Faxi

Årgang

Faxi - 01.01.1951, Side 8

Faxi - 01.01.1951, Side 8
8 F A X I Óska að fá keypt Eldurinn gerir ekki boð á undan sér, tryggið því strax í dag, það GOTT ORGEL. getur orðið of seint á morgun. Samvinnutryggingar bjóða yður beztu fáanleg tryggingakjör á bílum og innbúum og öðru sem Upplýsingar í síma 114 og 248. Sjómenn afrhugið: þér þurfið að tryggja. S AM VIN N UTRYGGINGAR Kaupfélag Suðurnesja Sjóstígvél, Sjósokkar, Karlmannaskór, Hælhlífar og margt fleira. SKÓBÚÐ KEFLAVÍKUR OEafur Eggertsson er lótinn Hann andaðist að heimili sínu hér í Keflavík 4. desember s. 1. eftir stutta en þunga legu. Olafur var fæddur á Hávarðstöðum í Borgarfirði og ólst þar upp hjá foreldrum sínum, þeim hjónunum Halldóru Jónsdótt- ur og Eggert Olafssyni, er bjuggu þar um síðustu aldamót. Til Keflavíkur fluttist Ólafur heitinn í kring um 1925 og átti hann hér heima æ síðan. Hér eignaðist hann eftirlifandi konu sina, Jónínu Jóns- dóttur, gott heimili og þrjá mannvænlega syni, sem enn eru allir á æskuskeiði. Hér eignaðist 'hann einnig marga vini sakir fjölþættra hæfileika sinna og mannkosta, kom það greinilega í ljós við útför hans, sem var með þeim fjölmennari, er hér hefir lengi sézt. Olafur Eggertsson var hvers manns hugljúfi, heill og sannur í allri sinni framkomu, trúr í starfi og um- hyggjusamur heimilisfaðir, hjálpfús og TgæjpUEA SUUEIU SJOAq ip|IA §0 jngEÍjtAgoS leysa og átti ætíð eitthvað gott til mála að leggja. Lund hans var alltaf veitandi og frá henni stafaði birtu og yl til samferða- mannanna, vermdi líf þeirra og gaf því gildi. I vinahóp var hann hrókur alls fagn- aðar, — gleðinnar maður, sem smitaði aðra með lífsfjöri sínu og græzkulausri gamansemi, og þó átti hann mikla alvöru, einbeitni og festu, ef því var að skipta og góð málefni þurfti að verja. Hann var söngelskur mjög og ágætur söngmaður, enda þótti öllum návist hans góð, hvort sem stundin var helguð gleði eða sorg. Slíkir menn eru fágætir nú og því mikill skaði að missa þá svona á miðjum aldri og í blóma manndómsára sinna. Ég held nú, þegar mér verður hugsað um Olaf heitinn, líf hans og störf á meðal okkar og hversu ungur hann féll fyrir hinni bitru sigð dauðans, að á honum sannist hið forn- kveðna: — Þeir, sem guðirnir elska, deyja ungir —. Vissulega hafa guðirnir elskað Ólaf Eggertsson, slíkur sem hann var, ef marka má þær lífsskoðanir, sem kristin trúarbrögð kenna okkur, og martti það vera nokkur huggun og raunabót ástvin- um hans, sem svo mikið hafa misst. Ólafur Eggertsson. Eg þakka þér allt, sem þú hefir fyrir mig gert. Vinátta þín var sönn eins og þú varst sjálfur. Eg átti í fyrstu bágt með að átta mig á burtför þinni. Svo ungan og glæsilegan misstum við þig á miðjum starfsferli 'þín- um. Ég sakna þín, eins og allir vinir þínir gera. En nú höfum við eignazt fagran gimstein í sjóði minninganna, gimstein, sem við munum varðveita til hinztu stund- ar. Svo kveð ég þig, vinur, með orðum skáldsins: -----Flýt þer vinur, í fegra heim. Krjúptu að fótum friðarboðans, og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim. — Helgi Jósefsson. Samciginleg árshátíð starfsmanna kaupfélaganna í Keflavík og Hafnarfirði fór fram í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði laugardaginn 27. jan.

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.