Faxi

Volume

Faxi - 01.03.1952, Page 3

Faxi - 01.03.1952, Page 3
F A X I 35 Brunarústirnar lýsa vel eyðileggingu eldsins. Stórbruni í Grindavík — Hátt á annað hundrað árið sem leið, að tímaritum meðtöldum. — Og samvinnan við þá? — Agæt. Þetta eru umburðarlyndir menn, og renna grun í sálarangist bók- salans, sem burðast við að þjóna svo mörg- um herrum og vera öllum trúr. — Viðskiptavinirnir fyrr og nú? — Litla stúlkan, sem keypti Mýsnar og mylluhjólið uppi í Aðalgötu, biður um eintak af Ástum og ævintýrum Casanova í dag. Og labbakútur frá sama tíma borg- ar Dóttur Rómar kontant og hverfur með hana fyrir horn — heim til sín. Arin hafa brunað eins og bíll án hraðamæiis. — Og bókmenntasmekkurinn almennt? — Islenzk fræði og fróðieikur og skáldrit forn og ný eru í heiðri höfð. Hafa mörg beimili hér komið sér upp úrvals bókasafni undanfarin ár. Þarf því varla að óttast er- lend áhrif þeirra Casanova og Dóttur Rómar á keflvíska æsku, meðan afi á Knerri og Salka Valka eru ein af fjöl- skyldunni. — Hvað viltu segja að lokum? —- Þetta er orðið langt viðtal af litlu til- efni. En viðskiptavinum bókabúðarinnar á ég það að þakka, hve vellauðugur ég er orðinn á ekki fleiri árum! Eftir að Kristinn hefur svalað forvitni minni um bóksölu og bækiir göngum við til 'bókabúðar hans og litumst um. Þar er öllu vei fyrir komið og regiusemin höfð í hávegum. Hverjum bókaflokki er valinn sérstakur staður og lögð áherzla á, að vei fari um bækurnar og þann boðskap, sem þær flytja væntanlegum viðskiptavinum. Við hér í Keflavík megum fagna því, að Kristinn skyldi ráðast í að stofna sérverzl- un með 'bækur, iblöð og tímarit, fyrir ára- tug síðan og sameina undir einu þaki það sem áður var víðsvegar um bækin, og með því greiða fyrir, að fólk hér á Suðurnesj- um geti náð til þess, sem út er gefið af bókum í landinu á sama tíma og þær koma á markaðinn í höfuðstaðnum. Bókábúðin 'hefur menningathiutverki að gegna. Eigandinn hefur gert sér það ljóst og verið 'sívakinn að kynna okkur bók- menntir þjóðarinnar, og ætíð hjálplegur að leiðbeina um val góðra bóka. Auk þess, sem að framan getur, um störf Kristins í þágu blaðsins, er hann nú fórmaður máifundafélagsins „Faxi“. Blað- stjórnin 'færir honum beztu árnaðaróskir í tilefni þessara tímamóta. Margeir Jónsson. Einhver mesti bruni, sem orðið hefur á Suðurnesjum, var laugardaginn 15. marz s. 1., þegar Fiskimjölsverksmiðja Grinda- víkur og lifrarbræðsla Oskars Halldórs- sonar brunnu til grunna, á skömmum tíma. Verksmiðjurnar voru i sambygg- ingu, járnklæddu tim'burhúsi. Menn voru þar við vinnu á fimmta tímanum þegar eldurinn gaus upp. Svo mikið írafár var á eldinum að húsið varð alelda á svip- stundu og starfsliðið átti fótum fjör að launa. Einn maður, sem stóð utan dyra er eld- urinn varð laus, vatt sér inn til að reyna að bjarga veiðarfærum er hann átti þar geymd, en minstu munaði, að það yrði hans hinzta stund, hann ætlaði ekki að komast út aftur, svo hraður var ágangur elds og reyks. Og þegar slökkvilið Kefla- víkur og Keflavíkurflugvallar komu á vettvang, hálftíma eftir að eldsins varð vart, var byggingin orðin óviðráðanlegt eldhaf, en reynt var þó að vernda ýmis verðmæti svo sem lýsisgeyma, lýsistunnur o. fl., en við það slasaðist einn maður, Guð- mundur Tómasson frá Steinum í Grinda- vík. Hann fótbrotnaði mjög illa og var fluttur til Reykjavíkur þar sem gert var að sárum hans. Guðmundur var að bjarga tunnum ásamt Sigurði Þorleifssyni, er ein tunnan valt á hann með þeim afleiðing- um sem fyrr segir. Tálið er, að allar vélar, sem þarna voru, hafi gjöreyðilagzt, einnig þrjátíu tonn af fullunnu lýsi og um hundr- að smáléstir af fullþurkuðu fiskimjöli. A annað hundrað smálestir af óunnum fisk- úrgangi beið vinnslu en gjöreyðilagðist. All mikið af veiðarfærum var geymt þar, ein bátsvél og margt fleira verðmætra hluta. Ekki er unnt að segja um, hve mikið tjón varð alls af brunanum, en sjálf verksmiðj- an mun hafa verið tryggð fyrir yfir hálfa milljón króna, eignir Oskars Halldórsson- ar, munu einnig hafa verið tryggðar. Ekki er með vissu vitað um orsakir elds- ins, en hans varð fyrst vart í milliþili, bak við olíuforhitara, en aðal eldsneyti verk- smiðjunnar var jarðolía. Mökkurinn af þessu óvenju mi'kla báli sást um öll Suðurnes og víðar, hann steig hátt upp yfir Svartsengi og Þorbjörn. Nú verður að aka öllum fiskúrgangi og lifur burtu úr byggðarlaginu til vinnslu. Væntanlega verða þessi fyrirtæki bæði byggð upp á þessu ári og þá sennilega ekki á sama stað, sennilega verða þau flutt eitthvað burtu úr aðal athafnasvæðinu — en það má kallast lán að ekki brunnu þarna fleiri hús, og þá jafnvel Hraðfrysti- hús Grindavíkur, en í því sprungu allar rúður á þeirri hlið sem að brunanum vissi. Nokkur sjávarhús voru einnig í bráðri hættu. J. T. Björn Sigurðusson, læknir, sem verið hefur erlendis um úrs tíma, til að kynna sér nýungar á sviði læknavísind- anna, er nú kominn heim.

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.