Faxi

Volume

Faxi - 01.01.1950, Page 1

Faxi - 01.01.1950, Page 1
Vetrarvertíðin 1950 Höfnin í Keflavík eins og hún er í dag. Göniul mynd frá liöfninni í Kcflavík. LANDS8ÚKASAFN Jft ■ 8 1.008 TsTXnTTs Vetrarvertíðin er nú hafin á Suðurnesj- um, nokkrir róðrar þegar farnir og afli hefur verið allgóður. Nokkur tvísýna var um útgerðina i ver- tíðarbyrjun og kom það til út af samning- um um verðtryggingu, þeim lyktaði með því að ríkisstjórnin samþykkti að hækka tryggingarverð þorskins úr 65 aurum í 75 aura pr. kg., miðað við slægðan, óhaus- aðan þorsk og annað fiskverð hækkar hlut- fallslega. Lifur er einnig verðtryggð að þessu sinni með kr. 1,30 pr. lítir og er það gert með tilliti til þess verðhruns, sem varð á lýsi síðastliðið sumar. Hrogn eru hinsvegar hagnýtt samkvæmt fyrri reglum um frjálsa notkun gjaldeyris, sem fyrir þau fæst. Með þetta sem höfuðforsendur hefst vertíðin í ár og vænta menn hins bezta um góða afkomu. 'Hagnýting fiskjarins verð- ur með líkum hætti og áður, mest hrað- fryst og annað saltað. Pakkning hraðfrysta fiskjarins er nú yfirleitt smærri en áður og miðast það við Ameríkumarkað. Þá hefur komið á daginn, að smærri pakkning fiskjarins þykir einnig hentugri fyrir Evrópumarkað. Þá hefur h.f. Fiskiðjan í Keflavík undirbúið sig undir að hagnýta keilu, með þeim hætti að herða hana, en þessi fisktegund hefur áður að jafnaði fylgt tirgangi og verið unnin í beinaverk- smiðjum. Margt aðkomufólk er nú í öllum ver- stöðvum Suðurnesja og kemur það víðs- vegar að af landinu. Fólk þetta vinnur við hraðfrystihúsin, bátana og önnur störf, sem fylgja útgerðinni. 1 því sambandi tel ég rétt, að minnast á hinar mjög svo óvið- unandi verbúðir og á það einkum við

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.