Faxi

Årgang

Faxi - 01.03.1952, Side 2

Faxi - 01.03.1952, Side 2
34 F A X I X> =3x3k>00<X>000<3>00<XJkX><3X> <><^<>^<>íX><><><><>>^<J><><><><>c’k><><S Séra Eiríkur S. Brynjólfsson: Kristur er upprisinn Mark. 16, 1—7. Með lofgjörð og fögrmði heilsa kristnir menn heilagri páskahátíð. Kristur er upprisinn. Þessi fáu orð enduróma um allan kristinn heim og þait eru vissulega hinir ómetanlega dýrmætu fjársjóðir trúarinnar. Með upp- risu sinni staðfesti Jesús öll sín fyrirheit og þá hurfu efasemdir, sorg og áhyggjur hans fyrstu lærisveina. Þeir vissu að hann var með þeim og það veitti þeim ómetanlegan styrk, trúargleði og von. Þá vissu þeir að ekkert \rnr að óttast og engu að kvíða, hvorki t lífi eða dauða. Nú koma heilagir páskar til vor og flytja oss þennan boðskap: Kristur lifir. Og þess vegna getum við flutt fram þessa játningu: H ver á betri hjálp í nauðum hver á slíkan vin á braut. Hjartans vin sem hjartað þékkir höllum oss í drottins skaut. Væri það hægt, ef Kristur væri ekki upprisinn. Nei. En nú lifir hann og er með söfmiði sínum alla daga. Og þegar þeim dögum lýkur sem oss eru ætlaðir til dvalar hér í heimi, tekur eilífðin við. Og þá er dýrlegt að vita, að Kristur lifir á landinu eilífa og bjarta og tekur á móti oss þegar við komum þangað eins og við erum. Er þetta ekki dásamlegt? — Vort líf sem svo stutt og stoptdt er — það stefnir á æðri leiðir — og upphiminn fegri en augað sér — mót öllum oss faðminn breiðir". Þar heima hjá drottni Jesúm Kristi, finnast ættingjar og ástvinir eftir aðskilnaðinn hér á jörð. Hvílíkt undursamlegt fagnaðarefni? — Þetta eigum við allt páskunum að þakka. — Kristur er upþrisinn. — Hann er sannarlega upprisinn. — Eögn- um og verum glaðirl — Gleðilega páskal -— Amen. Í><X><XX><><><><>C><><><><><><><><XX><><><><><X><><><><><><X><><><><><><><><X hver áramót. Sumir eru heillandi: Leikur að stráum, Lífið kallar, Ljós heimsins. Og Fagurt mannlíf, Fagra veröld, Fegurð him- insins. En aðrir eru hrollvekjandi: Morð fyrir milljón, Myrtur í vagni. Við reyn- um þó að fara mildum höndum um allar bækur, líka Morð fyrir milljón. — Metsölubækur fyrir jól, undanfarin ár? —• Líklega Utnesjamenn, Brim og boð- ar, Oldin okkar. — En hvaða bók hefur selzt bezt frá því þú byrjaðir höndlunina? — Trúi, það sé Sálmabók til kirkju- og heimasöngs. Og má séra Eiríkur vel una slíkri yfirlýsingu. — Hvaða bók hefur þá selzt verst? — Sólgull í skýjum. — Og þú gafst hana sjálfur út? — Jú, jú. Það ár fékk ég ekki bók að selja mánuðum saman, svo að ég hóf að bæta kommum, punktum, svigum, þanka- strikum og öðru merkjamáli inn í nokk- ur gömul eða miðaldra ljóð í uppyngingar- skini. Að svo búnu réðst ég í útgáfuna með fyrrnefndum árangri. — Hvaða núlifandi rithöfundar íslenzk- ir eru mest keyptir og þá væntanlega lesn- ir hér í bæ? — Þórbergur, Gunnar Gunnarsson, Kristmann, Laxness, Elinborg Lárusdótt- ir, Guðmundur Daníelsson. Og Móðir Is- land eftir Hagalín seldist mjög vel, betur heldur en Konungur á kálfskinni. — En ljóðskáldin? — Tómas, Davíð, Jóhannes úr Kötlum, Steinn Steinarr og svo framvegis. — Atómskáld? — Þau selja 'bækur sínar milliliðalaust eða beint til neytenda, og get ég því ekki fullyrt, hvert þeirra er ástsælast með þjóð- inni um þessar mundir. Vinur minn, Hannes Sigfússon hefur ort og gefið út tvö ljóðakver. Hið fyrra hefst á þessari tileinkun: „Með gullinni skyttu og glitrandi þræði óf sumarið nafn þitt í söknuð minn“. En síðara kverið endar svona: „Kyrrstæður himinn Andvökunnar auga Októbersyfjað haust“. Og Einar Bragi yrkir um Geirfuglinn í annarri bók sinni, sem heitir Svanur á báru. — Hvaða mánaðarit eru mest keypt? — Heimilisrit, Bergmál, Hjartaás — og Laufásinn auðvitað. En hvað varð um Adam? — Ekki lengi í Paradís fremur en fyrri daginn. — Skrautritar þú enn á bækur? — Því ekki það, ef óskað er? I þann tíð, er fólki bauðst „5% í þöntun og tekju- afgangur eftir árið“ fór Bókabúðin að auglýsa „Okeypis skrautritun“ í anda frjálsrar samkeppni. En íþar kom loks samkeppninni eða rás verðbólgunnar að prósentan og afgangur- inn sofnuðu útaf en skrautritunin hélt vöku sinni og sambandi við bækur, eink- um bækur til tækifærisgjafa. — Hefurðu verið maður einsamall í búðinni þennan liðna áratug? — Oðru nær, en þær giftast allar frá mér. Þessi áratugur lifs míns hefur verið ein samfelld brúðkaupsveizla. Að hugsa sér! Falleg stúlka með fallega bók í fjólu- blárri kápu. Báðar ganga, ef ekki renna út og fyrir þeim liggur að fara í vandað band. — Og hverjar hafa starfað hjá þér? — Þær frúrnar Elín Ólafsdóttir, Jórunn Ragnarsdóttir, Júlíana Jónsdóttir, Sesselja Kristinsdóttir. Ungfrú Erla Sigurbergs- dóttir kom í haust. — Voru bókamarkaðirnir sendir hingað til höfuðs bókabúð þinni? — Nei, sá fyrri bauð uppá fjö'lda bóka, sem horfnar voru af sjónarsviðinu. Sá síðari seldi bækur við hálfvirði og gaf Bókabúðinni kost á að taka við mark- aðinum. Og hélt hann áfram hér í búð- inni í nokkra daga. — Hve margir eru útgefendurnir?

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.