Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.05.1948, Qupperneq 4

Faxi - 01.05.1948, Qupperneq 4
4 F A X I um líður. En um slíkt skal ekki spáð, að- eins bent á það, að á mörgum stöðum er enn hiti í jörðinni og það ekki djúpt, saman ber hverina. Eg vil í 'þessu sambandi minnast nokkr- um orðum á j arðskj álfta ,sem hafa gengið yfir Reykjanesskagann og 'hafa haft sögu- legar afleiðingar í för með sér; sumra hefi ég 'þegar getið, eða þeirra, sem hafa staðið í sambandi við eldgos á þessum slóðum. Eg minnist á jarðskjálftana hér í þcssu sam'bandi, vegna þess að þeir standa ein- mitt svo oft í nánum tengslum við eldgos, enda þótt slíkt sé ekki endilega nauðsyn- legt; og jarðskjálftar þurfa engan veginn að orsakast af eldgosum beinlínis. Verstu og hættulegustu landskjálftarnir hafa venjulega komið sem þjófur á nóttu og ek'ki sýnilegt, að þeir hafi staðið í neinu sambandi við eldgos. Hins vegar fylgist að, að eldgosasvæði eru einnig mjög oft meiri landskjálftasvæði en önnur. Jarðfræðirann- sóknir hafa sýnt, að jarðskjálftakippir eru nátengdir brestum og sprungum í jarð- skorpunni, en á eldgosasvæði eru einmitt miklu meir af sprungum og gjám en ann- ars staðar, en eins og áður getur þá er Reykjanesskaginn ákaflega sprunginn og sundur skorinn; jarðskjálftar eru líka mjög tíðir á skaganum einkum sunnan til á 'honum, sér í lagi eru smákippir tíðir. A fyrri öldum hafa menn mjög fáar frá- sagnir af jarðskjálftum á skaganum, lík- lega vegna þess hveru linir og meinlausir þeir hafa oftast verið, og mönnum ekki þótt í frásögur færandi nema þeir yrðu mönnum eða skepnum að bana, leggðu bæi í rústir eða röskuðu til jörðinni. Arið 1663 er eiginlega fyr'st getið jarð- skjálfta á Reykjanesi svo að nokkru nemi. Að sögn séra Þorkels Arngrímssonar Vída- lín í Görðum cyddi þá marga bæi um skagann allan. Kleifarvatn minnkaði stór- lega; vatnið sogaðist svo í gjár neðan- jarðar, að nú varð fær vegur fram með því undir klettunum, en áður 'hafði vatnið náð 300 fet upp í hamarinn. Þá er þess getið í riti nokkru, sem gefið var út í Frankfurt 1715, að jarðskjálfti hafi orðið á Islandi 1653, og sagt, að borgin „Kepla- wick“ hafi þá beðið mikið tjón. Ef nokkur fótur er fyrir þessu, gæti 'hér verið um sama jarðskjálftann að ræða, en ártalið skolast tll. Árið 1724 ganga enn landskjálftar yfir Reykjanesskagann aðallega að sunnan og austan. Bærinn í Herdísarvík hrundi, og ráðsmaður Skálholtsstóls, Arngrímur Bjarnason að nafni, dó undir Krísuvíkur- bjargi við sölvatekju af grjótflugi úr bjarginu. Árið 1754 er enn getið landskjálfta, og í Krísuvík kom upp nýr hver 6 faðma víður og 3 faðma djúpur. Árið 1879 urðu allharðir landskjálfta- kippir á Reykjanesskaga um lok maímán- aðar, harðastir voru þeir um hverasvæðið við Krísuvík; bær féll á Vigdísarvöllum og fólk flúði úr bæjum í Nýjabæ við Krísu- vík. Árið 1887. Morguninn hinn 28. október urðu allmiklir jarðskjálftar víða um Suð- urland, en voru lang 'harðastir utarlega.á Reykjanesskaga, og í Höfnum fundust um daginn 40 kippir og voru sumir rnjög harðir. Valahnúkur, sem Reykjanesvitinn stóð þá á, klofanaði og mynduðust þar þrjár eða fleiri sprungur allmiklar, og var ein þeirra aðeins um 3 álnir frá sjálfum vitanum; síðar þetta ár (í desember) féll 7 faðma langt og 3 faðma breitt stykki fram- an úr hnúknum. Á ljósabúnaði vitant urðu allmikil spjöll og vitavörður varð að slökkva öll ljós í honum. Upp úr þessu var vitinn svo fluttur af 'hnúknum vegna þess að menn voru alls ekki lengur óhultir með hann á þeim stað. Þá sprungu og veggir í steinolíu'húsi vitans og bær vita- varðarins skekktist einnig og skemmdist. Leirhverinn Gunna, sem er skammt aust- an við bæinn á Reykjanesi á svo kölluðum Hvervöllum, breyttist einnig talsvert. Árið 1889. Um haustið, 13. október, urðu harðar jarðskjálftahreyfingar víða kringum Faxaflóa. Skip í hafi fyrir Reykjanesi urðu greinilega vör þessara jarðhræringa. Mestir urðu jarðskjálftar þessir á Krísu- víkursvæðinu, en minni þegar lengra kom 'fram á skagann og enginn spjöll urðu á vitanum né umhverfis 'hann. Hús hrundi á Hvassahrauni og steinhús á Sjónarhól klofnaði og ýms smávægilegri spjöll urðu á húsum á Vatnsleysuströndinni. Á Vigdís- arvöllum og í Krísuvík 'hrundu allmcirg peningshús algjörlega. Árið 1896, hið ægilega jarðskjálftaár, þegar allt Suðurlandsundirlendið lék á reiðiskjálfi síðari hluta sumars, urðu mcnn á Rcykjanesskaganum aðeins lítillega varir við jarðskjálfta. Árið 1899 urðu enn jarðhræringar við Faxaflóa sunnanverðan og lang harðastir suður með sjó á Rcykjanesskaganum. Að- faranótt 27. febrúar fundust t. d. 12 kippir, sumir mjög harðir, í Kcflavik milli kl. 1 og 2,15. 1 Höfnum hrundi kotbær einn, Magnúsarbær í Kirkjuvogi, til grunna, en hann var heldur lélega byggður. Jarð- skjálftar þessir urðu þó lang mestir úti á Reykjanestánni sjálfri í grend við vitann, og ekki varð kveikt á honum á meðan jarðskjálftinn stóð yfir. Þá þorði fólkið ekki að 'hafast við í bænum um nóttina, vegna þess að grjótflug var nokkurt úr fellinu, sem bærinn stendur undir. Hús höfðu og skekkst og sprungið, og tröpp- urnar við vitadyrnar 'höfðu sprungið frá, ljóskei'lan oltið á hliðina og glasið brotið. Þá hafði 200 faðma löng sprunga komið í jörðina við Gunnúhver og stefndi 'hún frá landnorðri til útsuðurs, eða eins og ailar aðrar eldsprungur á Reykjanesskaganum. Eg hefi nú drepið mjög lauslega á 'helztu eldsumbrotin og jarðskjálftana, sem orðið hafa á Reykjanesskaganum frá því að land oklkar byggðist fyrir um það bil tíu og hálfri öld síðan og sem getið er í fornum heimildum bæði annálum og sögum. Eg hefi tínt þessi brot saman úr ýmsum átt- um, en hefi þó aðallega stuðst við hin gagn- merku rit Þorvaldar Thoroddsen: Lýsing Islands, Jarðskjálftar á Suðurlandi og Landskjálftar á íslandi auk Islenzkra Ann- ála. Einnig hefi ég 'haft hliðsjón af og tekið atburði eftir þeim ritum, sem nú skulu talin: íslenzk Annála'brot og Undur íslands eftir Gísla Oddsson biskup i Skál- holti; Ferðabók þeirra félaganna Eggerts Olafssonar og Bjarna Pálssonar ritaða af þeim fyrrnefnda; Ferðabók Sveins Páls- sonar og Rit um jarðelda á íslandi, sem Markús Loftsson, bóncli á Hjörleifshöfða, hefur safnað til og ritað. Eg vil taka það fram, að ég hefi ein- ungið tekið þessi brot saman og látið frá mér fara með það fyrir augum, að það gæti orðið til þess, að þeir, sem á Reykja- ncsskaganum búa og greinarkorn þetta lesa, myndu ef til vill frekar minnasL og halda til haga sögnurn, sem þeir hafa heyrt frá atburðum þeim, sem hér greinir frá, eða öðrum, sem eru þess verðir, að sagnir og lýsingar af þeim séu geymdar en ekki gleymdar og sem myndu verða kærkomn- ar upplýsingar og heimildir fyrir þann eða þá, sem síðar eiga eftir að fást við að rita fullkomna lýsingu þessa eldbrunna skaga og sögu þeirra manna, sem hann hafa byggt ,allt frá því að Ingólfur Arnarson, fyrsti landnámsmaðurinn, sló eign sinni á 'hann gjörvallan og til vorra tíma.

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.