Faxi

Årgang

Faxi - 01.06.1949, Side 7

Faxi - 01.06.1949, Side 7
F A X I 7 Lestrarfélag Keflavíkur Lögreglustjóri hefir þó hcimild til að takmarka frekari útivist barna. — Sam'kvæmt þessari grein 'lögreglusam- þykktarinnar, sem ég vona að al'lir sjái, að felur í sér algert bann við útivist barna eftir tikkilinn tíma á kvöldin, er annað atriði, sem mig langar að minnast lítið eitt á, en það er varðandi höfnina í Kefla- ví'k og dvöl barna á þeim hættu'lega stað. Leggist útlent eða innlent vöruf'lutninga- skip 'hér við 'bryggju, er það segin saga, að þeir fyrstu sem um borð fara eru yngstu borgararnir, börnin. Drengir á öll- um aldri og jafnvel stúlkubörn gera sig þar 'heima komin og va'lda vinnandi mönn- um oft stór erfiðleikum, auk þess sem þau stofna sjálfum sér stundum í hreinan lífs- háska. Margir sjómenn og aðrir, sem starfa við höfnina, telja þetta óviðunandi og óska eftir meira eftirliti lögreglunnar á þessu mikla at'hafna- og hættusvæði, en þó alveg sérsta'klega, þegar skip koma og fara. Árið 1946 gaf lögreglustjórinn í Kefla- vík út tilskipun, skv. lögreglusamþykkt- inni, um útivist barna, og fengu börnin þá jafnframt vegabréf, þar sem á voru rituð nöfn þeirra, fæðingard. og 'heimilis- fang. Aftan á kápu vegabréfsins var prent- uð eftirfarandi tilskipun: — Vegabréf þetta skal bera á sér, og er skylt að sýna það, hvenær sem löggæzlu- menn krefjast. Einnig geta viðkomandi eftirlitsmenn, svo sem dyraverðir, krafizt þess, að vegabréf sé sýnt, ef tiltckinn ald- ur eða hæfileiki er skilyrði fyrir komu eða dvöl á þeim stað. Voru þessi vega'bréf gefin út í samráði við hreppsnefnd og barnaverndarnefnd Keflavíkur, enda ihafa bæði barnaverndar- nefnd og lögreglustjóri oft auglýst lögleg- an útiverutíma barna. Um eitt skeið munu vegabréfin og þessar aðgerðir hins opin- bera haifa gert no'kkurt gagn, en nú sækir aftur ört á ógaduhlið, enda munu nú orðið fá börn bera á sér þessi vegabréf, ef dæma má e’ftir hinu takmarkalida kvöld- slóri barna og aðsókn þeirra í kvikmynda- húsin á kvöldin, sem er ful'lkomlega víta- vert og getur varðað hei'lsu þeirra og sið- gæði, ef ekkert er að gert. Vil ég því hér með skora á yfirvöld bæjarins og aðstand- endur barnanna, að gera nú sameiginlegt átak til að kippa þessu í lag. Eg hefi heyrt menn álasa bíóeigendum fyrir að selja börnum aðgang að kvöldsýningum full- orðinna og er það eðlilegt, en það er líka ævinlega auðveldast að skella skuldinni á aðra, og eins og ég gat um 'hér að fram- Samtal við Arinbjörn I flestum stærri 'bæjum á Islandi hafa lengi verið starfandi bókasöfn til almenn- ingsnota. Hafa þau verið þýðingarmikil tæki til auhinnar þekkingar og menntun- ar fróðleiksfúsum og leshneigðum mönn- um. Jafnvel fámenn byggðarlög hafa fyrir löngu komið upp allmyndarlegum söfnum góðra bóka, sem mikið hafa verið lesnar og þar með orðið til mikils gagns. Fremst slíkra safna má sjálfsagt telja bókasafn Þingeyinga á Húsavík, sem lengi hefur við lýði verið, og naut forgöngu frægra félagsmálafrömuða þar í sýslu. 1 allflest- um sveitum landsins eru lestrarfélög, með misjafnlega miklum forða bóka, og eru sum þcirra eigi allllítil. an, þá eiga starfsmenn kvikmyndahúsa oft mjög erfitt með að koma í veg fyrir að börniri komist inn á bannaðar sýningar, ef hvorki lögreglan né foreldrarnir fást til að skipta sér af þessu, enda næsta vafa- samt, ef út í þá sálma væri farið, hverj- um þessara aðila 'bæri helzt skylda til að koma í veg fyrir þessar óleyfilegu bíó- ferðir. Einfaidasta lausnin er auðvitað sú, að foreldrar láti börn sín fylgja settum regl- um lögreglustjóra, bæði hvað snertir úti- vist 'barna á kvöldin og eins með því að fyrirbjóða þeim að sækja aðrar kvik- myndir en þær, sem þeim eru leyfðar. A þennan hátt kæmi almenningur til móts við löggæzluna, sem áreiðanlega yrði að- farasælast fyrir alla aðila. Hinsvegar verða bæjaryfirvöldin að sjá svo um, að 'lögreglan sé þess umkomin, að þessari sjá'lfsögðu reglu sé hlýtt án nokkurra undanbragða, t. d. með tilskip- un um endurnýjun vegabréfa, ströngu eftirliti með kvikmyndasýningum og yfir- leitt meiri afskiptasemi um útivist barna. A Siglufirði hafa þessi mál verið tekin föstum tökum fyrir nokkrum árum, og er-mér kunnugt um, að barnaverndarnefnd hefir þar fengið vald ti‘l að ráða fastan umsjónarmann til að hafa daglegt eftirlit Þorvarðarson, bókavörð. Lestraúfélag Keflavíkur hefur verið starf- andi síðan 1932, og var því komið á fót af Ungmennafélaginu eða áhugamönnum innan þess. Rekstur þess og gæslu hafði félagið lengi vel með 'höndum, sá um út- lán bóka og val þeirra. Þegar Keflaví'kur- hreppur tók við rekstri þess um 1946, munu hafa verið í því um það bil eítt þúsund bindi bóka, en síðan hefur það aukist nokkuð, eins og nánar er að vikið hér að neðan. Þar sem safn þetta gegnir mi'klu híut- verki, þótt eigi sé það stórt, — en vísir að stærra safni síðar —, þykir blaðinu rétt að birta hér nokkrar upplýsingar um það, sem bókavörðurinn, Arinbjörn Þorvarðar- með bíóferðum barnanna. Fá börn þar í hendur svipuð vega’bréf og hér hafa verið gefin út, sem auðveldar umsjónamannin- um starfið. Þykir þessi tilhögun gefast mjög vel, enda léttir'hún barnaeftirlit lög- reglunnar til muna. Eg fer nú að slá botn 1 þessar hugleið- ingar mínar, og er þó margt enn ósagt. Tilgangi þeirra tel ég mig þó hafa náð, ef mér hefir tekizt að vekja menn til um- hugsunar um eitt af stærri vandamálum líðandi stundar í vaxandi bæ, vandamál, sem verður aldrei leyst á viðunandi hátt, nema góður skilningur og samhugur allra sé fyrir hendi. Öl'lum þykir o'kkur vænt um Keflavík, þennan unga, verðandi bæ, sú tilfinning er sameiginleg og laus við pólitíska togstreitu og dægurþras. Keflavík á í dag glæsilegan hóp ung- menna, sem á framundan sér lífið og framtíðina. Við hin eldri eigum að leggja krafta okkar fram til að skapa þessari æsku bjarta og gæfuríka framtíð, en einn þátturinn í því mikla köllunarstarfi er, að hjálpa henni til að eignast hol'l og þroskandi viðfangsefni, bæði við 'leiki og störf, svo að fölvskalaus 'hreinleiki æsku- áranna megi vara sem lengst. Hallgrímur Th. Björnsson.

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.