Faxi - 01.01.1951, Qupperneq 7
F A X I
7
Helgidags- og næturvaktir lækna í Kefla-
vík. Febrúar—Marz, 1951.
3. til 10 febraúr, Karl G Magnússon.
10. til 17. febrúar, Pétur Thoroddsen.
17. til 24. febrúar, Björn Sigurðsson.
24. febrúar til 3. marz, Karl G. Magnússon.
3. til 10. marz, Pétur Thoroddsen.
10. til 17. marz, Björn Sigurðsson.
17. til 24. marz, Karl G. Magnússon.
24. til 31. marz, Pétur Thoroddsen.
31. marz til 7. apríl, Björn Sigurðsson.
Heilsufar í Keflavíkurhéraði í ársbyrjun 1951.
Telja má heilsufar í janúar yfirleitt í betra
lagi. Mislingar, sem gengu dálítið um hérað-
ið í árslok 1950, eru í mikilli rénun í janúar;
Sama er að segja um Kík-hósta, sem reyndar
breiddist ekkert út. — Influenza byrjar að
stinga sér niður á Keflavíkurflugvelli í
janúarbyrjun, og breiddist þaðan út í Njarð-
víkum og Keflavík, en fer hægt yfir, og er
heldur væg. — Hálsbólga — Kvef og aðrar
farsóttir eru með minna móti.
Héraðslæknir.
Tannlæknir sezt að í Keflavík.
Um miðjan febrúar n. k. opnar Garðar
Olafsson tannlænir tannlækningastofu í Tún-
götu 11 í Keflavík, þar sem Björn læknir
Sigurðsson hafði áður lækningastofu sína, en
hann er nú fluttur í hús sitt við Mánagötu 7.
Það hefur lengi verið áhugamál okkar
Keflvíkinga að fá hingað tannlækni, er sett-
ist hér að. Er þetta nauðsynlegt og mun
spara mörgum hér í Keflavík og nágrenni fé
og tíma.
Garðar Ólafsson er ungur maður. Hann
lauk námi við háskólann í Origon-fylki í
Bandaríkjunum, en að loknu námi stundaði
hann tannlækningar í Portland, Origon, þar
til hann fluttist heim til Islands á síðastliðnu
sumri.
Hjónavíxla.
Þann 3. febr. s. 1. voru gefin saman af
sóknarprestinum sr. Eiríki Brynjólfssyni ung-
frú Gauja G. Magnúsdóttir og Kjartan Finn-
bogason lögregluþjónn.
Heimili ungu hjónanna verður á Asabraut
9 Keflavík.
Vertíðin.
A þessari vertíð munu alls sækja á sjó
yfir 100 bátar frá verstöðvunum við Faxa-
flóa og Grindavík.
Frá Keflavík og Njarðvikum verða gerðir
út á þessari vertíð 24 bátar Þar af 18 heima-
bátar og stunda 12 þeirra veiðar með línu
og 6 með net. Síðustu vertíð voru hér 31
bátur og hefur þeim því fækkað um 7.
Frá Sandgerði verða gerðir út 21 bátur en
voru 19 á s. 1. vertíð.
Fró Grindavik verða gerðir út 12 eða 13
bátar og er það 2 fleiri en í fyrra.
Sú breyting varð
á blaðstjórninni nú um áramótin, að Kristinn
Pétursson tók þar við af Valtý Guðjónssyni.
Þá er auglýsendum bent á að Margeir Jóns-
son hefur tekið við auglýsingastjórastarfinu
af Birni Péturssyni, en hann sér nú í vetur
um aflaskýrslur.
Eigandaskipti
hafa orðið á m/b Svan. Ólafur S. Lárusson,
útgm. hefur selt hann Steindóri Péturssyni.
Skýrnarathöfn á barnaguðsþjónustu.
Það mun vera í annað skiptið í langri
prestsskapartíð séra Eiríks Brynjólfssonar á
Útskálum, að barn er skírt við barnaguðs-
þjónustu, en sá óvenjulegi og einkar geð-
þekki atburður gerðist sunnudaginn 28. jan.
s. 1. í Keflavíkurkirkju. Það var nokkura
mánaða drengur, sonur frú Áslaugar og Aðal-
steins Gíslasonar, kennara og hlaut drengur-
nn nafnið Tryggvi Þór. Kirkjan var troðfull
af börnum.
700 krónur
gerði afli Kalmanns Sigurðssonar í Höfnum,
einn daginn fyrir skemmstu. Hann rær einn
á litlum trillubáti. Skúli Magnússon rær við
annan mann einnig á lítilli trillu úr Höfnum
og hafa þeir aflað allt upp í 3 skippund í
róðri. Vitað er um 2 stórar trillur, sem gerðar
verða út frá Höfnum á komandi vertíð.
Heiðursmaðurinn
Teitur Guðmundsson, Grund, Keflavík,
varð 75 ára 30. janúar s. 1.
:---♦
FAXI
Blaðstjórn skipa:
HALLGR. TH. BJÖRNSSON,
JÓN TÓMASSON,
KRISTINN PÉTURSSIN.
Blaðstjórn ber ábvrgð á blaðinu og
annast ritstjórn þess.
Gjaldkeri blaðsins:
GUÐNI MAGNÚSSON.
Afgreiðslumaður:
STEINDÓR PÉTURSSON.
Auglýsingastjóri:
MARGEIR JÓNSSON.
Verð blaðsins í lausasölu kr. 3,00.
Alþýðuprentsmiðjan h.f.
Kaup verkainanna og kvenna í Keflavík
og Njarðvíkum í febrúar 1951.
Kaup verkamanna:
Almenn vinna:
, Dagvinna ......... kr. 11.83
Eftirvinna ...........— 17.74
Nætur- og helgidagavinna .. — 23.65
Vinna við loftþrýstitæki og hrærivélar:
Dagvinna ......... kr. 12.67
Eftrivinna .......... — 19.01
Nætur- og helgidagavinna .. — 25.34
Skipavinna o. f. Kolavinna, saltvinna,
upp- og útskipun á sementi, hleðsla þess
í pakkhúsi og afhending þess:
Dagvinna .................. kr. 12.67
Eftirvinna ................. — 19.01
Nætur- og helgidagavinna .. — 25.34
Öll önnur skipavinna, fiskaðgerð í salt
og umsöltun á fiski:
Dagvinna .................. kr. 12.10
Eftirvinna .................. — 18.15
Nætur- og helgidagavinna .. — 24.19
Kaup vcrkakvenna:
Almenn vinna:
Dagvinna .................. kr. 8.45
Eftirvinna .................. — 12.67
Nætur- og helgidagavinna .. — 16.90
Önnur vinna: Flökun á bolfiski, vinna
í frystiklefa, hreingerning á bátum og
húsum, og vinna, sem venja er að karl-
menn einir vinni:
Dagvinna ................... kr. 11.83
Eftirvinna .................. — 17.74
Nætur- og helgidagavinna .. — 23.65
Keflavík, 31. jan. 1951.
Verkalýðs- og sjómannafélag
Keflavíkur.
Reynið viðskiptin.
ÁDALBÚÐIN
Ytri-NjarSvík