Faxi - 01.06.1950, Síða 4
4
F A X I
Skrúðgarður Keflavíkur
Nú þegar aðalfjáröflunardagurinn fyrir
Garðinn okkar fer í hönd er mér bæði
Ijúft og skylt að gefa allar upplýsingar um,
hvernig málum nú er farið og hvernig
horfir með byggingu Garðsins.
Allar útlínur Garðsins eru nú ákveðnar
og nær h'ann yfir svæðið frá Suðurgötu að
Sólvallagötu og að lóð sjúkrahússins til
suðurs, sem nú markast af bráðabirgða-
girðingu nokkurn spöl, til norðurs á Garð-
urinn að ná jafnlangt frá fánastönginni
eins og nú er til suðurs. Aðalinngangur á
að vera beint á móti Ránargötu, svo að nú
eru tvö hús inn á því svæði, sem Garðin-
um er ætlað í framtíðinni, þess vegna kann
margt í sambandi við skipulagninguna að
líta einkennilega út, þangað til að allt
svæðið er fengið. Girðing sú sem gerð hef-
ur verið meðfram íþróttavellinum, er að-
eins til bráðabirgða, til þess að íþrótta-
mennirnir geti verið þar þangað til vænt-
anlegt íþróttasvæði er nothæft.
Það var horfið að því að ráði að reyna
að friða brekkuna og laga hana til svo sem
föng eru á, svo að hún gæti orðið dvalar-
staður á góðviðrisdögum í sumar, og ef
til vill orðið til þess að færa fólkinu heim
sanninn um það hve bráð nauðsyn er að
fá allt svæðið til nota. Hugmyndin er að
reyna að ganga að fullu frá fánastönginni
í sumar og haust, en eftir er að steypa
hring í kringum hana og setja steinmynd-
ir af landvættunum út frá hverju horni —
þá er að fullu risið fyrsta minnismerkið í
þessum Minjagarði Keflavíkur — það
næsta verður svo lítil kapella eða annað fag-
urt minnismerki um fallna sjómenn og þá
munu í framtíðinni, eins og nú hefjast þar
'hinar tvær stórhátíðir almennings — sjó-
mannadagurinn og 17. júní —.
Margir eru vantrúaðir á að hægt sé að
hefja þarna ræktun og gróðursetningu og
illa er spáð fyrir þessum giröingum sem
settar h'afa verið upp — en við sem trúum
á þessa hugmynd erum þess fullvissir að
gróðurinn kemur í margföldu hlutfalli við
þá alúð sem lögð verður í að hlúa að hon-
um — en við girðingarnar er ekkert ann-
að að gera en að fela þær í umsjá fólks-
ins, því að þær eiga að bægja frá skynlaus-
um skepnum, til þess að vernda gróður, til
augnagamans börnum og fullorðum og til
þess að þarna megi vaxa friðland fólksins,
sem geymir um leið minningar um það
sem okkur er kærast. Margra hluta vegna,
verða skrefin að vera smá, en allt miðar í
áttina og hverjum einstökum ér í lófa
lagið að lengja skrefin og stytta leiðina,
með því að ljá lið sitt og hugmyndir, þeim
sem að þessu vinna.
Það var leiðinlegt að þurfa að skerða
sjóðinn til þess að hefja þarna bráða-
birgðafrantkvæmdir — en það er ekki
venjulegt að fólkið fái trú á fallegar hug-
myndir áður en það sér bóla á þeint — nú
er starfið hafið og við trúum því að fljótt
verði og margfalt fyllt- upp í skörðin, sent
höggvin voru í sjóðinn, þegar sést að al-
vara er í framkvæmdum. —
Allar hugmyndir, leiðbeiningar og hvers
Yfirlit yfir tekjur og gjöíd 17. júní hatíðarma
1946:
Nettó tekjur ........................
1947:
Agóði af danspalli
Agóði af merkjasölu
Agóði af 6 og 9 sýningu og dansleik
Agóði af skemmtun í húsi U. M. F. K.
Agóði af veitingum ..................
-4- samanlagður kostnaður ........
Nettó ágóði ......................
1948:
Inink. fyrir bíósýningu
Innk. fyrir prógram kl. 6.........
Innk. fyrir merkjasölu............
Innk. fyrir dansleik í Alþýðuhúsinu .
Innk. fyrir dansleik í húsi U. M.F. K.
-4- samanlagður kostnaður
Nettó ágóði
1949:
Hagnaður af merkjasölu
Seldir 214 ntiðar 15,00 .
Seldir ntiðar U. M. F. K. 135
Seldir miðar V. S. F. K. 104
Nettó ágóði af „Tívolí“ .
Nettó ágóði af veitingum
-4- samanlagður kostnaður
Nettó ágóði
Nettó sjóðseign ..........
kr. 1.595,30
. kr. 27,00
— 1.941,50
. . . 3.057,12
— 4.320,00
. . . — 1.002,70
kr. 10.348,32
. . . — 6.916,52
kr. 3.431,80
.. . kr. 432,00
. . . 3.435,00
— 5.162,45
— 2.010,00
... — 1.952,30
kr. 13.091,75
... — 5.870,60
.. . kr. 7.221,15
. kr. 3.472,55
— 3.210,00
. . . 2.700,00
— 2.080,00
— 3.328,00
... — 221,00
kr. 15.011,55
... — 6.273,43
— . 3.431,80
7.221,15
kr. 8.738,12 — 8.738,12
kr. 20.986,37