Faxi - 01.01.1950, Side 6
6
F A X I
Jólotrésskemmtun á Keflavíkur
flugvelli
Þann 18. desember 1949 var haldin jóla-
trésskemmtun á vegum starfsmanna
Keflavíkurflugvallar. Voru það hinir
amerísku starfsmenn þar, er héldu skemmt-
un þessa í þeim tilgangi að halda börn-
unum í Keflavík og Njarðvíkum jólatrés-
fagnað. Sýnir það bezt hvern hug menn
þessir bera til íbúa þessara héraða. Langar
mig hér með til að þakka þeim velvild
þeirra og rausn. Eg kom þarna á skemmti-
staðinn og sá hve þeir höfðu lagt á sig
erfiði til að gera allt sem bezt úr garði.
Þarna var stórt fallegt jólatré; salir allir
skreyttir mjög smekklega. Og svo var það
sem börnunum þótti mest í varið, mjög
merkilegur jólasveinn, því hann virtist vera
jólasveinn í húð og hár.
Heyrst hefur að skemmtun þessi hafi
verið algjörlega misheppnuð, þrátt fyrir
góðan vilja þeirra, sem að henni stóðu.
Má þar um kenna hinni geysilegu aðsókn
að þessum stað. Það hafði frézt um þetta
til næstu bæja og héraða og má segja, að
fólk gerði sig æði heimakomið. Enda var
engin leið að koma neinni reglu á vegna
mannfjöldans.
Þarna var hverju barni veittur stór
skammtur af öllu mögulegu sælgæti. Og
var það eitt sannarlega nóg til að gleðja
börnin. En sýndu börnin þakklæti sitt?
Eg efast um að þau hafi sagt „þökk fyrir“,
er þau fengu skammtinn sinn. Hafi þó
svo verið þá sýndu mörg þeirra vanþakk-
læti sitt á svo ljósan hátt, því að góðgætið
lá um allt gólf í aðalskemmtisalnum.
Gjafapökkum var úthlutað á meðan þeir
entust. Urðu fjöldamörg börn héðan úr
Keflavík frá að hverfa án þess að þau
fengju pakka. Geri ég ráð fyrir að gef-
endunum hafi mislíkað það, að einmitt
þau börn, er gjafanna áttu að njóta, fóru
á mis við þær.
Heyrt hefi ég almenna óánægju hér
vegna þess hve þessi skemmtun var mis-
heppnuð, því augsýnilegt var að ætlast yrði
til að dansað væri í kring um jólatréð.
Vafalaust hefðu konur ekki búið börn sín
jafn fallega og þær gerðu, hefðu þær bú-
ist við, að enginn jólatrésfagnaður yrði.
Mér finnst eðlilegt, að almenn óánægja
yrði vegna þess hve jólatrésfagnaður þessi
var misheppnaður. En það er annað, sem
er blátt áfram skammarlegt, og það er hve
margir eru vanþakklátir. Ein kona sagði
við mig, að það sem sín börn hefðu fengið
hefði verið mjög ómerkilegt. Ekki veit
ég hvað það var, sem börnin fengu. En
ég veit hvernig íslenzku leikföngin eru.
Þau eru ómerkileg. Því að þau eru bæði
ljót og léleg. Og þeir sem á þennan hátt
sýna vanþakklæti sitt eiga alls ekki skilið,
að neitt sé gert fyrir börnin þeirra. Af þessu
sést bezt hvaðan áhrifin koma fyrst og
fremst tii barnanna. Er hægt að búast við
þroskuðum unglingum frá heimtufrekum
mæðrum, sem telja allt einskis virði, sem
gert er fyrir börnin?
Eg vildi óska þess, að þessar jólatrés-
skemmtanir yrðu haldnar á annan hátt
eða lireint og beint lagðar niður. Ur því
að Reykvíkingar og aðrir íbúar úr ná-
grannahéruðum og bæjum eru að seilast
til þess, sem öðrum er ætlað, væri æskilegt,
að hægt væri a. m. k. að útiloka að þeir
ryddust inn þar, sem þeim er ekki ætlað
að koma. Það er öðru máli að gegna með
þá, sem er sérstaklega boðið.
Hannes á IHorninu og Víkverji myndu
efalaust reka upp skræk ef Keflvíkingar
ryddust inn á skemmtanir þeirra Reykvík-
inga. Já og minnumst þess hve mikið hefir
Kaup verkamanna í Kcflavík og Njarð-
víkuni í janúar 1950.
(Vísitala 300).
Almenn vinna. (Grunnkaup kr. 3.08).
Dagvinna ........ kr. 9.24
Eftirvinna .......... — 13,86
Nætur- og helgidagavinna .. — 18.48
Vinna við loftþrýstitæki og lirærivélar.
(Grunnkaup 3.30).
Dagvinna ........ kr. 9.90
Eftirvinna .......... — 14.85
Nætur- og helgidagavinna .. — 19.80
Skipavinna o. fl. Kolavinna, saltvinna,
upp- og útskipun á sementi, hleðsla
þess í pakkhúsi og afhending þess.
(Grunnkaup 3.30).
Dagvinna ................... kr. 9.90
Eftirvinna ................. — 14.85
Nætur- og helgidagavinna .. — 19.80
Öll önnur skipavinna, fiskaðgerð í salt
og umsöltun á saltfiski.
(Grunnkaup 3.15).
Dagvinna ................... kr. 9.45
Eftirvinna .................. — 14.18
Nætur- og helgidagavinna .. — 18.90
Kaup verkakvenna í Kcflavík og Njarð-
víkum.
Almenn vinna. (Grunnkaup kr. 2.20).
Dagvinna ................... kr. 6.60
Eftirvinna .................— 9.90
Nætur- og helgidagavinna .. — 13.20
Önnur vinna. Fiökun á bolfiski, vinna
í frystiklefa, hreingerningar á bátum
og húsum og vinna sem venja er að
karlmerin einir vinni.
(Grunnkaup kr. 3.08).
Dagvinna ................... kr. 9.24
Eftirvinna .................— 13,86
Nætur- og helgidagavinna .. — 18.48
Verkalýðs- og sjómannafélag
Keflavíkur.
vcrið talað um Keflavíkurflugvöllinn í höf-
uðstaðnum, og á hvcrn hátt. Líklcga hæl-
ist svo þetta fólk yfir að hafa komið þarna.
Það lætur nógu vel í munni þá.
Það sem ég vildi gera með þessum lín-
um er að þakka þessar góðu og miklu
gjafir og í öðru lagi að áminna börn og
þeirra aðstandendur um að meta þetta á
réttan hátt. Börnin eru móttækileg fyrir
öllum ytri áhrifum. Kennum þeim að meta
rétt það, sem fyrir þau er gert, hver svo
sem gerir það.
Inga Pálsdóttir.