Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.01.1951, Qupperneq 2

Faxi - 01.01.1951, Qupperneq 2
2 skemmri tíma heyjað margfallt meira með sláttuvél á sléttum völlum. Þetta eru aðeins nokkur datmi um þær framfarir, sem hér hafa orðið í verklegum efnum og tækni, — en við spyrjum þó: „Höfum við gengið til góðs, götuna fram eftir veg?“ Hefur líðan fólks batnað og er fólk ánægðara ? Fyrri spurningunni vil ég svara játandi. Líkamleg líðan fólks og aðbúnaður allur hið ytra hefur breytzt svo mjög til bóta að ekki verður um deilt. Hinni spurningunni, hvort fólk sé ánægðara nú en það var þá, er vandsvarað. Er ekki sannleikurinn sá, að við menn- irnir erum aldrei ánægðir með lífið eins og það er á hverjum tíma, — og ef til vill er það bezt, ef marka má þessi orð: Skyn- samur maður lagar sig eftir umhverfinu og sættir sig við það, sem er. Hinn óskyn- sami er alltaf óánægður og reynir því að breyta umhverfinu í samræmi við sínar skoðanir, þess vegna eru allar framfarir hinum óskynsömu að þakka. — Þó held ég, að hér sé meðalvegurinn beztur. A sama hátt og nauðsynlegt er, á slíkum tímamótum, að rifja upp sögu þjóðarinn- ar, er ekki síður sjálfsagt að saga hvers byggðarlags sé skoðuð. Fyrir okkur Keflvíkinga er þessi könnun erfið nema mjög takmarkað, og veldur þar um, að hér eru skrifaðar heimildir mjög fáar. Hér vantar blað, þar sem helztu at- burðirnir hefðu verið skráðir og hlutlaust greint frá. Ur þessu hefur þetta félag bætt að nokkru fyrir framtíðina, er það fyrir tíu árum hóf útgáfu fyrsta prentaða blaðsins, sem gefið er út í Keflavík, blaðsins Faxa. Við aldamóta uppgjörið árið 2000 verð- ur þetta blað mikils virði. Eins og ég sagði áðan, er erfitt að segja með vissu, hvernig umhorfs var hér í Keflavík um aldamótin síðustu. Engar skriflegar heimildir eru til, eng- ar myndir við að styðjast, aðeins sögusagnir gamalla Keflvíkinga, sem þó eru óljósar og ekki alltaf að byggja á. En af þessum sögusögnum gamla fólks- ins verðum við að draga upp myndir af umhverfinu hér um aldamótin síðustu og út frá því draga ályktanir um líf fólksins og líðan. Hér búa þá sennilega 200—300 manns. Flestir sjómenn eða þeir stunda að minnsta kosti sjó vetrarvertíðina. Húsin eru dreyfð, byggð úr timbri, sum F A X I eru byggð úr torfi og grjóti. Heim að þess- um húsum, frá sjónum liggja troðningar, götur eru engar. Það er ekki fyrr en eftir 1905, að farið er að ræða um gatnagerð í Keflavík, og er það Sjómannafélagið Bár- an, sem hefur forgönguna. Vatnsból hefur þá sennilega verið eitt. Það er nú ekki lengur til, en var við Ishússtíginn neðan- verðan. Sjór var stundaður á opnum róðrarbát- um. Var stundum legið við suður á Mið- nesi og í Höfnum og róið þaðan. Fyrsti vélbáturinn var keyptur til Kefla- vikur 1908. Það var 7—8 tonna dekkbátur og kostaði um kr. 4.500,00. Bátur þessi hét Júlíus og var fyrst gerður út vetrarvertíð- ina 1910. Byggingar : Kirkja var hér engin, en samkomuhús var til, sem jafnframt var notað sem barna- skóli. Þetta hús er enn til og stendur við Hafnargötu. Þar er nú Trésmíðavinnu- stofa Þorsteins Arnasonar. Stærstu húsin voru verzlunarhúsin og þá sérstaklega Duusverzlunar, sem var að- alverzlunin. Einnig voru hér tvær aðrar verzlanir: Norðfjörðsverzlun og Fishers- verzlun. Bryggjur hafa sennilega verið hér tvær. Duus-bryggjan, sem nú er horfin, var nið- urundan „Bryggjuhúsinu“ (nú þurrkhús Keflavíkur h.f.) og „Miðbryggjan", sem enn er til og hefur verið lengd og breikk- uð frá því, sem þá var. Þannig var þá um að litast í Keflavík fyrir 50 árum. En hvernig leið svo þessu fólki? Var það ánægt með lífið og ljífskjör sín? Því er ekki gott að svara, en ef til vill hefur það ekki verið öllu óánægðara en fólk er yfir- leitt nú. Atvinna hefur verið stopul, nema yfir vetrarvertíðina, og fjöldi fólks, ibæði karlar og konur urðu að leita að heiman eftir atvinnu yfir sumarmánuðina. Kaujr karla var á þessum árum frá 12—20 aurar um klukkustund og heill dagur var talinn tólf stundir. Enginn ákveðinn matar eða kaffi- tími var þá við vinnu, ef svo bar undir og mikið var að gera t. d. við fiskþurrkun. Og kaupið var ekki greitt i peningum, heldur í vöruúttekt. F é 1 a g s 1 í f . Þrátt fyrir erfiða aðstöðu, hefur félags- líf verið hér nokkurt og miðað við fjólks- fjölda og allar aðstæður, miklu meira en nú. Goodtemplarareglan starfaði hér þá með miklu fjöri. Hún fæddi af sér Báru-félagið, sem var félag sjómanna og var hvort- tveggja í senn verzlunarfélag og verkalýðs- félag. ________ Ég hef nú í stórum dráttum reynt áð draga upp svipmyndir af umhverfi og lífi fólksins í Keflavík um aldamótin síðustu. Ég veit að þessar myndir eru ófullkomn- ar og veldur þar margt um, en þó einkum það, að skrifaðar heimildir eru litlar og svo hitt, að tími var naumur til þess að gera þessu viðfangsefni betri skil. En nú skulum við sem snöggvast snúa fram á leið. — Um Keflavík í dag þarf ég ekki að vera margorður. Hún er bær í örum vexti með um 2400 íbúa. Við þekkjum hana öll og við vitum, að verk- efnin óteljandi bíða Keflvíkinga. En við getum ekki skilið svo við þessar hugleiðingar, að við reynum ekki að líta fram á veginn. Og þá verða á vegi okkar ótal spurningar: Hvernig verður hér um- horfs að 50 árum liðnum? Verður þá Keflavík stór borg með þúsundir íbúa, — eða verður hér aðeins auðn og tóm? Hvorttveggja getur skeð. Það er hverjum manni holt að vera bjartsýnn, en við megum þá ekki loka augunum fyrir því, að tímarnir framund- an eru alvarlegir, og e. t. v. miklu alvar- legri, en þeir hafa nokkru sinni áður verið. I innanlandsmálum er vaxandi dýrtíð mest áberandi, og er ekki annað sýnilegra, en að ennþá verði sá vöxtur aukinn all- verulega. Það verða sennilega bjargráðin, sem við bíðum eftir. Við lifum á tímum gengislækkunar. — Og þegar ég minnist á gengislækkun, þá kemur mér í hug sagan um kisurnar tvær, sem eignuðust ostbita, en komu sér ekki saman um að skipta honum. Þær fengu apa til þess að annast skiptin. Apinn beit ostbitann í sundur, og bitarnir urðu ójafn- ir. En til þess að jafna skiptin, þá beit hann af stærri bitanum það mikið, að hann varð minni og svo koll af kolli, þar til aðeins var eftir lítill moli, er apinn stakk upp í sig og sagðist taka í laun fyrir skiptin. Er ekki íslenzka krónan að verða verð minni með hverjum deginum, sem liðuri Og hvað verður langt að bíða þar til ap inn hirðir síðasta molann í skiptalaunin! Astandið í utanlandsmálunum er þó

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.