Faxi

Volume

Faxi - 01.03.1952, Page 1

Faxi - 01.03.1952, Page 1
FAXI 3. tbl. • XII. ár MARZ 1952 Ll tgefandi: Málfundafélagið Faxi Keflavík. Bókabúð Keflavíkur 10 ára Kristinn Pétursson í bókabúð sinni. „Odýri bóka- markaðurinn" var þar á dögunum og er honum nýlokið, þegar myndin er tekin. Það var laugardaginn 28. marz 1942, sem Kristinn Pétursson hóf bóksölu í Aðalgötu 10 sem deild í 'húsnæði Vöru- búðarinnar h.f. frá 7. nóvember sama ár gengur búðin undir nafni eigandans. En með sam'þykkt hreppsnefndar, 22. marz 1944, er heimilað að kenna hana við nafn byggðarlagsins þannig, að hún heiti Bóka- búð Keflavíkur. Það sama ár, eða þann 24. nóvember flytur búðin úr Aðalgötu 10 í nýbyggt húsnæði við Hafnargötu 34, þar sem hún er nú. Á þessum tímamótum bókábúðarinnar langar blaðstjórn Faxa að grennslast í starfssvið hennar og hitta eigandann að máli. Blaðstjórnin er minnug þess, að Kristinn var ritstjóri „Faxa“ um skeið, átti sæti í blaðstjórn hans um skeið og er nú afgreiðslumaður blaðsins. Hefur hann jafnan verið góður samstarfsmaður bæði fyrr og síðar með allt það, sem að blaðinu lýtur. Og er nú, einsog að venju, boðinn og búinn að gefa greið og glögg svör við spurningum mínum. Er ég hafði heilsað Kristni og borið upp erindið, býður hann mér inn í bókaher- bergi sitt upp á kaffi. En kaffi er jafnan til í því ágæta húsi, enda er það hús í þjóð- braut. Yfir rjúkandi kaffinu legg ég eftirfar- andi spurningar fyrir Kristin um bók- söluna hér í Keflavík fyrr og nú: — Voru bækur hvergi á boðstólum í Keflavík, er þú byrjaðir bóksölu? — Þegar mér var veitt bóksöluleyfi hér, hafði Kron eitthvað af bókum til sölu. Auk þess seldi Ingimundur Jónsson Speg- ilinn, Þorsteinsbúð og Valtýr Guðjónsson bækur Menningarsjóðs, Einar Bjarnason Vikuna, Ragnar Guðleifsson bækur M. F. A. og Máls og menningar, svo að dæmi séu nefnd. Og þá og lengi síðan gekk Runólfur okkar Bjarnason um kring með blöð og bækur í tunnusekk og töskum. — Og Vörubúðin? — Hún fékk hægt andlát og varð fáum harmdauði, nema þáverandi oddvita Keflavíkurhrepps, sem varð að fella niður eftirstöðvar af ógreiddu útsvari hennar. Mun hreppssjóður aldrei hafa borið sitt barr eftir þetta fjárhagslega áfall. — En bókabúð þín dafnaði? — Allt dafnaði þá. Börn keyptu sér buddu, unglingar ilmandi, marghólfa seðlaveski, sem marraði í. Fullorðnir fengu sér nýja og stærri peningakassa og fyrir- tæki eldtrausta og þjófhelda skápa á stærð við símaklefa. Og bækur birtust, komu og fóru. Fólk, sem lengi hafði lifað á brauði einu saman — og illa það á stundum — gat loksins látið eftir sér, að kaupa brauð og bók. Hvorttveggja í senn. Og hús- gagnasmiðurinn hætti að dunda við smíði eldhússkolla, en barði saman bókahillur, nætur og daga. Þvílíkir uppgangstímar fyrir bakara, húsgagnasmiði og bóksala! — Fer bókaflóðið svonefnda, eftir árs- tíðum ? — „Það er flóð, Fjara“, sagði karl við kerlu sína, Fjöru. I desember fellur ört að, flóðálda á Þorláksmessu. En þegar á þrettánda degi jóla, er komin stórstraums- fjara, sem varir fram á haust. Og ekki á valdi mínu að breyta gangi himintungla þar um. Mikið hlyti skipstjóra að leiðast við stýri á 50 tonna vélbáti, sem stæði á þurru meginhluta árs, eða þar til á stórstraums- flóði jólanna. — Frá mörgu hafa allar þessar bækur að segja. Eru titlar þeirra útaf fyrir sig ekki merkilegt rannsóknarefni? — Að minnsta kosti í bókatalningu um

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.