Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1950, Síða 2

Faxi - 01.01.1950, Síða 2
2 F A X I Minningarorð um Tómas Snorrason Einstaklingar og heildir hlíta því órjúf- anlega lögmáli náttúrunnar aS fæðast, þroskast, hnigna og deyja. Hinn 20. des. s. 1. lést Tómas Snorrason kennari. Jarð- arför hans fór fram frá Keflavíkurkirkju hinn 30. sama mánaÖar. Tómas var Árnesingur að ætt. Hann fæddist að Norður-Rcykjum í Mosfells- sveit hinn 29. dag ágústmánaðar 1872. Faðir hans, Snorri, var einn af hinum velþekktu Hörgsholtssystkinum, börnum Jóns Jónssonar hreppsstjóra þar og konu hans Guðrúnar Snorradóttur, sem orðlögð var fyrir minni og fróðleik. Móðir Tóm- asar var Margrét Tómasdóttir frá Bratt- holti, svo hann var í báðar ættir afspringur búendanna í uppsveitum Árnessýslu. Ekki var Tómas borinn í heiminn t-1 allsnægta og hóglífis, en mikil gæfa mun honum hafa verið, að amma hans, Guð- rún Snorradóttir í Hörgsholti, tók dreng- inn til fósturs, mjög ungan, þá móðir hans dó. Minnugur er ég þess, að Tómasi fannst æfinlega mikið um fróðleik, guðrækni og móðurlega umhyggju ömmu sinnar, hann geislaði bókstaflega allur, þá er filma endurminninganna leið fyrir hugarsjónir hans og ekki varð um vilzt að Hörgsholt og amma hans þar voru honum helg vé. Sandgerði og Keflavík. En á þessum stöð- um býr verfólkið víða í allsendis ónógu húsnæði. Utgerðin virðist verða meiri í vetur en á undanförnum vertíðum. I Grindavík ganga 10 bátar á vertíðinni, en þeir munu einnig nota net, er til netjavertíðar kemur, en það er sama bátatala og s. 1. vertíð. Þar hafa þegar verið farnir þrír róðrar. I Sandgerði er hinsvegar aukning á útgerð- inni, þar verða að minnsta kosti 16 línu- bátar og 1 netjabátur, þar hafa verið farnir átta róðrar. Sandgerðingar bera nokkurn kvíða til uggvænlegrar ágengni erlendra togara, en þeir urðu fyrir tilfinnanlegu tjóni af þeirra völdum á síðustu vertíð. Æskilegt væri að ríkisstjórnin taki að sér að firra útgerðina þessum vanda. Frá Keflavík munu 22 línubátar róa í Tómas Snorrason. Tómas dvaldist heima í sveitinni fram yfir fermingaraldur, en þá var útþráin farin að gera vart við sig og löngunin til að menntast meira heldur en títt var í þá daga um efnalítil sveitabörn. Honum tókst fyrir tilstilli góðra manna að komast í Flensborgarskólann, sem þá var gagn- fræða- og kennaraskóli. Þar naut hann fræðslu hjá hinum ágæta manndómsmanni Jóni Þórarinssyni, skólastjóra. Tómas minntist alltaf veru sinnar í skólanum með vetur, 8 netjabátar, 2 trollbátar, ca. 5 drag- nótabátar og togarinn Keflvíkingur, þetta er nokkru meiri útgerð en verið hefur. Þá er vitað um nokkra útilegubáta, sem munu leggja afla sinn á land í Keflavík. Keflavík hefur nú verið gerð að tollhöfn og auðveldar það erlendum fiskiskipum að fá hér ýmiskonar fyrirgreiðslu og má búast við, að þau leiti hér frekar hafnar en áður. Siðan í nóvem'ber hefur verið miltið um skipakomur til Keflavíkurhafnar og t. d. hefur verið flutt hér um borð ca. 20 þus. tunnur síldar, mikið af frosnum fiski, lýsi og fiskimjöli. Þessa dagana verður tekið á land salt ef veður leyfir. Blaðið Faxi óskar þ ess að vertíðin verði fengsæl og farsæl fyrir alla, sem að henni standa. virðingu og góðvild bæði til kennaranna og svo skólabræðra sinna. Að afloknu námi gerðist Tómas brátt farkennari á ýmsum stöðum hér suður með sjónum, en á sumrum ferðaðist hann sem fylgdarmaður og túlkur með útlend- ingum. Tómasi var sérstaklega lagið að fara með hesta, og eðlisgreind hans og síð- ar kunnugleiki gerði honum það kieift að leggja oft á tæpasta vaðið bæði bein- línis á vatnsföllum og öðrum torfærunr óbyggða lands vors. Oft gat hann þess við þann er þessar línur skrifar, að öræfin með öllum sínum tálmunum og erviðleikum ferðamannsins bókstaflega heilluðu hann. En það var fleira, sem laðaði og þá, er honum var boðið af einum útlenda ferða- manninum, sem hafði notið leiðsagnar Tómasar um öræfin heima, að koma með út í heiminn, tók hann því boði með gleði. Ferðamaðurinn var hið fræga skáld Englendinga Hall Cain. Með honum dvaldi Tómas sumarlangt í Englandi en ferðaðist svo með honum til meginlands- ins og dvöldu þeir um veturinn í Sviss- landi í hinum dásamlegu Alpafjöllum. Þar eignaðist Tómas endurminningar, sem honum urðu ógleymanlegar, um fegurð og miklleik náttúrunnar. A þeim tíma, sem þeir voru saman rit- aði Hall Cain bók sína, Glataði sonur- inn, sem er látin gerast hér á landi. Síðar dvaldist Tómas um nokkurt skeið í Englandi og stundaði sjómennsku á tog- urum og komst þá af tilviljun til New York sem túlkur á útflytjendaskipi, sem flutti Skandinava til Ameríku. Eftir heimkomuna hóf Tómas aftur sín kennslustörf, i þeim ávann hann sér al- mennt traust bæði hjá börnunum og forráðamönnum þeirra. Börnin snertu við- kvæma strengi í sálarlífi Tómasar því hann var að eðlisfari sérstaklega barngóð- ur maður. En það var við marga erfiðleika að glíma í kennslustarfinu, eins og búið var að kennurunum í þá daga, bæði hvað húspláss og annan aðbúnað snerti og lítil myndu kennaralaunin finnast nú á dögum, enda var það svo, að þrátt fyrir hina stöltu reglusemi og sparnað, sem Tómasi var í blóð borinn, safnaðist lítið fyrir til seinni tímans. Tómas var hagyrðingur góður og orti nokkur ljóð sem ég vissi um, bæði andlegs og veraldlegs efnis, meðal annars nokkur erfiljóð. Trúmaður var hann öruggur svo sem forfeður hans, er lásu húslestra og sungu sálma hvert vetrarkveld og oftar.

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.