Faxi - 01.06.1949, Page 10
10
F A X I
Skrúðgarðurinn
Svæðið ofan Suðurgötu að Sólvallagötu
annarsvegar og milli Skólavegar og Tjarn-
argötu 'hinsvegar, er á skipulagsuppdrætti
Keflavíkur ætlað undir skrúðgarð.
Að vísu takast af því Jóðir, önnur fyrir
sjúkrahúsið, hin fyrir væntanlega hygg-
ingu við Tjarnargötu. Svæði þctta er að
vísu nokkuð lítið, en :þó nógu stórt til
þess að verða friðsæll og aðlaðandi garður,
ef hann yrði smekklega skipulagður og
vel hirtur.
A síðastliðnu vori var sérstök nefnd
skipuð til þess að sjá um að þessi hug-
mynd kæmist í framkvæmd, og til fjáröfl-
unar sér hún um skemmtanir 17. júní ár
hvert, ásamt fulltrúum allra starfandi fé-
laga í Keflavík.
Agóðanum, sem kann að verða af há-
tííðahöldunum þennan dag, á að verja til
þess að rækta garðinn og prýða.
Fé það, sem safnast hefur á þennan
hátt og nefndin hefur yfir að ráða, er að
sjálfsögðu ekki mikið, en hún hefur þó í
hyggju að hefjast 'handa um framkvæmdir
nú á þessu vori, og þó svo væri, að hún
■hefði þegar skipulagt allar framkvæmdir
vildi ég mega leggja fram eina tillögU
nefndinni til umhugsunar, og styðst hún
við eftirfarandi:
I 'byggð, þar sem land er jafn gróður-
lítið og hér í Keflavík, er skrúðgarður eigi
aðeins gróðurreitur til yndis þeim, er hann
gista hverju sinni, 'hann þyrfti líka að
verða til þess að vekja hjá okkur áhuga
fyrir því að færa gróðurinn heim að hí-
'býlurn okkar, vekja hjá okkur á'huga fyrir
meiri ræktun blómjurta og trjáa. En til
þess að beztur árangur náist, þurfum við
að fá börnin í lið með okkur, þau eru 'hin
komandi kynslóð, og því er tillaga mín
þessi:
Leitað sé til skólastjóra barnaskólans og
sé það athugað hvort eigi eru möguleikar
á því, að börn barnaskólans, t. d. efsti eða
2 efstu bekkir skólans gróðursetji þær
plöntur, er gróðursetja á hverju sinni, und-
ir umsjón sérfróðs manns. Yrði þeim síðan
falið að sjá um plöntur sínar og fylgjast
með þroska þeirra. Þannig yrðu börnin
virkir þátttakendur í íköpun skrúðgarðs-
ins.
Er það skoðun mín að slík tilhögun
Vorið og æskan
Nú er blessað vorið komið. Vorið, sem
við þr'áum svo heitt, allan veturinn. Það er
vissan um vorið ,sem hjálpar okkur til að
þreyja af veturinn. Undir eins og sólin
fer að hækka á lofti, hækkar hugur okk-
ar. Við erum svo ótrúlega bundin veðr-
áttunni og umhverfinu almennt.
Þegar gengið er úti á heiðum vorkvöld-
um, þegar dagur og nótt eru að fallast í
faðma, þá fer ekki fram hjá neinum, að
áhrif komandi sumars streyma inn í huga
manna. Fyrst og fremst er það blessuð
birtan, þá vor'boðarnir kæru, farfuglarnir,
gróandinn og angan jarðar. Þá fer ekki
fram hjá neinum, að fólkið klæðist léttari
fötum og skreytir sig eftir því sem tízkan
býður. Svo er það blessuð æskan, ímynd
vorsins, sem heillar þá sem eldri eru. —
Núhafa staðið yfir fermingar. Fjöldi æsku-
manna gengur út í lífið með vor í augum
og von lí hjarta. Vorið gefur unglingunum
trú á lífið og allt sem fagurt er og gott.
Þeim finnst að þeir þurfi nú síður en áður
stuðnings pabba og mömmu, þau séu orð-
in fullorðið fólk. En aldrei þurfa þau eins
og nú, styrk og aðstoð þeirra eldri.
Þegar barnið gengur fyrsta skrefið, rétt-
ir það ifram hendurnar eftir aðstoð, og auð-
vitað er því bjálpað. I raun og veru er nú
dálítið líkt með fermingarbarninu og barn-
inu, sem stígur fyrsta skrefið sitt. Ferm-
ingarbarnið segir skilið við bernsku sína
mundi mjög auka áhuga komandi kyn-
slóða fyrir ræktun blóma og trjáa. Auk
þess sem viðurkennt er, að fá störf eru
betur til þess fallin að vekja hjá börnum
lotningu fyrir lífinu og öllu því sem fag-
urt er, — og hafa þroskandi og göfgandi
áhrif á uppeldi þeirra.
R. G.
og stígur fyrstu skrefin sjálfstætt út í Ijf-
ið. — En 'kæra 'barn! Treystu þér ekki um
of! Réttu pabba og mömmu hendurnar,
og vertu viss að þau munu ‘hjartans gjarn-
an ganga við hlið þína og vísa þér á rétta
leið til hamingjunnar.
Ur því við minnumst á hamingjuna,
skulum við hafa það hugfast um leið að
'hamingjan er fólgin lí heilbrigðu líferni.
Meðan við erum á æskuskeiði erum við
ör og væntum mikils af lífinu, hættir jafn-
vel til að vera of kröfuhörð. En smám
saman lærum við að sjá hlutina 1 réttu
Ijósi og meta þá samkvæmt því.
Kæru ungmenni! Þið, sem eruð að
ganga ykkar 'fyrstu skref út í lífið. Mætti
ætíð vera vor í hugum ykkar — eilíft vor,
þrungið gróanda, birtu og yl.
Inga S. Pálsd.
Mæft um Keflavík
I Keflavík er kátt á hjalla.
Kærast væri mér að falla,
þar að hinnsta banablund.
Þangað 'kom ég örsnauð alveg,
yndi bæði og hvíld þar fann ég,
og marga góða gleðistund.
Rannveig Guðnadóttir.
Á ferð í myrkri fri!
Keflavíkur
KeflaiVÍkin kæra mín,
‘hvað þú ert nú fögur.
Litskrúð mynda ljósin þín
í lilju bundið kögur.
Andrúmsloftið 'hreinsast hér.
Hlýtt um vanga strýkur
hafgolan, — ég hraða mér
heim til Keflavíkur.
Rannveig Guðnadóttir.