Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1949, Síða 8

Faxi - 01.06.1949, Síða 8
8, F A X I son sund'kennari, ihefur látið í té í stuttu viðtali. „Eg byrjaði að starfa við safnið árið 1946“, segir Arinbjörn, „en þá hafði það eigi verið opið til nofkunar seinasta eitt og 'hálft árið. Á árunum síðan hefur það aukist um 500 bækur, samkvæmt spjald- skrá, sem haldin er yfir það, og telur nú rúmlega 1500 bækur. Stæk'kun safnsins takmarkast nú rauraverulega af því geymslurúmi, sem það hefur yfir að ráða, en það er til húsa í barnaskólanum, í þröngum og óhentugum skáp. Er svo komið að eigiralega er ekki hægt að bæta við bók lengur vegna þrengsla“. Fyrirkomulag safnsins og notkun? j,Bækurnar eru tölusettar um leið og þær cru keyptar, og raðað í skápinn, skráðar í spjaklskrá og sérstaka bók eftir stafrófs- rcið, sem sá fær í hendur scm vill velja sér b<)k að Jáni. Þeim er ekki raðaö í hillurn- ar eftir efni þeirra, t. d. skáldsögur sér, ljóðabækur sér o. s. frv. Þær eru lánaðar til stutts tíma, venjulega viku, gegn á- kveðnu gjaldi, sem fer eftir stærð þeirra og dýrleika, og greiðir sá sem fær bóka- lán frá 40 aurum upp í 1 krónu fyrir bók- ina, eftir stærð hennar. Hann kvittar fyrir að háfa tfengið bók með þessu númeri að láni, og er til þess 'höfð lausblaðabók, þar sem allir viðskiptamenn safnsins eru skráðir. Síðaii skilar hann henni eftir á- kveðinn tíma, og fær sér þá nýja bók“. Eru mikil brögð að þvi að bækur tapist í útlánum ? „Ekki nú orðið, svo að segja má að það sé undantekning að ekki 'hafist upp á þeim, en það tekur stundum nokkurn tíma, og þá helzt þegar sá sem fengið ihefur bók að láni gleymir að skila henni áður en hann fer í ferðalag, eða flytur sig í annað hérað vegna atvinnu sinnar. Samkvæmt gamalli 'bókaskrá yfir safnið eru þó marg- ar bækur gersamlega týndar“. Eru .nokkrar 'bækur á safninu sem talist geta sjaldgæfar? „Nei, enda leiðir það af sjálfu sér, þar sem svo st'utt er síðan, að farið var að kaupa bækur til þess. Þó eru þar ýmsar bækur, sem nú eru ekki ifáanlegar í bóka- verzlunum“. Eru til heildarútgáfur íslenzkra höf- unda? „J'á, til dæmis rit Jóns Trausta, Einars H. Kvaran, öll rit Davíðs Stefánssonar og Halldórs Kiljan Laxness, rit Þorgils 'Gjall- anda o. fl.“ Nokkrar alfræðibækur eða orðabækur? Arinbjörn Þorvarðarson. „Nei, slíkar bækur hefur safnið ekki lagt í að kaupa, vegna þess, hvernig starfsemi safnsins er háttað. Ef það 'hefði yfir að ráða lesstofu, 'þar sem menn gætu komið og fengið að fletta upp í þeim, kæmu þær að góðu gagni. En með því að lána iþær út, yrðu þær til notkunar fyrir sárfáa menn, og aðrir gætu ekki notið þeirra, jafnvel þótt ekki væri um að ræða nema til að fletta upp á einu orði. En þær þarf safnið að eiga, ef einbvern tíma kemur að því að ihægt verði að lána bækur í lestrar- sal“. Hvenær er þá safnið opið? „Það er opið alla sunnudaga ársins, og þá tva-r stundir (á dag, og ér það nægjan- legt miðað við að aðeins ‘fer fram afhend- ing bókanna til láns inn á heimilin og móttaka þeirra“. Hefurðu nokkurt yfirlit yfir flokkun safnsins eftir efni? „Eg hefi mér til fróðleiks og skemmt- unar gert skrá yfir safnið í 'heild, þar sem ég skipti bókunum niður í flokka eftir efni þeirra. Er sú flokkun þó ekki eins glögg, né flokkarnir eins margir og vera þyrfti. En samkvæmt þessari skrá er þetta niðurstaðan: Erlendar skáldsögur, þýddar og á frummáli .................... 770 Islenzkar skáldsögur .......... 260 Æfisögur íslenzkra manna og endurminningar................. 75 Æfisögur erlendra manná....... 65 Sagnfræði, landafræði, trúmál, heimspeki ísl.................. 97 Sagnfræði, landafræði, trúmál, heimspeki, þýtt ............ 48 Ýmsar ritgerðir, stjór'nmál, fag- urfræði ....................... 38 ' Ljóð................................ 36 Ferðasögur........................ 36 Islendingasögur, ísl. þjóðsögur .. 45 Tímarit .......................... 25 Leikrit........................... 12 Má auðvitað flokka 'bækurnar meira, og fá þar með skýrari mynd a'f lesefni safns- ins“. Um leið og ég læt í ljós ánægju mína yfir þessum fróðleik, spyr ég Arinbjörn hvað hafi ráðið vali bókanna, og 'hvaða flokkur þeirra sé mest notaður? Hann svarar: „Val bókanna hefur lengst af byggst mest á því, hverjar þeirra væru líklegastar til að vera fengnar að láni hjá safninu, en vöxtur þess hefur að töluverðu leyti ein- mitt oltið á því, að það fengi fé í gegn um útlánin. Þess er þó að geta, að það nýtur opinberra styrkja, 'bæði frá ríki og bæ. — Fólk sækir langmest tíftir skáldsögunum, einkum þeim erlendu. Næst koma endur- minningar og æfisögur, þá ferðalýsfngar, þar næst ritgerðasöfn, þjóðsagnir o. fl., en minnst er eftirspurnin eftir fræðibókum. Tel ég að þetta sé eðlilegt, bókin er lánuð til stutts tíma, skáldsagan er fljótlesin, og fólk vi'll vera fljótt að lesa. Hinar þyngri bækur verða útundan, af því að til þess að lesa þær þarf lengri tíma. I lestrarsal mundi notkun þeirra áreiðanlega aukast, og hlutföllin milli lesturs „léttmetisins" og hinna betri bóka gerbreytast. Vegna þess er orðin brýn þörf fyrir bókasafn hér í bæ, sem hefur yfir að ráða-sæmilegri les- stofu, og góðum bókum. Mundi margur maðurinn vera þakklátur því athvarfi sem hann ætti þar að fagna“. En hvernig er aðsókn að safninu eins og það er og hefur verið rekið? „Aðsókn er allt af nokkuð mikil miðað við bókakost, en þó langmest á vertið. Arið 1948 voru lánuð úr safninu 2202 bindi, að sjálfsögðu sömu 'bindi oftar en einu sinni. 150 einstaklingar skiptu við safnið á ár- inu. Ef gert er ráð fyrir, að hver þeirra hafi tekið bækur að láni fyrir sig og sitt heimafólk, er fjöldi lesendanna verulegur. Eg skal geta þess, að börn á skólaaldri skipta mikið við safnið". Eru bækurnar illa meðfarnar yfirleitt, þegar þær koma úr láni? . „Það er mjög misjafnt. Sumir skila nýrri bók eftir að hafa lesið hana svo að alls ekki sér á henni. Aðrir koma með 'hana

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.