Faxi - 01.06.1949, Síða 1
5.—6. tbl. 9. ár
Útgefandi: Málfundafélagið Faxi, Keflavík
Júní 1949 #
VefrarverfíSiri 1949
sælust voru. Fiskurinn gekk þó einnig á
grunnið og veiddist vel 'á opna háta upp
í landsteinum, einkum út af Garðinum.
Netjabátar áttu erfitt með að athafna sig
sökum illviðra, enda gekk þorskurinn ekki
inn í flóann eða undir Stapann og var því
rir vetrarvertíð innanbugtar. í Grindavík
kom 'hinsvegar mjög snörp „hrota“ af
netjafiski og færði hiut þeirra ágætlega
fram.
Vetrarvertíðin 1949 er nú liðin. Eins og
ávallt áður, gerðu menn sér góðar vonir
í vertíðar byrjun, um fengsælt „úthald“.
Menn töldu jafnvel ýms náttúru fyrirbæri
benda til að svo yrði — eða a. m. k. að
þorskurinn mundi ekki láta sig vanta, að
þessu sinni. Mikill þungi var því lagður
í að fá sem flest fley á flot. Jafnvel menn
sem aldrei höfðu fengist við útgerð leigðu
sér báta og fóru að gera út, og gömlu út-
gerðarmennirnir bættu gjarnan við sig.
Og sannarlega var mikil fiskgengd þeg-
ar bezt lét.
Að vertíðarlokum verður þó séð að
betra hefði verið að sum förin hefðu
staðið í naustum, með tilliti til útgerð-
armannsins — en þjóðarihagur er það að
halda sem flestum skipurn úti, jafnvel þó
að rekstrarreikningur þeirra sýni ekki
tekjuafgang.
Vertíðin getur sennilega ekki talist með-
alvertíð almennt, þó að sumir bátar og
e. t. v. surnar verstöðvar séu með meiri
afla en nokkru sinni fyrr.
En ekki verður útgerðarmönnunum
kennt um það og líklega ekki heldur
þorskinum — en veðurfar var sérlega stirt,
næstum því hvern einasta dag vertíðarinn-
ar og sjóveður því sjaldan notadrjúg þó að
róið væri og margir landlegudagar. Það
voru hrein frátök og því betra en „bræð-
ings“ veðurfarið, sem oft lokkar menn á
sjóinn þó hljótist sjaldan gott af. Það varð
því lítið um sjóslys eða hrakninga á þess-
ari vertíð og fáir bátar sem fengu slæm
áföll. Linutap var nokkurt, einkurn í Sand-
gerði, en það var mikið af völdum erlendra
togara, sem fóru mjög illa með línur
þeirra. Veiðarfæra tjón a'f þessum sökum
ætti ek’ki að þekkjast og þyrfti ekki að
vera til ef hæfilegar varnar ráðstafanir
væru gerðar. Auk þess hröktu togararnir
línubátana af þeim djúpmiðum, sem fisk-
Óttast var í vertíðarbyrjun að beituskort-
ur yrði, en svo varð þó ek'ki. Til úrbóta
kom vetrarveidd síld frá Akureyri, sem er
ótítt, og svo dálítið af síld frá Noregi, en
einnig veiddist loðna dálítið.
Loðnan gekk inn í Ósabotna, að þessu
sinni, og varð það mikil búbót fyrir Hafna-
menn, en útgerð þar liefur næstum alveg
fallið niður.
Bátarnir á Keflavíkurliöín.