Faxi

Volume

Faxi - 11.05.1947, Page 6

Faxi - 11.05.1947, Page 6
6 F A X I dagar sökum veikinda að meðaltali 18 á hvert barn, en nokkru færri í yngri deild- unum. Sum börnin voru frá námi vegna veikinda allt að níu vikum, eða um % hluta kennslutímans. Auk þess varð margra daga lokun vegna bilunar á vind- rafstöð skólans. Námi eldri deildanna lauk með prófum um mánaðarmót apríl-maí, og sýning var haldin á handavinnu og teikningum nem- enda. Fullnaðarprófi luku öll þrettán ára börnin (10) og auk þeirra eitt barn tólf ára, eða alls 11 börn. I vetur var stofnuð stúka meðal skóla- barna, sem starfaði undir góðri umsjá Halldóru Ingibjörnsdóttur, kennara. Að tilhlutan skólans var útivist barna bönnuð eftir kl. 8 að kvöldi í vetur. Gafst sú ráðstöfun vel, enda tekið með góðum skilningi af hendi heimilanna. Góður skilningur og áhugi rikir fyrir bættri aðbúð skólans, bæði hvað snertir endurbætur á skólahúsinu, leikvelli o. fl. Þá er og ákveðið að byggja í sumar íbúð- arhús fyrir skólastjóra, er verður reist á lóð skólans. Bygging þessi verður kostuð að % hlutum úr ríkissjóði og að 'A úr hreppssjóði samkvæmt fræðslulögunum nýju frá 1946. Frá barnaskóla Vatnsleysustrandar. Þar voru 30 börn í skóla og luku 6 þeirra fullnaðarprófi. Hæstu fullnaðarprófseink- unn hlaut Unnur Þórðardóttir, 8,2, en þar sem börnin hafa enn ekki lokið fullnaðar- prófi í sundi, er ekki vel að marka þessa einkunn. Hæstu vorprófseinkunn hlutu þeir Sveinn Sigurjónsson og Kristinn Kaldal, en þeir fengu báðir 8 í aðaleinkunn. Kennari við skólann, auk skjólastjóri Viktoríu Guðmundsdóttur, var Jón H. Kristjánsson, sem einnig annaðist flutn- ing barnanna að og frá skólanum á bíl, sem hann á sjálfur, og sem gerði honum kleift að kenna suður á Vatnsleysuströnd á daginn og halda þó til á heimili sínu í Reykjavík. Sú nýbreytni var tekin upp á Vatnsleysuströnd í vetur, að ekki var kennt á laugardögum, svo kennsludagar voru bara 5 í viku hverri, þótti þetta gef- ast vel. Skólinn starfaði í tveimur deildum og var honum sagt upp 1. maí. Frá barnaskóla Njarðvíkur. Nám í skólanum stunduðu í vetur 62 börn. Skólinn starfaði í fjórum deildum. Sýning á handavinnu nemenda var haldin 27. f. m. við mikla aðsókn. Skólanum var slitið 30. apríl. Vorskóli starfaði til 15. maí. Hæstu einkunnir við fullnaðarpróf hlutu Stefanía Guðmundsdóttir, sem tók fulln- aðarpróf með aldursleyfi, 9,25 og Erling- ur Gunnarsson 9,04. Hæstu ársprófseink- unnir hlutu Bjarnveig Oskarsdóttir 8,3 og Matthías Kjeld og Kristín Sigurbjörns- dóttir 8,1, öll 11 ára. Verðlaun fyrir bezta námsárangur voru veitt Stefaníu Guðmundsdóttur. Frá barnaskóla Grindavíkur. I skólanum voru 76 börn, þar af voru 24 innan við tíu ára aldur og 52 eldri. Hæstu fullnaðarprófseinkunnir hlutu þessi börn: (Meðaleink.) Sæmundur Jóns- son 9,6, Snæbjörn Arnason 9,6 og Erla Guðbj. Einarsdóttir 9,2. Hæstu vorprófseinkunn, 8,6 hlutu tvær telpur, þær Arnlaug Jvarsdóttir og Kamila Lárusdóttir. Tveir verðlaunasjóðir eru til við skól- ann: Verðlaunasjóður Kvenfélagsins, sem veitir tvenn verðlaun, önnur fyrir hæstu einkunn í handavinnu og hin fyrir hæstu einkunn í sundi. Sundprófinu er enn ekki lokið, svo þar hefir ekki verið úthlutað verðlaunum, en hæstu einkunn í handa- vinnu, silfurfingurbjörg, hlaut Erla Guðbj. Einarsdóttir. Hinn verðlaunasjóðurinn, Sæmundarsjóður, veitir verðlaun tveim börnum ár hvert, sem hæstar einkunnir hljóta, en það voru að þessu sinni, eins og að framan getur þeir Sæmundur Jónsson og Snæbjörn Arnason. Nafn þessa sjóðs er þannig til komið að dr. Bjarni Sæ- mundsson fiskifræðingur gaf skólanum hann til minningar um föður sinn Sæ- mund Jónsson, bónda á Járngerðastöðum, og skal sjóðurinn árlega veita verðlaun fyrir tvær hæstu einkunnir, sem gefnar eru í skólanum. Kennarar og nemendur hafa nú kvatt gamla skólann og hyggja allir gott til að hefja starfið að hausti í nýjum húsakynn- um, búnum nútíma kennslutækjum og öðrum þeim þægindum, sem skóla eru nauðsynleg. Mun skólabíll annast flutn- ing barnanna til skólans og frá, sem verður skólastarfinu til ómetanlegs gagns, eins erfiðlega og annars háttar til um dag- legar samgöngur barna á milli hverfanna hér í Grindavík. íbúðarskortur I allflestum kaupstöðum og bæjum landsins á fólk við húsnæðisvandræði að stríða. Svo mjög hefur sorfið að fólki í þessum efnum að það hefur tekið sér fyrir íbúðir skálabyggingar setuliðsmanna og jafnvel enn lélegri skúra sem ætlaðir hafa verið til geymslu eða sem gripahús. Þessi lélegu hýbýli, eins og að visu allar lélegar íbúðir, eru mjög heilsuspillandi og áhrif þeirra á siðferðið og sálarþrek kemur gleggst fram í því dæmalausa morði sem framið var í Reykjavik nú fyrir skömmu. Tildrög húsnæðisskortsins eru fyrst og fremst þau að fólk streymir úr dreifbýl- inu til bæjanna, einnig er það staðreynd að fleirra fólk stofnar til hjúskapar og stofnar heimili á góðum árum en vondum og í góðæri eykur fólk íbúðir sínar ef kost- ur er á. Allt þetta og sjálfsagt margt fleira hefur aukið á þann vanda sem nú steðjar að flestum bæjum landsins. Víðast hvar er byggt ákaflega mikið, en sér þó hvergi fyrir þörfinni. Mörg sam- vinnubyggingafélög hafa verið stofnuð og verkamannabústaðir byggðir í stórum stíl, en eftirspurnin virðist enn fara vaxandi. Hér í Keflavík hefur mikið verið byggt á síðustu árum og vil ég til fróðleiks taka hér upp skýrslu um byggingar á síðasta ári. 1. Fullgerð íbúðarhús árið 1946. Árið 1946 voru fullgerð 24 íbúðar- hús með samtals 33 íbúðum. Þar af voru verkamannabústaðir 6 hús með 12 íbúðum. Stærð íbúðarhúsanna allra er 11.234 m ' og kostnaðarverð þeirra áætlað kr. 3.594.880,00. Stærð verkamannabústaðanna er 4440 m3 og kostnaðarverð þeirra áætlað kr. 1.420.800,00. 2. Aukning á eldri húsum, lokið við á árinu. 2 íbúðarhús voru stækkuð (aukning 168 m3) kostnaðarverð áætlað kr. 50.000,00. 4 íbúðir voru innréttaðar í eldri húsum. Áætlað kostnaðarverð kr. 100.000.00. Aukning íbúða 4.

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.