Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1950, Síða 4

Faxi - 01.01.1950, Síða 4
4 F A X I Jón Tómasson: Hrakningar og hrævoreldar Hér verður sagt frá hraknings veðri 2. marz 1920, en þá hrakti tvo báta úr Höfn- um. Sögumaður minn er Magnús Gunn- laugsson bóndi í Höfnum. Sjálíur var hann formaður á öðrum hrakningsbátn- um og segist muna þennan dag meðan hann lifi, svo sem hann hefði skeð í gær. En Magnús er minnugur og athugull og vel skiljanlegt að slíkir tvísýnu dagar renni honum ekki létt úr minni. Hann er fæddur að Hraukbæjarkoti i Kræklingahlíð í Eyjafirði árið 1873. Þegar hann var 18 ára fluttist hann að norðan og réðst sem vinnumaður til Magn- úsar Guðmundssonar að Kirkjuvogi í Höfn um. Hjá honum var hann í 10 ár, þrjú sem vinnumaður og sjö ár lausamaður. I þá daga urðu menn að greiða 50 kr. fyrir lausamanns bréf, en réttindi þau gáfu verkamönnum þess tíma mun frjálsari hendur um athafnir og afkomumöguleika. Magnús Gunnlaugsson gerðist brátt bjargálna maður, enda ötull við sjósókn. En hann stundaði sjó bæði frá Höfnum stiginn dans á eftir, og gæti það þá orðið til tekjuöflunar um leið. Góðir keflvískir íþróttamenn, þetta sem ég hefi nefnt hér að framan, þyrfti að lagast. Vona ég að þið sjáið sóma ykkar í því, að þurrka út öll met, sem skráð hafa verið og byrja á nýjan leik á sumri kom- anda. Skil ég þó undan þá árangra, sem náðst hafa á vellinum í Reykjavík, sem eru einu árangrarnir sem þið hafði leyfi til að staðfesta sem Suðurnesjamet. Mér finnst að almenningur ætti að sýna meiri áhuga fyrir þessum málum og mæta á vellinum, þegar keppni fer fram. Það er gaman að sjá, hve mikill kraftur og lip- urð er í hreyfingum þessara manna. Allir vita líka, að í hraustum líkama býr hraust sál, og það er það, sem okkar fámenna þjóð þarf að eiga nóg af. Islenzkir íþrótta- menn, sem farið hafa utan, hafa haldið merki þjóðarinnar betur uppi en nokkrir aðrir hefðu getað gert. Að endingu vil ég beina þeirri ósk til ykkar allra, góðir Kefl- víkingar, að þið sýnið íþróttamönnunum hér heima meiri áhuga en verið hefur. Keflavík 5. des. 1949. Iþróttaunnandi. og eins frá Austfjörðum. Hann var for- maður á eigin báti hrakninga sjóferðina, sem hann segir frá hér á eftir. Vertíðina 1920 voru 9 skip gerð út frá Höfnum. Róstursöm tíð var fyrstu mánuði ársins og brimasamt svo að ekki varð róið til fiskjar. Um mánaðarmót febrúar—mars gekk þó til betri tíðar. Morguninn 2. marz var blæja logn. Formennirnir 9, sem leiðir voru á landsetum og athafna- leysi, voru árla á kreiki og stikuðu spor- léttir milli manna sinna til að „kalla“, því nú skyldi kljást við þann gula frammi í leirnum, í fyrsta skipti þá vertíð. Línan var beitt með hröðum höndum og skipinu hrundið á flot, ýtt frá landi, sjóferðabæn beðin og svo róið löngum ára- togum út á sléttan, mána skyggðan haf- flötinn. Magnús var síðla tilbúinn. Hann horfði á eftir kunningjum sínum og vinum á hin- um skipunum fjarlægjast meir og meir. A norður himininn sló ljósbleikum blæ morgunroðans, en í suð-vestrinu var kol- svartur bakki, engu líkari en geysistórum kolabing. Að neðan féll bakkinn saman við marbláa fjarlægð hafsaugans svo að varla varð aðgreint haf frá himni. En mjúkur fjólublár litur móðu frostnætur- innar, fékk dimman bakka suðursins til að „'harmonéra" vel við bjartan roða kom- andi dags. Allt var svo kyrrt og fagurt í litla sjávarþorpinu. Áratök skipanna átta dóu út í fjarska. Hin óráðna vertíð var hafin. — Á skipi Magnúsar voru tíu menn, for- maður, átta ræðarar og skiphaldsmaður (frammí maður). Magnús lét beita 4 bjóð af línu, sem hvert var með 500 króka. Eftir að hafa beitt og ýtt á flot sendi Magnús einn sinna manna til Keflavíkur, eftir síld til beitu, svo að skipshöfnin var ekki nema níu manns í þessari sjóferð. Þar af voru tveir synir Magnúsar, þeir Jón, þá 15 ára og Kristján 16 ára. Þrir fulltíða heimamenn voru hásetar, þeir Þórarinn Tómasson í Kotvogi, Björn Björnsson, Kotvogi og Guðjón Gunnlaugsson í Tungu. Hinir þrír voru aðkomumenn, sjómennsku óvanir. Þegar skip Magnúsar var komið á flot, var farið að kalda af suðri. Ekki voru þeir komnir nema út á mitt sund þegar svo óheppilega vildi til að einn óvaningurinn braut ári sína. Og kulið fór vaxandi. Það flögraði því að Magnúsi að snúa aftur, en ekki mun honum hafa þótt það vask- lega gerl, þar sem enn var bezta veður. Hann hugðist því komast fram á fiski- slóð og leggja eitthvað af línunni — svo að óvaningarnir gætu séð aðferðir hinna vönu sjómanna. Þegar fram var komið var kominn stinn- ings kaldi og lét Magnús ekki leggja nema 3 bjóð. Vindurinn fór nú ört vaxandi og sá Magnús ekki annað vænna en að láta byrja að draga eftir 15 mínútna legu. Ekkert bar til tíðinda á meðan þeir drógu fyrstu tvö bjóðin, annað en hvað vindur- inn fór hraðvaxandi. Attin hafði snúist frá suðri til austurs og blindbylur skollið á. En þegár austanátt er hörð er sem land- ið sé varið, það er ill mögulegt að ná því. Þegar hér var komið lét Magnús skera á línuna og setja upp segl, með það fyrir augum að krusa til lands. Norður slagur var tekinn og náð inn að Gálgum, en þeir eru skammt innan við Stafnes. Var þá rætt um að lenda á Stafnesi — en þá dúr- aði svolítið og gaf það skipverjum von urn að geta lent heima, svo að suðurslagur var tekinn. Ekkert höfðu þeir orðið varir ferða hinna skipanna fyrr en á suður slagnum að þeir sáu skip einnig á suður siglingu og þekktu að þar fór skip Friðriks Gunnlaugssonar, sem nú býr í Keflavík. Friðrik fór dýpra og hvarf skip hans fljótt sjónum þeirra inn í frosthörku og myrkur vetranbylsins. Magnús sigldi til suðurs um það bil hálf- tíma og var þá komið inn á smásævi, en ekki sást til lands vega byls og sjóroks. Allt hafði gcngið samkvæmt áætlun þar til nú, að átti að venda til norðurslags. Þegar skipið var komið upp í vindinn, kom snöggur vindbylur, í klýfirinn, sem reif útleggjarann lausan og þeyttist hann langt út í sjó, og náðist ekki framar. Eftir missi útleggjarans var ekki hægt að venda á venjulegan hátt og það ráð því tekið að „kúvenda“, en við það dreif skip- ið mikið undan veðri og sjó. Nú hafði skipið fengið á sig sjó sem braut tvær árar til viðbótar og því ekki hægt að hugsa sér að ná landi með því að berja (róa). Eítir kúvendinguna var því siglt til norð- urs og aftur réynt að ná Stafnesi. Siglt

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.