Faxi - 01.01.1950, Síða 8
8
F A X I
Framhald af 5. síðu.
Mönnum til skýringar skal þess getið, að
í reglugerð um kosningu og starfsvið iðn-
ráða, segir svo í annarri grein: Iðnráðin
skulu vera iðnaðarmönnum almennt til
aðstoðar og ráða í ágreinings- og vanda-
málum þeirra. Þau skulu og vera lögreglu-
stjórum, ríkisstjórn og bæjarstjórnum til
ráðuneytis um mál er iðnað varða.
G. Kr. H.
He1gi S.
Hinn góðkunni ritsnillingur okkar
Keflvíkinga, Helgi S., sendir mér í 1. tbl.
Reykjanessins nokkur orð í tilefni af bæj-
arstjórnarkosningunum. Virðast mér þau
benda til, að skap hans sé eigi í sem beztu
lagi um þessar mundir. Skal ég því ekki
eyða á hann mörgum prðum. Hvað van-
stillingu hans veldur skal ég ekki segja.
Þó mætti geta þess til, að það standi eitt-
hvað í sambandi við bæjarstjórnarkosning-
arnar. Helgi er ráðinn ritstjóri Reykja-
nessins, og verður í það að skrifa, stund-
um af lítilli getu. Og enda þótt hann hafi
enn ekki fengið inngöngu í flokk Sjálf-
stæðismanna hér, þrátt fyrir heitar fyrir-
bænir og löngun hans sjálfs, reynir hann
eftir því sem vit og kraftar leyfa að standa
sig við skriftirnar, til þess að flokknum
vegni sem bezt! Betur getur hann ekki
gert. En nöldur hans um andstæðinga
Sjálfstæðisflokksins hefur ekki tilætluð á-
hrif, — því miður fyrir flokkinn hans.
Andstæðingarnir geta verið rólegir og
horft á, hve iðinn Helgi er þó við að naga
fylgið af flokknum, eins og fyrri daginn.
— En hvers á Ingimundur að gjalda?
V. G.
Kölkuvísur
Kalka er heiti á landamerkja-
vörðu, er stóð uppi á Háaleiti, þar
sem nú er Keflavíkurflugvöllur og
braggahverfi honum tilheyrandi.
Einnig er þess getið til, að hún hafi
verið notuð sem innsiglingarmerki
skipa á dögum Selstöðukaupmanna
hér á Suðurnesjum. Varðan er sögð
hafa verið hvít kölkuð, svo að hún
Eitt sinn var ég ung og fríð,
átti farfan hvíta.
Ýmsir þráðu alla tíð
upp til mín að Hta.
Oft mdr sendi sólin fríð,
signuð ástarskeyti.
Óðal mitt var alla tíð
uppi á Háaleiti.
Þar í sæti sat ég ein,
Suðurnesjadrottning.
Margan prúðan sá ég svein
sýna Kölku lotning.
Fá með sína frelsisþrá
fýsti á heiða engin.
Munaraugum mændi ég á
margan smaladrenginn.
Bjuggu menn á brekaströnd,
bezt voru þeirra kynni.
Undra margra lágu lönd
að landhelginni minni.
Viltum mönnum vegum á
vildi ég forða grandi.
Björgun veitti brögmtm þá,
bæði á sjó og landi.
Úr mínu sæmdarsæti var
sjónarhringur fagur.
Allt var mér til ununar:
árin, nótt og dagur.
Fjallahringur fagurblár,
fremstur þó og vökull,
sæist langt að, og hefir hún dregið
nafn þar af. Var þessi ævagamla
varða við líði, þar til nú á stríðsár-
unum, að setuliðið jafnaði hana við
jörðu.
Rekur varðan raunir sínar í ein-
tali því, sem hér fer á eftir.
H. Th. B.
yzt á nesi, heiður, hár,
herra Snæfellsjökull.
Kringum Faxaflóann minn,
f jallahæstur var hann.
Geilsabjört hans kalda kinn,
konungsskrúðann bar hann.
Stórveldis kom hingað her,
hertur fítons anda.
Ólmir vildu meina mér
á minni jörð að standa.
Hermenn þustu hingað, en
helgri ró ei skeyttu.
Óli Thórs og Bjarni Ben
björg mér enga veittu.
Hersins vakti harða geð
hrygð, en enga kæti,
sínum vítisvélum með
veltu mér úr sæti.
Byggð var reist við bústað minn,
bæði daga og nætur.
Missa þarna meydóm sinn
margar landsins dætur.
Ljót var þessi bragga byggð,
bylt er jörð og rifin.
Friðarvina viðurstyggð,
vélakrafti drifin.
Ég er fallin foldar til,
flæmd úr tilverunni.
Eftir munu skuldaskil
og skark á mínum grunni.
Agúst L. Pétursson.
4
Stúlkur við síldarsöllun í Keflavík.
*