Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1948, Blaðsíða 9

Faxi - 01.05.1948, Blaðsíða 9
F A X I 9 Fré skrifstofu Kefiavíkurhrepps 1. maí s. 1. féll í gjalddaga þridja greiðsla fyrirfram greiddra út- svara. Þeir gjaldendur, sem eigi greiða reglulega af kaupi, og eigi hafa ennþá innt þessa greiðslu af höndum, eru vinsamlega beðnir að gera skil nú þegar. Skrifstofan er opin alla virka daga kl. 10—12 og 1—4, nema laug- ardaga kl. 10—12. Keflaví\, 7. maí 1948 O DDVITINN Bréf Er síldarvertíð í Hvalfirði var að ljúka, væntu flestir, að útgerðarmenn og sjó- menn yfirleitt sneru sér þá að þorskveið- um á vetrarvertíð suður með sjó eins og það cr kallað í daglegu tali. En því miður varð reyndin önnur því daglega heyrði maður, að útgerð drægist að verulegu leyli saman í helstu verstöðv- um 'hér sunnanlands, svo sem Keflavík, Sandgerði og fleiri stöðum og er það ein versta ógæfa sem hent getur þjóðfélagið í 'heild. En hvað veldur því, er ef til vill crfitt að svara og þó ekki. Mitt á meðal þessara verstöðva á Suð- urlandi er staður, sem dregur fjöldann lil sín; sá staður ,sem bíður fríðindi fram- yfir aðra, svo sem léleg vinnuafköst, stutt- an vinnutíma og vinnudagafjölda eftir hvers og eins geðþótta, og 'hver sá maður, sem cr einu sinni kominn upp á allan þann „luxus“, sem Reykjavík bíður og það marg- þætta og spillta skemmtanalíf, hann eða hún fer tæplega þaðan með glöðu geði aft- ur, að minnsta kosti höfum við hér í Grindavík haft áþreifanlegar sannanir fyrir því. Og svo mun vera með allar aðrar ver- stöðvar við Faxaflóa, fólkseklan er eitt stærsta mein þeirra á aðalframleiðslutím- anum, en höfuð ástæðan fyrir henni er þetta, sem áður greinir; það, að í Reykja- vík vilji allir vera. En þessi mál eru mér kunnust liér í Grindavík og auðsæjust við þær fraitv kvæntdir, sem hér hafa staðið yfir síðast- liðið surnar, en ekki lokið enn að fullu, en þær eru: Stækkun Hraðfrystihúss Grindavíkur h.f., bygging lifrar og beina- vinnslustöðvar og aukning mannvirkja við 'höfnina. En í öllum þessum tilfellum verð- um við sem önnur byggðarlög úti á landi að sækja svo margt til Reykjavíkur illu heilli. Svo sem fjárfestingarleyfi, lán í bönkum og öðrum lánstofnunum, sem tekur sinn drjúga tíma, af því að banka- stjórar og allir þeir stjórn'leysingjar þar innra, víla ekki fyrir sér að tyggja sömu tugguna: „Komdu eftir viku, komdu eftir hálfan mánuð og svo framvegis og svo frantvegis“, Svo liða vikur og mánuðir af bezta tíma ársins, að ekkert verður að- hafst við framkvæmdir. En þegar velrar, þá raknar örlítið úr þessunt vandræðum, því nú sjá „stjórnleysingarnir“ sinn kost vænstan, því óðum líður að vetrarvertíð, en þetta allt er bundið við að vera lokið í vertíðarbyrjun, en sem kunnugt er bygg- ist öll velmegun þjóðarinnar á fiskveiðum landsmanna. Og ekki hvað síst „stjórnleys- ingjanna“ í Reykjavík. En sagan er ekki nema hálfsögð, af því að nú þurfum við á tæknilegri og verk- legri aðstoð að halda, sérstaklega frá vél- smiðjum og byggist að miklu leyti á, að viðkomandi vélsmiðja sendi menn hér suð- ur til að vittna að uppsetningu véla og tækja, en það er nú þrautin þyngri, því enginn vill úr Reykjavík fara. En úr þessu rætist nú von bráðar, en viðstaða surnra hér syðra er skammæ, sérstáklega hinna yngri, þeir hafa öðrum hnöppum að hneppa þar innra. Og ætíð hafa þeir nægar afsakanir fyrir sinni burt- för, sem okkur hér finnst næsta smávægi- legar og hlægilegar til að tefja fyrir þessum ntjög svo nauðsynlegu framkvæmdunt og nú síðustu dagana í mars átti svo að heita að hraðfrysti'húsið og lifrar- og beina- vinnslustöðin tækju til starfa. Stuttur fram- kiðslutími það. T. K.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.