Faxi

Årgang

Faxi - 01.05.1948, Side 7

Faxi - 01.05.1948, Side 7
 Helgidaga- og næiurlæknar. 15.—22. maí Björn Sigurðsson, læknir. 22,-—29. maí Karl G. Magnússon, héraðsl. 29. maí til 5. júní Pétur Thoroddsen, læknir. 5.—12. júní Björn Sigurðsson, læknir. 12.—19. júní Karl G. Magnússon, héraðsl. Geymið blaðið. „Bíóges(ur“ skrifar Faxa eftirfarandi: „ . . . Þegar ég hafði setið í sæmilega þægi- legum stól á svölum eða lofti í hinum nýju húsakynnum Nýja Bíó i Keflavík, hélt ég að við værum loks búin að fá viðunandi kvik- myndasýningasal hérna í Keflavík. Húsið er rúmgott og að mörgu leyti þokkalegt og að kröfum nútímans. Ekki hafði ég þó lengi setið þegar ég fékk ónotalegt spark neðan til i bakið. Og allan sýningartímann dundi á mér smærri og stærri spörk og þegar ég fór að aðgæta nýju sumarkápuna mína var hún öll upp spörkuð að aftan, drullug og rykug. Okkur stúlkunum þykir sárt um fötin okkar og ég veit að það eru vinsamleg tilmæli margra okkar að þið herrar góðir burstið tærnar á skónum ykkar áður en þið farið í bíó, ef þið þurfið endilega að standa uppí sætunum, sem við erum búnar að kaupa okkur. En livernig er það með kvikmyndahús hreppsins, — kvik- myndahúsið okkar — hvernig stendur á að það fær ekki betri sæti? Ég sé i auglýsing- um frá því og heyri talað um að það sýni oft mjög góðar myndir, en ég get bara ekki lagt það á mig að sitja á þessum hörðu bekkj- um, sem minna mig á hænsnaprik . . . Bió-gestur“. Svar við spurningu „Bíó-gests“. Framkvæmdarstjóri Keflavíkur-bíós, Mar- geir Jónsson, gaf Flæðarmálinu þær upplýs- ingar, að hann ásamt oddvitanum hefðu gert marg ítrekaðar tilraunir til að fá stoppaða stóla i bíósal hreppsins en Viðskiptanefnd liefði algerlega synjað þeirri málaleitan. Það verður þvi ekki betur séð en að einkafram- takið eigi góða hauka í horni viðskiptamál- anna. Og varla eru þau verri nú sætin í „Verkó“ heldur en þau hafa verið um fjöldamörg ár — þótt ekki verði mælt með þeim sem framtíðarsæt- um. Togarinn Keflvikingur er nú búinn að fara eina söluferð til Eng- lands. Hann var með fullfermi, sem hann veiddi á 11% sólarhring, og reyndist það vera 4450 kitts, fyrir það fékk hann £ 14595; í krónum er það 382.680,90. Þá er óselt lýsi sem selst á allmörg þúsund, svo að afli fyrstu ferðarinnar verður alls á fimmta hundrað þúsund krónur. Hlutur þeirra háscta er sigla verður um kr. 5000,00 í þessa 25 daga, sem veiðiförin stendur yfir, en þeir sem bíða heima hafa töluvert lægri hlut. Undanfarna daga hefur Keflvíkingur verið að veiða fyrir Þýzkalandsmarkað og selur þar á næstunni. Vcrtíðin. Um síðustu mánaðarmót fell fiskirí niður í ekki neitt. Þá hættu nokkrir bátar eða fóru á trollfiskirí. Síðan örfaðist fiskurinn aftur og urðu ágætis aflabrögð nokkra daga en nú hefur dregið úr því aftur. Aflaskýrsla kemur ekki í þessu blaði en hinsvegar verð- ur gerð grein fyrir vertíðinni í heild í næsta blaði, og vonandi berast þá aflaskýrslur frá öllum verstöðvum. 7 FAXI Blaðstjórn skipa: Jón Tómasson, Hallgr. Th. Björnsson, Valtýr Guðjónsson. Blaðstjórn ber ábyrgð á blaðinu og annast ritstjórn þess. Gjaldkeri blaðsins: Guðni Magnússon. Afgreiðslumaður: Steindór Pétursson. Auglýsingastjóri: Björn Pétursson. Verð blaðsins í lausasölu kr. 2,00. Faxi faest í Bókabúð KRON, Reykja- vik og verzlun Valdimars Long, Hafnarfirði. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Kaup verkamanna í Keflavík og Njarð- víkum í april 1948. (Vísitalan 300). Almenn vinna. (Grunnkaup kr. 2,65.) Dagvinna ...............kr. 7.95 Eftirvinna ................ — 11.93 Nætur- og helgidagavinna .. — 15.90 Vinna við loftþrýstitæki og hrærivélar. (Grunnkaup 2.90). Dagvinna ............... kr. 8.70 Eftirvinna ............... — 13.05 Nætur- og helgidagavinna .. — 17.40 Skipavinna o. fl. Kolavinna, upp- og útskipun á sementi, hleðsla þess í pakk- húsi og afhending þess. (Grunnkaup 2.90). Dagvinna ................... kr. 8.70 Eftirvinna ................. — 13.05 Nætur- og helgidagavinna .. — 17.40 Önnur upp- og útskipun, fiskaðgerð í salt. (Grunnkaup 2.85.) Dagvinna ................... kr. 8.55 Eftirvinna ................. — 12.83 Nætur- og helgidagavinna .. — 17.10 Kauptrygging í Iiraðfrystihúsum sé unnið á vöktum, er kr. 530.00 á mán. (grunnlaun) í apríl kr. 1590.00. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur. Hjartans þakkir færi ég hér með þeim keflvískum konum, Kvennadeild Slysavarnafélags Islands í Keflavík og öllum, er studdu mig með fjárframlögum til Englandsfarar síðast- liðið haust. Og innilega þakka ég ykkur, sem fóstruðu börn mín í fjarveru okkar hjónanna. Guð blessi ykkar óeigingjörnu hjálp. Keflavík, 7. maí 1948. KRISTJANA ÓLAFSDÓTTIR, Suðurgötu 37.

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.