Faxi - 01.01.1951, Qupperneq 6
6
F A X I
JOLAFAGNAÐUR
Hinn mikli, og raunar eini almenni jóla-
trésfagnaður barnanna í Keflavík fór fram
á þriðja í jólum. Að þessu sinni stóðu að
honum Ungmennafélag Keflavíkur og
starfsmenn Keflavíkurflugvallar og ann-
arra félaga, sem starfsemi hafa í sambandi
við völlinn. U. M. F. K. lagði til húsið,
hljómsveit og starfslið í húsið og önnuðust
allan undirbúning í húsinu en hinir söfn-
uðu fé til kaupa á leikföngum, sælgæti
og ávöxtum. Snemma í haust var söfnunin
liafin og gekk hún með þeim ágætum að
um 2400 dollarar söfnuðust, — en það er
um 40.000,00 krónur.
Leikíöngin voru svo öll keypt í New
York af starfsmanni Lockhead-félagsins,
sem vann það verk í sjálfboðavinnu. Og
það var ekkert smáræði, sem hann keypti,
það voru tveir flugvélarfarmar, en flug-
félagið lagði til flugvélar til flutninganna.
Avextir og sælgæti var svo flutt með skip-
um.
Mikið var ógert þó að jólagjafirnar væru
komnar til landsins — eftir var að pakka
inn öllum leikföngunum og tína sælgæti
og ávexti í sokka jólasveinsins. Nú kom
að útgerðin byrjar svo seint, að þessu sinni.
Margir bátar urðu einnig síðbúnir til ver-
tíðar vegna þess að þeim var haldið svo
lengi við síldveiðarnar og því naumttr
tími til þess að undirbúa annað úthald.
Ríkisstjórnin leysti fyrirsjáanlega stöðv-
un vélbátaflotans á þessari vertíð, með því
að verða að miklu leyti við óskum útgerð-
armanna um gjaldcyrisfrelsi. Ríkir þó enn-.
þá full óvissa um möguleika þeirrar leiðar.
Utgerðarmenn munu allir fagna því, ef
hægt væri, að fullu, að hverfa frá styrkja-
leiðinni, enda þótt reynslan eigi eftir að
leiða í ljós hvernig 50 prósent gjaldeyris-
frelsið leysi afkomuvandræði vélbátanna.
Hráefnisöflun vélbátanna á undanförn-
um árum skapað um 70% af heildarútfl.
verðmæti þjóðarinnar. Þrátt fyrir það heyr-
um við ýmsa segja, að útgerðin sé að setja
landið á hausinn, og suma stjórnmála-
garpa ónotast útaf komum fulltrúa þess-
arar stéttar í þingsalina. Er slíkt hliðstætt
því, sem stundum heyrist, að bændur séu
ómagar á þjóðinni, fyrir það, að neytend-
ur hafa fengið styrki til þess að kaupa
ýmsar landbúnaðarvörur.
til kasta kvenþjóðarinnar. Frú Walker tók
forustu fyrir þessu starfi og fékk í lið með
sér 15 frúr, íslenzkar og erlendar, sem bú-
settar eru á vellinum. Það mun hafa tekið
þær um hálfan mánuð að ljúka þessu
verki. Þessar konur og aðrar búsettar kon-
ur á vellinum tóku sér fyrir hendur í haust
að sinna hlutverki jólasveinsins — þær
komu saman á kvöldin og unnu að undir-
búningi jólanna. Þær bjuggu út leikföng,
sem þær sendu svo börnum er lágu á
sjúkrahúsum í Reykjavík og nágrenni og
jafnvel á Akureyri, yfir jólin. Þær munu
njóta hlýhugar margra fyrir þessa hugul-
semi.
Ég má ekki gleyma, áður en ég sný
mér frá kvenþjóðinni, að geta þess er frú
Walker sagði um kynni sín af íslenzkum
börnum. Hún dáðist að framkomu þeirra,
my.ndarblæ og náttúrlegum geð'hrifum.
Þeir aðrir starfsmenn flugvallarins, sem
einkum koma við sögu og lögðu mikið
að sér við framkvæmd þessa barnafagnaðar
voru Georg Williams, Bill Short og Jónas
Kristjánsson, þá má ekki gleyma þeim
Bergström og Scussa sem klæddust jóla-
sveins gerfi og afhentu gjafir og skemmtu
börnunum.
Jólafagnaðurinn fór mjög vel fram.
Skipulag allt var það bezta sem kostur var
á. Ollum börnum í Keflavík og Njarðvík-
um voru afhentir aðgöngumiðar. Við þá
úthlutun var farið eftir manntali. Miðarnir
voru í þrennu lagi. Einn parturinn var af-
hentur við inngang, annar við móttöku
leikfangspakka og sá þriðji var nokkurs-
konar sokkamiði, þ. e. a. s. fyrir harin
fékkst jólasveinssokkur fullur af sælgæti
og ávöxtum.
Yngstu börnin komu klukkan 2..Þannig
komu börnin í 4 flokkum eftir aldri, allt
fyrir fram ákveðið. Ollu var þó lokið rétt
fyrir lágnættið. Um 1100 börn ýmist léku
sér eða dreymdi um þau dásamlegu leik-
föng, sem þau nokkru sinni höfðu eignast.
Allir höfðu fengið ágætis gjafir. Marga
daga, jafnvel vikur, heyrði maður börnin
ekki tala um annað en kosti þeirra hluta,
sem þeir höfðu hlotið. Já, það var eftir
vænting og gleðibjarmi í augum barnanna
er þau gengu í kring um jólatréð í Ungó
og sungu jólasá'lma og þjóðlög. Eftirvænt-
ingin fékk ekki útrás fyrr en eftir vænan
sprett heim, með pakka undir hencli og
jólasveins sokk á baki. Aldrei hefi ég séð
börnin eins heimfús eins og þetta jóla-
kvöld.
Það var í fjórða skiptið, sem þessir aðil-
ar standa að slíkum samkomum og mun
bezt hafa tekist í þetta skipti. Mun fyrri
reynsla og gott skipulag hafa ráðið þar
mestu um.
Eg vil að lokum geta þess að hjálpar-
sveit frá brunaliði Keflavíkur var á staðn-
um allan tímann, reiðubúin til að aðstoða
ef eitthvað kæmi fyrir.
Jóla-
sveinarn-
ir að af-
henda
börnun-
um gjaf-
irnar.