna og gerið hana færari til að taka á móti þeim, sem þess óska, og þess kunna að þurfa með síðar, og veita þeim stuðning. Hver veit nema meðal þeirra verði börn ykkar G. M. von á henni endurbættri og stækkaðri, og vonandi að hún megi þá koma að fullum notum.------ Verkefni kvennadeildarinnar hafa reynst óþrotleg. Til Sundlaugar Ungmennafélags Keflavikur hefur deildin lagt kr. 10.000 og er það miklu meira fé en hún hefur haft leyfi til, en það er álit okkar, að góð sundkunhátta sé allra bezta undirstaðan til björgunar úr sjávarháska, það sýnir sig næstum því daglega.------ Á fundi félagsins 8. mars 1942 er svo stungið upp á því, að deildin kosti að öllu leyti skipbrotsmannaskýli það sem byggja átti við Skaftárós. Um þetta urðu nokkuð skiftar skoðanir, en umræðurnar enduðu þannig, að samþykkt var að deildin tæki að sér að borga allan kostnað við skýlið. Það var svo byggt á næstu tveimur árum. Stjórn félagsins og varaformanni gafst tæki- færi að skoða skýlið í júlímánuði síðast- 'liðnUm, í ágætu boði Slysavarnafélags Is- lands. Eg get ekki stillt mig um að lýsa hér að nokkru leyti skýlinu. Að utan er það hvítmálað með rauðu þaki og blárri rönd þvert yfir gluggana. I anddyri þess er vatnsílát, olíutunna og eldiviður. Þegar inn úr anddyrinu kemur ér furðu hátt til lofts og vítt til veggja, manni gæti ósjálf- rátt dottið í hug að maður væri kominn inn í vistlega og rúmgóða baðstofu í sveit. Með báðum hliðum eru rúm í tvö- faldri röð, hærri og lægri og rúma þau 24 menn. Þau eru búin dýnum og ullartepp- um og vattteppum. Herbergið er hvítmál- að. Á miðju gólfi er stórt borð og bekkir umhverfis. Fyrir miðjum gafli er ágæt elda- vél og uppkveikja og kol í lokuðu íláti við hana. Þar er líka í skápum allskonar niðursoðinn matur, einnig pottar, pönnur, diskar og hnífapör. Þar er kaffi, te og ögn af tóbaki, einnig kerti og spil. I stórum skápum fram við dyrnar eru nærföt, ull- arpeysur og sokkar og nokkur pör af vatnsstígvélum. Þar eru að sjálfsögðu sjúkrakassi og björgunartæki. Björgunar- tækin úr skýlinu okkar voru notuð síðast liðinn vetur þegar 19 skipbrotsmönnum var bjargað þarna á söndunum. — Það er svo merkilegt starf sem Skaftfellingar hafa þarna af hendi leyst í fárviðrum og náttmyrkri, að enginn okkar sem hér búa og hafa ekki séð vatnsföllin og sandana þarna getur gert sér minnstu hugmynd um það hvílík þrekraun slíkt er. Þarna hafa líka oft strandað skip sem enginn í landi hefur orðið var við, mennirnir hafa komizt lifandi í land, en þá var ekkert undan nema að þvi er virtist endalausir

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.