Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1950, Síða 5

Faxi - 01.06.1950, Síða 5
B rey tti r tí Vetrarvertíðmni er fyrir nokkru lokið. Að sjálfsögðu var þessi vertíð svipuð svo mörgum öðrum vertíðum. — Afli var í meðallagi og sjómenn seldu hann, eins og undanfarnar vertíðir til frystihúsanna. Þar var fiskurinn flakaður og frystur, þar til síðari hluta vertíðar, en þá var að mestu hætt að frysta og fiskurinn þá saltaður. Ollu því markaðsörðugleikar fyrir frysta fiskinn. Fiskurinn var seldur fyrir ákveðið verð, sem ríkissjóður ábyrgðist til 20. marz s. 1., en þá komu „gengislögin" svokölluðu til sögunnar og féll þá ábyrgð rikissjóðs nið- ko nar aðstoð í þessu starfi er með þökkum þegin — okkur er það ljóst að jafn mikið verkefni og þarna bíður verður ekki leyst nema með sameiginlegu át'aki allra og umfram allt velvilja til þessara fyrirætlana að byggja þarna friðsælan reit. Eg nota tækifærið til að færa þeim félög- um, sem lagt hafa til fulltrúa í fram- kvæmd'anefnd Þjóðhátíðarinnar, beztu þakk ir og þeim fulltrúum sem komu til móts við föstu nefndina, innilegasta þakk- læti fyrir störfin, sem unnin hafa verið við undirbúning og framkvæmd hátíðar- innar. Verum samtaka að gera Garðinn okkar! Helgi S. 17. júní nefndin 1950 Aðalnefnd: • Helgi S. Jónsson. Jón Tómasson. Guðmundur Guðjónsson. Bjarni Albertsson. Arinbjörn Þorvarðarson. Skipaðir frá félögunum: E U. M.F. K.: Jóhann R. Benediktsson. 2. Vclstjórafél.: Kjartan Ólason. 3. Stúkan „Vík“: Bjarni Jónsson. 4. Slysavarnarfél.: Sesselja Magnúsdóttir. 3. Iðnsveinafél.: Oskar Jónsson. 0. Heiðabúar: Sveinn Sæmundsson. 7- Faxi: Kristinn Pétursson. 3. Iðnaðarmannafél.: Sigurberg Asbjörnss. 9. Kvenfélagið: Sesselja Kristinsdóttir. F A X I mor ur. Með „gengislögunum“ væntu menn hærra fiskverðs, og byggðu þær vonir á loforðum og gyllingum formælenda „geng- islaganna", en verðið hélst óbreytt út ver- tíðina, en lá þó nær lækkun. Þó þessi vertíð sé að mörgu lík liðnum vetrarvertíðum, hvað sjósókn og aflabrögð snertir, þá markar hún e. t. v. þáttaskil hvað snertir hagnýtingu aflans. Hún hef- ur fært okkur umhugsunarefni, er við þurfum að íhuga og leysa fyrir næstu vetrarvertíð. Fyrir tíma frystihúsanna var allur þorsk- ur, sem aflaðist á vélbátana, saltaður. Landmenn bátanna gerðu að fiskinum og söltuðu hann sjálfir og gengu frá hon- um til verkunar. Hver bátur hafði þá nægilegt húsrúm, til þess að salta í fisk- inn og umsalta. Skipverjar gerðu þá ým- ist, að þeir seldu fiskinn upp úr salti eða létu verka hann og þurrka. Þegar frystihúsin komu til sögunnar, lagðist saltfisksverkunin niður að öllu eða mestu leyti. Fiskurinn var nú slægður og þannig seldur frystihúsunum. (A stríðs- árunum var einnig mikið selt úr landi af ísuðum fiski). Stór aðgerðar- og salthús voru nú óþörf, enda er nú svo komið, að aðeins fáir ibátar hér í Keflavík eiga hús, til aðgerðar og söltunar. Kjör skipverja á vélbátunum eru nú • hlutur úr afla, bæði hjá sjómönnum og landmönnum, og eðlilega vilja allir fá sannvirði fyrir hlut sinn, þ. e. það verð, er fiskurinn selst fyrir út úr landinu. Á undanförnum árum, á meðan ríkis- sjóður ábyrgðist, hefur enginn ágreining- ur verið um verðið á fiskinum „upp úr sjó“, en nú þegar ábyrgðarverðið er úr sögunni, má ætla að það gæti orðið all misjafnt og er hætt við að lögmálið um framboð og eftirspurn yrði þar ríkjandi og hefði þar sín áhrif. Miðað við þær staðreyndir, er nú liggja fyrir, má ætla, að á næstu vetrarvertíð verði að salta helming aflans eða meira. Það er einnig staðreynd að mjög fáir bát- ar hafa húsnæði til þess að salta aflann í. Að sjálfsögðu verða einhverjir, sem vilja kaupa fiskinn, en hvað verður þá verðiðP Ég gat þ. s áður, að allir vildu fá sann- virði fyrir aíla sinn, eða það verð, er fyrir hann fæst á útlendum markaði að frá- 5 dregnum kostnaði. Hvað á þá að gera, til þess að svo rnegi verða? Við getum ekki horfið aftur í gamla tímann og gert ráð fyrir, að hver skips- höfn bjargi sér, — þó að ein eða tvær gætu saltað sinn afla, þá er málið ekki leyst. — Nei lausnin er aðeins sú, að bundist verði samtökum. Utgerðarmenn og sjómenn, þeir sem við vélbátana vinna, þurfa að mynda samlag á samvinnugrundvelli, er komi upp saltfiskverkunarstöð, sem tek- ur á móti fiskinum upp úr bát og skilar útgerðarmönnum og sjómönnum sann- virði aflans, hvort sem hann er seldur í frystihús, upp úr salti eða fullþurkaður. Til fyrirmyndar slíku samlagi mætti taka að nokkru Bræðslufélag Keflavíkur sem frá stofnun hefur skilað sjómönnum og útgerðarmönnum sannvirði fyrir þá lifur, er þeir hafa lagt þar inn. Einnig má læra af Vestmannaeyingum, sem hafa með samtökum sínum sýnt, að samstarf og samvinna er eina skynsamlega leiðin í þessum málum, til þess að þeir sem fisk- veiðar stunda fái, sem þeim ber fyrir störf sín. R. G. Dcmarfregn Mánudaginn 5. júní andaðist Guðleifur Guðnason, að heimili sínu hér í Keflavík, eftir að hafa legið rúmfastur um skeið og lifað við mikla vanheilsu að undanförnu. Guðleifur heitinn var gamall og góður Keflvíkingur, verkalýðssinnaður hugsjóna- maður, vandaður til orðs og æðis, fróður og skemmtilegur i viðræðu og trúr í starfi. Hann mun hafa verið hlédrægur og lítt fyrir að trana sér fram, einn hinna hljóðu, sem vinna störf sín án þess að fyrir þeim séu barðar bumbur. Blessuð veri minning hans. H. Th. B. íþrót^völlurinn. Verið er nú að vinna við iþróttavöllinn og mun það Unnið á vegum bæjarins. Gætu íþróttamenn hér í Keflavík ekki lagt einhverja vinnu að mörkum í frístundum sín- um, eins og svo viða annars staðar. Verk þetta hlýtur að vera dýrt, og mundi sjálfboðavinna íþróttamanna áreiðanlega eitt- hvað geta létt undir auk þess, sem slík vinna mundi skapa ánægju og áhuga fyrir þessu máli hjá íþróttamönnum.

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.