Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1951, Blaðsíða 4

Faxi - 01.01.1951, Blaðsíða 4
4 F A X I Rabbað við Póllandsfara Björn Pétursson útgerðarmaður og for- maður m'álfundafél. Faxi, var eins og kunnugt er einn í sendinefnd þeirri, er nú á s. 1. hausti fór til Póllands á vegum ísl. ríkisstjórnarinnar til þess að gera viðskipta- samning milli landanna. Nefndinni dvald- ist nokkuð lengi í Póllandi og kom ekki heim fyrr en laust fyrir jól. Á Þrettánda- fagnaði Faxa nú í vetur flutti líjörn fróð- legt erindi um þessa Póllands-för, en þar sem tiltölulega fáum gafst kostur á að hlýða á hann þar, birtist hér viðtal við hann um svipað efni. — Fyrir 'hvaða samtök varst 'þú fulltrúi í þessari sendinefnd og hverjir voru hinir nefndarmennirnir ? — Eg var tilnefndur í sendinefndina af Landssambandi ísl. útvegsmanna. Aðrir í nefndinni voru: Formaður Haraldur Kroyer sendiráðsfulltr.úi í Osló, Leifur Bjarnason framkvæmdastj. fyrir Samband ísl. samvinnufélaga, Geir Borg forstjóri fyrir félag ísl. stórkaupmanna og dr. Magnús Z. Sigurðsson viðskiptafulltr. í Prag, sem kom þó ekki fyrr en undir það síðasta og dvaldi aðeins eina viku í Varsjá. Síðar var einnig útnefndur í þessa nefnd Erlendur Þorsteinsson og kom hann einn- ig, ásamt Magnúsi undir það síðasta og dvaldi rúma viku í Varsjá. — Hvað voruð þið lengi í þessari ferð? — Við fórum að heiman 8. október s. 1. með Gullfaxa og flugum til Kaupmanna- •hafnar með viðkomu í Osló, dvöldum einn dag i Höfn, fengum áritun á vegabréf okkar hjá pólska sendiráðinu í Höfn til þess að mega dvelja í Póllandi. Flugum svo með pólskri vél til Varsjá. Frá Varsjá flugum við svo aftur til Hafnar 15. des. s. 1. og síðan heim til Islands með Gull- faxa 20. desember. Ferðin tók þannig rúm- ar 10 vikur. — Hvernig varð svo árangurinn af för- inni, gekk ykkur vel að semja við Pól- verja um kaup á ísl. vörum og hvaða vör- ur selduð þið? — Viðskipti okkar við Pólland er vöru- skiþtaverzlun, þannig, að við kaupum vör- ur fyrir jafnvirði þess, er við seljum. Það sem við fyrst og fremst vildum selja Pól- verjum voru fiskafurðir, svo sem saltsíld, freðsíld, freðfiskur og þorskalýsi. Einnig buðum við þeim saltfisk og ísvarinn fisk. Pólverjar veiða sjálfir allmikinn fisk og hafa mikla matvælaframleiðslu, enda varð það þegar í upphafi ljóst, að Pólverjar voru ekki kaupendur að ísvörðum- eða söltuðum fiski frá okkur. Ennfremur voru þeir mjög tregir til að kaupa freðfisk, sem þeir þó áður hafa keypt af okkur. Niður- staðan varð þó sú, að Pólverjar samþykktu, að kaupa af okkur 1700 smálestir af freð- fiski, sem afgreiddur yrði á þessu ári. Af saltsíld var samið um kaup á 50 þús. tunn- um og 20 þús. tunnum af freðsíld, sem hvort um sig er mun meira magn, en þeir hafa áður keypt frá Islandi. Samið var um sölu á eitt þús. tunnum af þorskalýsi, sem einnig er mun meira magn, en við áður höfum selt til Póllands. Sú vörutegund, sem Pólverjar höfðu mestan áhuga fyrir að fá frá okkur voru gærur og var samið um sölu á 9 hundruð smálestum af þeim, og er það nærri því allt það magn, sem við flytjum út af ársframleiðslunni. Ennfremur var svo samið um viðskipd á örlitlu magni af brotajárni. Þessar ísl. vörur, sem um hefir verið samið, eru að verðmæti samkv. samningi rúmar 50 rhi!l- jónir í ísl. krónum. — Hvaða vörur fáum við svo í staðinn frá Póllandi? — Það eru fyrst og fremst kol, því frá Póllandi kaupum við í ár eins og s. 1. ár öll okkar kol, ennfremur vefnaðarvörur og ýmiskonar kemiskar vörur, svo sem málningu, járn og m. fl., sem hér yrði of langt upp að telja, því pólsku vörurnar, sem um var samið núna eru allmikið fjö!- breyttari en áður hefir verið, enda er þetta langstærsti viðskiptasamningur, sem Is- land hefir gert við Pólland. — Hvaða framtíðarmöguleikar heldur þú að séu á viðskiptum við Pólland hvað • snertir ísl. sjávarafurðir? — Síðan fyrst, að gerður var viðskipta- samningur við Pólland eftir síðasta stríð, hafa Pólverjar aukið kaup sín á ísl. vörum frá ári til árs og jafnframt hefir innflutn- ingur frá Póllandi farið vaxandi að sama skapi. Hins vegar er það að athuga, að Pólverjar hafa sjálfir eins og áður er getið, mikla matvælaframleiðslu og þær vörur, sem við höfum að bjóða eru aðallega mat- væli. Þrátt fyrir það, þó Pólverjum hafi líkað prýðilega ísl. hraðfrysti fiskurinn, er hætt við, að erfitt verði að selja það vænt- anlega magn af honum, því sjálfir fram- leiða þeir fisk til útflutnings. Hins vegar flytja Pólverjar alltaf mikið inn af síld, og fyrir stríð mun ekkert land í álfunni hafa flutt inn eins mikið af saltsíld og Pól- verjar, og þar sem þeir, eins og aðrir síld- arkaupendur, viðurkenna sérstök gæði ísl. síldarinnar, má búast við vaxandi markaðs- möguleikum fyrir ísl. saltsíld í Póllandi, þrátt fyrir það, að þeim þykir hún nokkuð dýr vara. Pólverjar flytja ennfremur inn ferska og frosna síld frá Noregi. A s. 1. ári keyptu þeir af okkur þúsund smálestir af freðsíld, sem þeim líkaði prýðilega, og fyrir þetta ár var samið um sölu á 2 þús. smál. Álít ég, að þar sé um að ræða nýja mögu- leika til að vinna markað fyrir Faxaflóa- síldina og eru miklar líkur fyrir, að fram- undan séu möguleikar til að hægt verði að auka verulega sölu á freðsíld til Pól- lands á næstu árum. Pólverjar keyptu af okkur s. 1. ár 400 smál. af þorskalýsi, en nú 1000 smál., sem mun vera allt það magn, sem þeir flytja inn af meðalalýsi. Hafa þeir áður keypt nokkuð af þorska- lýsi af Norðmönnum, en þar sem okkar lýsi er bæði betra og fjörefnaríkara, höf- um við unnið þann markað. — Er Faxaflóasíld með í þessum 50 þús. smál. af saltsíld, er þið sömduð um sölu á dl Póllands? — Pólverjar fengu á s. 1. ári töluvert af Faxaflóasíld, sem þeim líkaði ágætlega. Hins vegar leggja Pólverjar mikið upp úr gæðum síldarinnar og vilja reikna verð á þeim matvælum, sem þeir kaupa í „kalor- íum“. Þeir hafa því fyrst og fremst áhuga fyrir kaupum á Norðurlandssíldinni, sem bæði er stærri og feitari og er fyrir það eftirsóttari vara, auk þess sem hún inni- heldur fleiri kaloríur. Þrátt fyrir það þótt Pólverjar vilji heldur Norðurlands- en Faxaflóasíldina, eins og áður er sagt, þá féllust þeir þó á að gera kaupsamning um 10 þúsund tunnur af Faxaflóasíld og auk þess aðrar 10 þúsund tunnur, ef þeirra hlutfall, skv. samningi, af Norðurlands- síldinni yrði ekki yfir 30 þúsund tunnur. Það má því telja líkur fyrir, ef Faxaflóa- síldin veiðist, að möguleiki verði til þess, að afgreiða á þessu ári til Póllands um 20 þúsund tunnur af saltaðri Faxa-

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.