Faxi - 01.01.1951, Síða 3
F A X I
3
Til safnaða minna
Með nýju ári sendi ég ykkur beztu þakk-
ir fyrir liðið ár og árna ykkur allra heilla
á því sem nú er hafið. Viða er dimmt yfir
og miirg ský skyggja á sól, en þó er ástæðu-
laust að láta óttann og kvíðann byrgja
alla sólarsýn. Við eigum í vændum sumar
og sól, þá verður bjart um strendur og
dali. Með Guðs hjálp mun góðum mönn-
um og réttsýnum takazt að bægja burt
hörmungum styrjaldarinnar og friður ríkja
með mannkyninu. En hverju, sem að hönd-
um ber skulum vér taka með djörfung
og hugrekki í öruggu trausti á Guð, sem
allt lætur verða þeim til góðs, er hann
elska.
Messugjörðir.
Eg hefi verið að gjöra skýrslu um messu-
gjörðir í Utskálaprestakalli árið 1950. Sam-
tals hafa almennar kirkju og guðsþjónust-
ur verið 73, barnaguðsþjónustur 18 og aðr-
ar guðsþjónustur 9 eða samtals 100 messu-
gjörðir. Þessari niðurstöðu má vel una.
Og hjartans þakkir eru fluttar öllu sam-
starfsfólki innan safnaðanna, sóknarnefnd-
um, organistum, söngflokkum, safnaðar-
fulltrúum, meðhjálpurum og hringjurum
og ekki má gleyma þeim, er sjá um þvott
ennþá alvarlegra. Svo alvarlegt, að eftir
fregnum sem nú berast daglega, er ekki
annað sýnna, en að heimsstyrjöld sé yfir-
vofandi.
Eg sagði áðan, að líklega hefði félagslif
verið hér meira um aldamótin síðustu, en
það er nú. — Félög voru færri, en þau voru
traustari.
Er það ckki einmitt þetta, sem okkur
skortir svo mjög nú: Meiri félagsanda,
meiri þegnskap, minni sérhyggju. — Ég
hef þá skoðun, og þess vegna vildi ég
mega Ijúka þessum orðum mínum með
því að voná, um leið og ég óska, að fram-
tíðin beri í skauti sínu allt það bezta
þessr. byggðarlagi til handa, — þá megi
þessar dyggðir, félagsandi og þegnskapur,
■— vaxa og þroskast. En þessar dyggðir eru
máttarviðir hvers byggðarlags. — Með
þeirri von og ósk árna ég ykkur heilla
°g farsældar á hinu nýbyrjaða ári.
Ragnar Guðleifsson.
og hirðingu kirknanna. Það er til sóma.
Svo er það þetta margumtalaða: kirkju-
gestir ættu að vera fleiri. Tökum höndum
saman og vinnum að því.
Áfram því með dug og dáð,
drottins studdir ást og náð.
Frumvarp um veitingu prestakalla.
1 haust og vetur hafa verið haldnir safn-
aðarfundir í öllum sóknum prestakallsins.
Þar hefur verið til umræðu frumvarp um
veitingu prestakalla og er aðalefni þess að
framvegis verði prestar skipaðir eftir til-
lögum biskups, prófasta og sóknarnefnda,
en ekki kosnir eins og venja hefur verið
til þessa. Ekki fékk frumvarp þetta stuðn-
ing fundarmanna, heldur var mælt gegn
samþykkt þess.
Skipting Útskálaprestakalls í tvö presta-
köll.
A aðalsafnaðarfundi Keflavíkursafnað-
ar 14. jan. hafði sóknarpresturinn fram-
sögu um mjög tímabært og athyglisvert
mál, það er skiptingu Utskálaprestakalis í
tvö prestaköll: Utskálaprestakall með Ut-
skála og Hvalsnessóknum, og Keflavíkur-
prestakall með Keflavíkur og Njarðvíkur
sóknum. 1 hinu nýja Útskálaprestakalli
yrðu safnaðarmeðlimir rúmlega 1100 sam-
kvæmt síðasta manntali og bætast þar við
2—300 manns á vetrarvertíð. Nú er þegar
til allríflegur sjóður til þess að reisa kirkju
í Sandgerði, svo ekki mun líða á mjög
löngu að þrjár kirkjur verði í því presta-
kalli. I Keflavíkurprestakalli yrðu, samkv.
s'ðasta manntali, rúmlega 2900 safnaðar-
meðlimir og nokkur hundruð dvelja þar
við störf um vetrarvertíðir og ekki líður
á löngu að hafizt verði handa um kirkju-
byggingu í Ytri-Njarðvikum. Eins og nú
er verða persónuleg kynni sóknarprests
og safnaða mjög lítil eða engin, vegna þess
að prestakallið er of stórt og of mann-
margt. En lif og starf kirkjunnar hlýtur
að byggjast á því að presturinn og safnað-
arfólkið þekki og skilji hvert annað. Sókn-
arnefnd Keflavíkursafnaðar var falið að
taka þetta mjög aðkallandi og mikilvæga
nauðsynjamál til athugunar.
Orgelsjóður Keflavíkurkirkju.
Hann var stofnaður í tilefni af 30 ára
afmæli kirkjunnar nemur nú nær 15.000,00
króna. Nýlega hafa honum borizt tvær
veglegar minningargjafir. 1000 króna
minningargjöf frá frú Erlendsínu Jóns-
dóttur um látinn eiginmann hennar Guð-
leif heitinn Guðnason og 5000 kr. gjöf
frá þeim hjónunum frú Rögnu Stefáns-
dóttur og Kristni Jónssyni á Loftsstöðum
til minningar um tvo látna syni þeirra,
Loft Hlöðver og Óla Vilhjálm. Gefend-
um eru vottaðar alúðarfyllstu þakkir. Það
er mikið nauðsynjamál að fá nýtt og veg-
legt pipuorgel í Keflavíkurkirkju. Það
má ekki bíða mikið lengur. Förum að
dæmi þeirra, sem á fagran og veglegan
hátt hafa minnzt látinna ættingja og ást-
vina með gjöfum til orgelsjóðsins.
Fermingin.
I vor mun fermingunni að öllu forfalþv
lausu verða hagað þannig í prestakallinu.
A Hvítasunnudag 13. maí kl. 1 í Kefla-
vík, á annan Hvítasunnudag 14. maí kl.
1 í Njarðvík, sunnudaginn 20 .maí kl.
17 á Hvalsnesi og sunnudaginn 27, maí í
Útskálum. Eg bið Guð að blessa ferm-
ingarbörnin, foreldra þeirra, systkini og
heimili og ég.óska innilega eftir samstarfi
með heimilum við fermingarundirbúning-
inn. Sérstaklega þarf að muna þetta: að
mæta vel hjá prestinum, að læra vel það,
sem sett er fyrir og vera stundvís. Ferm-
ingarbörnin eiga að gera sér vel grein fyrir
alvöru fermingardagsins. Þau gefa þá
heilagt loforð og því loforði má ekki bregð-
ast, að vera trúir lærisveinar Jesú allt til
æviloka.
1 næsta blaði mun ég segja nánar frá
ýmsu í kirkjulegu starfi innan prestakalls-
ins og kveð ykkur nú og bið ykkur öllum
hlessunar Guðs. —
Eiríkur S. Brynjólfsson.
Kvenskór mikið úrval.
Skóbúð Keflavíkur
Kjólarnir frá Reykjalundi eru
vandaðir og fallegir kjólar.
Skóbúð Keflavíkur